Íslenskt ekki endilega aðalmálið 25. október 2006 00:01 Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar Ég held að þetta íþróttatungumál eigi ekki við í viðskiptum. Við Íslendingar erum ekkert endilega betri en aðrir þótt við séum alveg örugglega jafngóðir. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var staddur í bíl sínum í Kaliforníu í brakandi þurrki og sóls þegar hann var truflaður við aksturinn. Var hann beðinn um að lýsa því hvaða þátt hann teldi stjórnun íslenskra fyrirtækja eiga í því hversu greiðlega hefur gengið hjá þeim á erlendri grundu. Sagðist hann í reynd ekki telja að íslenskum fyrirtækjum sé á nokkurn hátt stjórnað öðruvísi en öðrum fyrirtækjum í hinum engilsaxneska eða skandinavíska heimi. Það sem þó hefur örugglega komið íslenskum fyrirtækjum hraðar áfram en öðrum, hvað varðar stjórnun, er hve margir íslenskir stjórnendur hafa dvalið langdvölum erlendis við vinnu og ekki síst við nám. Ég held að það sé alveg vert að athuga hvort Lánasjóður íslenskra námsmannna hafi ekki bara skipt gríðarlega miklu máli fyrir útrásina, segir Jón og bætir við að frá upphafi Össurar hafi stjórnendur fyrirtækisins alltaf átt það sameiginlegt að hafa stundað nám eða vinnu í útlöndum. Á þeim tíma þegar Össur var lítið fyrirtæki höfðum við ekki efni á að kaupa alþjóðlega stjórnendur. Ef ég hefði þá borið okkur saman við tvö hundruð manna fyrirtæki annars staðar í Evrópu, hefði það hlutfall starfsfólks sem hefði lært í útlöndum verið mun hærra hjá Össuri. Ég held að þetta sé mikill styrkleiki fyrir minni íslensk fyrirtæki. Össur í Bandaríkjunum Ein af sex starfsstöðvum Össurar í Bandaríkjunum. Jón telur að það þurfi að fara varlega með það að halda því fram að Íslendingar séu óvenjugóðir í stjórnun, eða öðru ef því er að skipta. Ég held að þetta íþróttatungumál eigi ekki við í viðskiptum. Við Íslendingar erum ekkert endilega betri en aðrir þótt við séum alveg örugglega jafngóðir. Jón segir ýmislegt greinilega hafa ýtt undir útrásina, eins og mikill vilji íslenskra fjárfesta til að leggja til fé. Þar að auki stuðli aldurssamsetning þjóðarinnar og gott lífeyriskerfi að því að fjármagn streymi fram og því þurfi að finna farveg. Það að íslenskt stjórnkerfi sé ekki mjög þungt í vöfum hafi einnig sitt að segja þar sem auðveldar og hraðar reynist að ýta hindrunum úr vegi en annars staðar. Ég er alls ekki að gera lítið úr íslenskum stjórnendum með þessum orðum, íslenska útrásin virðist að mörgu leyti vera að heppnast mjög vel. Ég er mjög stoltur af Össuri og við höfum náð frábærum árangri en ég held að það sé ekki út af því, fyrst og fremst, að við erum íslenskt fyrirtæki. Það væri mjög mikil einföldun að segja það. Úttekt Viðskipti Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var staddur í bíl sínum í Kaliforníu í brakandi þurrki og sóls þegar hann var truflaður við aksturinn. Var hann beðinn um að lýsa því hvaða þátt hann teldi stjórnun íslenskra fyrirtækja eiga í því hversu greiðlega hefur gengið hjá þeim á erlendri grundu. Sagðist hann í reynd ekki telja að íslenskum fyrirtækjum sé á nokkurn hátt stjórnað öðruvísi en öðrum fyrirtækjum í hinum engilsaxneska eða skandinavíska heimi. Það sem þó hefur örugglega komið íslenskum fyrirtækjum hraðar áfram en öðrum, hvað varðar stjórnun, er hve margir íslenskir stjórnendur hafa dvalið langdvölum erlendis við vinnu og ekki síst við nám. Ég held að það sé alveg vert að athuga hvort Lánasjóður íslenskra námsmannna hafi ekki bara skipt gríðarlega miklu máli fyrir útrásina, segir Jón og bætir við að frá upphafi Össurar hafi stjórnendur fyrirtækisins alltaf átt það sameiginlegt að hafa stundað nám eða vinnu í útlöndum. Á þeim tíma þegar Össur var lítið fyrirtæki höfðum við ekki efni á að kaupa alþjóðlega stjórnendur. Ef ég hefði þá borið okkur saman við tvö hundruð manna fyrirtæki annars staðar í Evrópu, hefði það hlutfall starfsfólks sem hefði lært í útlöndum verið mun hærra hjá Össuri. Ég held að þetta sé mikill styrkleiki fyrir minni íslensk fyrirtæki. Össur í Bandaríkjunum Ein af sex starfsstöðvum Össurar í Bandaríkjunum. Jón telur að það þurfi að fara varlega með það að halda því fram að Íslendingar séu óvenjugóðir í stjórnun, eða öðru ef því er að skipta. Ég held að þetta íþróttatungumál eigi ekki við í viðskiptum. Við Íslendingar erum ekkert endilega betri en aðrir þótt við séum alveg örugglega jafngóðir. Jón segir ýmislegt greinilega hafa ýtt undir útrásina, eins og mikill vilji íslenskra fjárfesta til að leggja til fé. Þar að auki stuðli aldurssamsetning þjóðarinnar og gott lífeyriskerfi að því að fjármagn streymi fram og því þurfi að finna farveg. Það að íslenskt stjórnkerfi sé ekki mjög þungt í vöfum hafi einnig sitt að segja þar sem auðveldar og hraðar reynist að ýta hindrunum úr vegi en annars staðar. Ég er alls ekki að gera lítið úr íslenskum stjórnendum með þessum orðum, íslenska útrásin virðist að mörgu leyti vera að heppnast mjög vel. Ég er mjög stoltur af Össuri og við höfum náð frábærum árangri en ég held að það sé ekki út af því, fyrst og fremst, að við erum íslenskt fyrirtæki. Það væri mjög mikil einföldun að segja það.
Úttekt Viðskipti Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira