Laun fyrir erfiði dagsins 29. október 2006 00:01 Það er langt um liðið síðan skorið var úr þeirri spurningu hvað skyldi gjalda keisaranum og hvað skyldi gjalda Guði, báðir áttu að fá það sem þeim bar. Þessi regla er góð enda ekki við öðru að búast. En þegar Guði og keisaranum hefur verið goldið sitt þá tekur við sú spurning hvað hvert okkar ber úr býtum fyrir hið daglega streð. Gott svar við þessari spurningu hefur vafist fyrir mönnum, en ekki hefur vantað tilraunirnar til að koma með svarið. Heilum þjóðfélögum var breytt í tilraunastofur til að reyna að hrinda í framkvæmd svari Karl Marx með þekktum afleiðingum og úti um allan heim er tekist á af mismunandi hörku um hvert svarið á að vera. Áður voru slík átök bundin við einstök ríki en eftir því sem viðskiptalíf heimsins verður opnara, eftir því sem hnattvæðingin verður meiri, þá hættir þessi spurning að vera bundin þjóðríkjum og verður alþjóðleg. Hnattvæðing viðskiptalífsins mun hafa jákvæð áhrif fyrir bæði ríkar þjóðir og fátækar. En vandinn er sá að það gerist ekki í einni svipan og áhrifin koma fram með mismunandi hætti eftir því hverjar aðstæður eru í viðkomandi löndum. Eitt einkenni hnattvæðingarinnar er að við upphaf hennar bætast við gríðarlega margar vinnufúsar hendur en fjöldi neytenda vex ekki að sama skapi. Þátttaka Kína, Indlands og fyrrum Sovétríkjanna í alþjóðlega viðskiptakerfinu þýðir að 1,5 milljarðar manna bætist við það vinnuafl sem vestræn og japönsk fyrirtæki hafa aðgang að. Þessi staðreynd hefur áhrif á laun fólks og afkomu fyrirtækja í iðnríkjunum. Framleiðni hefur aukist í atvinnulífinu í Bandaríkjunum, Evrópu, og Japan á undanförnum árum. Síðastliðinn áratug óx framleiðni í Bandaríkjunum um 2,8% á ári sem er helmings hækkun frá tímabilinu 1974 til 1995. Sama á við um Japan, síðastliðin þrjú ár hefur vöxturinn verið 2,1%, umtalsvert meira en 1,2% árlegur vöxtur frá 1995 til 2002. Og sama gildir til dæmis um Þýskaland, þar var framleiðniaukningin 0,7% á árunum milli 1998 til 2004 en hefur verið 1,7% síðastliðin ár. Augljóslega er þessi framleiðniaukning ekki öll drifin áfram af hnattvæðingu, breytt stjórnarfar í Þýskalandi hefur til dæmis örugglega sitt að segja. En aukin alþjóðleg samkeppni rekur fyrirtækin áfram í leit sinni að hagkvæmari framleiðslu, þau fyrirtæki halda velli sem ná að auka framleiðni sína. Að öllu jöfnu hækka raunlaun í takti við framleiðniaukningu. Það er því athyglisvert að þetta samband virðist ekki vera sterkt í iðnríkjunum um þessar mundir. Ef litið er til Bandaríkjanna, Japan, evrulandanna, Bretlands og Kanada þá sést að launahluti þjóðarframleiðslunnar lækkaði úr 56% árið 2001 í 53,7% árið 2006. Þessi þróun hlýtur að vekja upp spurningar, einkum og sérílagi í Evrópu en þar hafa menn lengi talið að launamenn væru vel varðir af ýmiss konar opinberu regluverki. Reyndar þarf að hafa í huga hvað Evrópu varðar að það kann að líða tími frá því að áhrifa framleiðniaukningarinnar tekur að gæta í launahækkunum. En á móti kemur að reynslan frá Bandaríkjunum er sú að þar hafa raunlaun hækkað lítið síðastliðin 10 ár þrátt fyrir framleiðniaukninguna