ÍE mátti skoða tölvupóst 31. október 2006 07:00 Persónuvernd hefur ákveðið að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á tölvupóstsendingum fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins. Tölvupósturinn var sendur á milli einkapóstfanga starfsmannanna frá þekktum vefpósthúsum, meðal annars hotmail og yahoo. Í ákvörðun Persónuverndar segir að stofnunin hafi boðað forsvarsmenn ÍE á fund föstudaginn 29. september til að fá upplýsingar um hvort fyrirtækið hefði gerst brotlegt við lög um persónuvernd og hvort skoðun hafi átt sér stað á tölvupóstsendingum úr hotmail- og yahoo-netföngum starfsmannanna sem hafi brotið í bága við settar reglur. Á fundinum sögðu fulltrúar ÍE að grunsemdir hefðu vaknað um að Hákon Hákonarson og þrír aðrir fyrrverandi starfsmenn hefðu brotið ráðningarsamning sinn við ÍE með því að hefja störf hjá beinum samkeppnisaðila fyrirtækisins. Því hafi ÍE hafið rannsókn á þeim og aðgerðum þeirra áður en þeir hættu hjá fyrirtækinu. Meðal þeirra aðgerða sem ÍE greip til var að ráða bandarískt fyrirtæki, First Advantage, til að sjá um athuganir á tölvupósti og öðrum gögnum sem tengdust starfsmönnunum fyrrverandi. Ekki var farið beint inn í einkapósthólf mannanna með lykilorði heldur voru skoðaðar skjámyndir af tölvupóstinum. Þær skjámyndir fengust þannig að myndir voru teknar af hörðu drifi, þær keyrðar í gegnum forritið EnCase og leitað eftir stikkorðum sem tengdust rannsókninni. Meðal þess sem fannst með þeim hætti voru afrit af vefsíðum sem sýna myndir af einkatölvupósti starfsmannanna, sem sendur var í gegnum vefpósthús á borð við hotmail og yahoo. ÍE vitnaði í núgildandi reglur fyrirtækisins um meðferð tölvupósts frá árinu 2004 til að rökstyðja þessar aðgerðir. Í þeim reglum áskilur fyrirtækið sér rétt til að fylgjast með og skoða búnað, kerfi og netkerfisumferð hvenær sem er auk þess sem því sé heimilt að endurskoða netkerfi og önnur kerfi reglulega til að ganga úr skugga um að farið sé eftir settum reglum fyrirtækisins. ÍE heldur því fram að starfsmönnum fyrirtækisins eigi að vera ljóst að ÍE geti gripið til þessara aðgerða ef tilefni þyki til þar sem iðulega séu sendar út áminningar til starfsmanna um að kynna sér efni þessara reglna. Þá sé að finna skuldbindingu um að fara eftir reglum ÍE í öllum ráðningarsamningum fyrirtækisins. Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Persónuvernd hefur ákveðið að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á tölvupóstsendingum fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins. Tölvupósturinn var sendur á milli einkapóstfanga starfsmannanna frá þekktum vefpósthúsum, meðal annars hotmail og yahoo. Í ákvörðun Persónuverndar segir að stofnunin hafi boðað forsvarsmenn ÍE á fund föstudaginn 29. september til að fá upplýsingar um hvort fyrirtækið hefði gerst brotlegt við lög um persónuvernd og hvort skoðun hafi átt sér stað á tölvupóstsendingum úr hotmail- og yahoo-netföngum starfsmannanna sem hafi brotið í bága við settar reglur. Á fundinum sögðu fulltrúar ÍE að grunsemdir hefðu vaknað um að Hákon Hákonarson og þrír aðrir fyrrverandi starfsmenn hefðu brotið ráðningarsamning sinn við ÍE með því að hefja störf hjá beinum samkeppnisaðila fyrirtækisins. Því hafi ÍE hafið rannsókn á þeim og aðgerðum þeirra áður en þeir hættu hjá fyrirtækinu. Meðal þeirra aðgerða sem ÍE greip til var að ráða bandarískt fyrirtæki, First Advantage, til að sjá um athuganir á tölvupósti og öðrum gögnum sem tengdust starfsmönnunum fyrrverandi. Ekki var farið beint inn í einkapósthólf mannanna með lykilorði heldur voru skoðaðar skjámyndir af tölvupóstinum. Þær skjámyndir fengust þannig að myndir voru teknar af hörðu drifi, þær keyrðar í gegnum forritið EnCase og leitað eftir stikkorðum sem tengdust rannsókninni. Meðal þess sem fannst með þeim hætti voru afrit af vefsíðum sem sýna myndir af einkatölvupósti starfsmannanna, sem sendur var í gegnum vefpósthús á borð við hotmail og yahoo. ÍE vitnaði í núgildandi reglur fyrirtækisins um meðferð tölvupósts frá árinu 2004 til að rökstyðja þessar aðgerðir. Í þeim reglum áskilur fyrirtækið sér rétt til að fylgjast með og skoða búnað, kerfi og netkerfisumferð hvenær sem er auk þess sem því sé heimilt að endurskoða netkerfi og önnur kerfi reglulega til að ganga úr skugga um að farið sé eftir settum reglum fyrirtækisins. ÍE heldur því fram að starfsmönnum fyrirtækisins eigi að vera ljóst að ÍE geti gripið til þessara aðgerða ef tilefni þyki til þar sem iðulega séu sendar út áminningar til starfsmanna um að kynna sér efni þessara reglna. Þá sé að finna skuldbindingu um að fara eftir reglum ÍE í öllum ráðningarsamningum fyrirtækisins.
Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira