Ekið var á hross á Þverárfjallsvegi, milli Sauðárkróks og Blönduóss, síðdegis á sunnudaginn.
Ökumaðurinn slasaðist ekki en bíllinn skemmdist mikið og er óökufær. Eftir áreksturinn hafði ökumaðurinn samband við lögregluna á Blönduósi sem kom fljótlega á vettvang.
Hrossið, sem maðurinn keyrði á, hafði í gær enn ekki fundist þrátt fyrir ítrekaða leit lögreglunnar. Lögreglan telur að hrossið hafi ekki meiðst en frekari rannsókn stendur nú yfir.