og laun sem hlutfall af þjóðarframleiðslu hafa lækkað eins og áður var bent á. Þeir sem eiga fjármagn fá nú meira í sinn hlut en áður, framleiðniaukningin rennur að stórum hluta til þeirra. Í þessari staðreynd felst eitt af flóknari úrlausnarefnum hnattvæðingarinnar. Hvernig eiga launþegar í iðnríkjunum að fá til sín aukinn skerf að framleiðniaukningunni? Þeir eru að keppa við launþega í ríkjum eins og Kína, en þrátt fyrir mikinn hagvöxt í því landi á undanförnum árum eru laun í iðnframleiðslu þar um 3% af launum í iðnframleiðslu á Vesturlöndum. Það má því reikna með að ekki verði lát á þessari þróun á næstu árum. Það mun taka tíma fyrir fátæku löndin að komast til bjargálna. Hindrunarlaus viðskipti á milli landa, hnattvæðing, mun þegar fram líða stundir hafa jákvæð áhrif fyrir allan heiminn. En það mun ekki gerast án vandræða. Þróunarlöndum stendur mörgum ógn af veldi alþjóðafyrirtækja og verkafólk í Evrópu horfir til austurs með ugg, til þeirra sem eru tilbúnir að selja vinnuafl sitt á svo lágu verði að vonlaust er að keppa við það. Við Íslendingar þurfum auðvitað að vera vakandi fyrir þessum vanda. Það er engin ein lausn eða töfraformúla til en við eigum að líta á hnattvæðinguna sem tækifæri fyrir okkur þrátt fyrir þau flóknu vandamál sem hér hafa verið nefnd. Með öflugt menntakerfi að vopni, með sveigjanlegan vinnumarkað, lága skatta, trausta heilbrigðis- og félagsþjónustu og með vinnu- og framtakssemi getum við haldið áfram að nýta þau tækifæri sem alþjóðavæðingin býður okkur uppá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun
Það er langt um liðið síðan skorið var úr þeirri spurningu hvað skyldi gjalda keisaranum og hvað skyldi gjalda Guði, báðir áttu að fá það sem þeim bar. Þessi regla er góð enda ekki við öðru að búast. En þegar Guði og keisaranum hefur verið goldið sitt þá tekur við sú spurning hvað hvert okkar ber úr býtum fyrir hið daglega streð. Gott svar við þessari spurningu hefur vafist fyrir mönnum, en ekki hefur vantað tilraunirnar til að koma með svarið. Heilum þjóðfélögum var breytt í tilraunastofur til að reyna að hrinda í framkvæmd svari Karl Marx með þekktum afleiðingum og úti um allan heim er tekist á af mismunandi hörku um hvert svarið á að vera. Áður voru slík átök bundin við einstök ríki en eftir því sem viðskiptalíf heimsins verður opnara, eftir því sem hnattvæðingin verður meiri, þá hættir þessi spurning að vera bundin þjóðríkjum og verður alþjóðleg. Hnattvæðing viðskiptalífsins mun hafa jákvæð áhrif fyrir bæði ríkar þjóðir og fátækar. En vandinn er sá að það gerist ekki í einni svipan og áhrifin koma fram með mismunandi hætti eftir því hverjar aðstæður eru í viðkomandi löndum. Eitt einkenni hnattvæðingarinnar er að við upphaf hennar bætast við gríðarlega margar vinnufúsar hendur en fjöldi neytenda vex ekki að sama skapi. Þátttaka Kína, Indlands og fyrrum Sovétríkjanna í alþjóðlega viðskiptakerfinu þýðir að 1,5 milljarðar manna bætist við það vinnuafl sem vestræn og japönsk fyrirtæki hafa aðgang að. Þessi staðreynd hefur áhrif á laun fólks og afkomu fyrirtækja í iðnríkjunum. Framleiðni hefur aukist