Þrír með hálft kíló af kókaíni í skónum 1. nóvember 2006 07:15 Kastrupflugvöllur Þar fannst talsvert magn af amfetamíni í geymsluskáp. Íslendingur reyndist hafa tekið skápinn á leigu og fannst kvittunin fyrir leigunni þegar maðurinn kom til landsins. Myndin er óviðkomandi efni fréttarinnar. Kókaín í skóm, hass í hraðpósti og amfetamínfundur í geymsluskáp á flugvellinum á Kastrup. Allt eru þetta mál sem fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík er með til rannsóknar nú. Þrír karlmenn komu við sögu í kókaínmálinu. Einn þeirra kom til landsins fimmtudaginn 12. október, en tveir daginn eftir. Allir voru þeir með kókaín falið í skónum, samtals nálægt fimm hundruð grömmum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mennirnir komu til landsins með flugvél frá Kaupmannahöfn. Þangað höfðu þeir komið frá Hollandi, þar sem þeir fengu efnin. Þeir voru handteknir við komuna til landsins og fundust þá fíkniefnin í skóm þeirra. Þeir voru færðir til yfirheyrslu og í framhaldi af því úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnabrota, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þremenningunum hefur verið sleppt en aðrir einstaklingar handteknir vegna málsins og yfirheyrðir. Tveir voru í framhaldi af því úrskurðaðir í gæsluvarðhald, sem rann út í gær. Héraðsdómur úrskurðaði þá til að sitja inni í hálfan mánuð til viðbótar. Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Hraðsending frá Danmörku sem innihélt hass í kílóavís, og fíkniefnalögreglan hér náði fyrir um það bil viku, leiddi til handtöku tveggja Íslendinga, sem báðir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald.Lögreglan vinnur að rannsókn málsins í samvinnu við dönsku lögregluna. Amfetamínmálið kom upp þegar danska lögreglan fann talsvert magn fíkniefnisins í geymsluskáp á Kastrup-flugvelli fyrir um það bil hálfum mánuði. Það leiddi til þess að lögreglan hér handtók tvo Íslendinga, sem voru að koma frá Danmörku, á Keflavíkurflugvelli. Annar þeirra hafði í fórum sínum kvittun fyrir leigu á umræddum skáp á Kastrup. Lögreglan verst allra frétta þar sem málið er enn í rannsókn og sagt á viðkvæmu stigi. Samtals ellefu einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnabrota, samkvæmt upplýsingum lögreglu í gær. Auk hinna fjögurra ofangreindu sitja sjö inni vegna eldri mála. Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Kókaín í skóm, hass í hraðpósti og amfetamínfundur í geymsluskáp á flugvellinum á Kastrup. Allt eru þetta mál sem fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík er með til rannsóknar nú. Þrír karlmenn komu við sögu í kókaínmálinu. Einn þeirra kom til landsins fimmtudaginn 12. október, en tveir daginn eftir. Allir voru þeir með kókaín falið í skónum, samtals nálægt fimm hundruð grömmum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mennirnir komu til landsins með flugvél frá Kaupmannahöfn. Þangað höfðu þeir komið frá Hollandi, þar sem þeir fengu efnin. Þeir voru handteknir við komuna til landsins og fundust þá fíkniefnin í skóm þeirra. Þeir voru færðir til yfirheyrslu og í framhaldi af því úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnabrota, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þremenningunum hefur verið sleppt en aðrir einstaklingar handteknir vegna málsins og yfirheyrðir. Tveir voru í framhaldi af því úrskurðaðir í gæsluvarðhald, sem rann út í gær. Héraðsdómur úrskurðaði þá til að sitja inni í hálfan mánuð til viðbótar. Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Hraðsending frá Danmörku sem innihélt hass í kílóavís, og fíkniefnalögreglan hér náði fyrir um það bil viku, leiddi til handtöku tveggja Íslendinga, sem báðir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald.Lögreglan vinnur að rannsókn málsins í samvinnu við dönsku lögregluna. Amfetamínmálið kom upp þegar danska lögreglan fann talsvert magn fíkniefnisins í geymsluskáp á Kastrup-flugvelli fyrir um það bil hálfum mánuði. Það leiddi til þess að lögreglan hér handtók tvo Íslendinga, sem voru að koma frá Danmörku, á Keflavíkurflugvelli. Annar þeirra hafði í fórum sínum kvittun fyrir leigu á umræddum skáp á Kastrup. Lögreglan verst allra frétta þar sem málið er enn í rannsókn og sagt á viðkvæmu stigi. Samtals ellefu einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnabrota, samkvæmt upplýsingum lögreglu í gær. Auk hinna fjögurra ofangreindu sitja sjö inni vegna eldri mála.
Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira