Guðmundur Magnússon sækist eftir 1.-2. sæti í forvali VG á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundur var með í stofnun VG og situr nú í stjórn flokksins á landsvísu. Þá sat Guðmundur sem varamaður á Alþingi í þrjár vikur árið 2005.
Guðmundur hefur barist fyrir aðgengismálum fatlaðra enda hefur hann sjálfur verið í hjólastól síðan 1976.
Guðmundur er lærður leikari en starfar nú sem ráðgjafi í aðgengismálum fatlaðra fyrir Aðgengi ehf.