í atvinnulífinu í Bandaríkjunum, Evrópu, og Japan á undanförnum árum. Síðastliðinn áratug óx framleiðni í Bandaríkjunum um 2,8% á ári sem er helmings hækkun frá tímabilinu 1974 til 1995. Sama á við um Japan, síðastliðin þrjú ár hefur vöxturinn verið 2,1%, umtalsvert meira en 1,2% árlegur vöxtur frá 1995 til 2002. Og sama gildir til dæmis um Þýskaland, þar var framleiðniaukningin 0,7% á árunum milli 1998 til 2004 en hefur verið 1,7% síðastliðin ár. Augljóslega er þessi framleiðniaukning ekki öll drifin áfram af hnattvæðingu, breytt stjórnarfar í Þýskalandi hefur til dæmis örugglega sitt að segja. En aukin alþjóðleg samkeppni rekur fyrirtækin áfram í leit sinni að hagkvæmari framleiðslu, þau fyrirtæki halda velli sem ná að auka framleiðni sína. Að öllu jöfnu hækka raunlaun í takti við framleiðniaukningu. Það er því athyglisvert að þetta samband virðist ekki vera sterkt í iðnríkjunum um þessar mundir. Ef litið er til Bandaríkjanna, Japan, evrulandanna, Bretlands og Kanada þá sést að launahluti þjóðarframleiðslunnar lækkaði úr 56% árið 2001 í 53,7% árið 2006. Þessi þróun hlýtur að vekja upp spurningar, einkum og sérílagi í Evrópu en þar hafa menn lengi talið að launamenn væru vel varðir af ýmiss konar opinberu regluverki. Reyndar þarf að hafa í huga hvað Evrópu varðar að það kann að líða tími frá því að áhrifa framleiðniaukningarinnar tekur að gæta í launahækkunum. En á móti kemur að reynslan frá Bandaríkjunum er sú að þar hafa raunlaun hækkað lítið síðastliðin 10 ár þrátt fyrir framleiðniaukninguna og laun sem hlutfall af þjóðarframleiðslu hafa lækkað eins og áður var bent á. Þeir sem eiga fjármagn fá nú meira í sinn hlut en áður, framleiðniaukningin rennur að stórum hluta til þeirra. Í þessari staðreynd felst eitt af flóknari úrlausnarefnum hnattvæðingarinnar. Hvernig eiga launþegar í iðnríkjunum að fá til sín aukinn skerf að framleiðniaukningunni? Þeir eru að keppa við launþega í ríkjum eins og Kína, en þrátt fyrir mikinn hagvöxt í því landi á undanförnum árum eru laun í iðnframleiðslu þar um 3% af launum í iðnframleiðslu á Vesturlöndum. Það má því reikna með að ekki verði lát á þessari þróun á næstu árum. Það mun taka tíma fyrir fátæku löndin að komast til bjargálna. Hindrunarlaus viðskipti á milli landa, hnattvæðing, mun þegar fram líða stundir hafa jákvæð áhrif fyrir allan heiminn. En það mun ekki gerast án vandræða. Þróunarlöndum stendur mörgum ógn af veldi alþjóðafyrirtækja og verkafólk í Evrópu horfir til austurs með ugg, til þeirra sem eru tilbúnir að selja vinnuafl sitt á svo lágu verði að vonlaust er að keppa við það. Við Íslendingar þurfum auðvitað að vera vakandi fyrir þessum vanda. Það er engin ein lausn eða töfraformúla til en við eigum að líta á hnattvæðinguna sem tækifæri fyrir okkur þrátt fyrir þau flóknu vandamál sem hér hafa verið nefnd. Með öflugt menntakerfi að vopni, með sveigjanlegan vinnumarkað, lága skatta, trausta heilbrigðis- og félagsþjónustu og með vinnu- og framtakssemi getum við haldið áfram að nýta þau tækifæri sem alþjóðavæðingin býður okkur uppá.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun