Eftir höfðinu dansa limirnir 25. október 2006 00:01 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kaupþings Singer & Friedlander. Hundur er alltaf hundur, jafnvel þótt maður segi honum að vera köttur. Fyrir um fjórum árum fóru þeir Ármann Þorvaldsson og Helgi Bergs fyrir hönd Kaupþings til London til að undirbúa starfsemi bankans í Bretlandi. Þremur árum og sjötíu starfsmönnum síðar keypti Kaupþing bankann Singer & Friedlander, sem hefur verið sameinaður við Kaupþing í Bretlandi undir nafninu Kaupthing Singer & Friedlander og er Ármann forstjóri sameinaðs banka. Undir honum starfa nú 500 manns, sem komu frá Singer & Friedlander, um 70 manns sem komu frá Kaupþingi í Bretlandi og um 50 sem hafa verið ráðnir til starfa eftir sameininguna. Viðhorf til vinnu og menning bankanna tveggja var mjög ólík. Undanfarið ár hefur Ármann því unnið hörðum höndum að því að breyta menningu Singer & Friedlanders, sem fyrir metnaðarfulla Kaupþingsmenninguna þótti heldur til þunglamaleg. Síðan um áramótin hefur Kaupþing ráðið 150 manns til starfa og 110 hafa hætt eða verið sagt upp. Starfsmannabreytingar segir Ármann hafa verið óhjákvæmilegar, enda sé mjög erfitt að breyta kúltúr án þess að breyta um starfsfólk. Frá því að við sameinuðumst hafa margir nýir framkvæmdastjórar bæst í hópinn og aðrir þurft að fara fyrir vikið. Stærsta málið er nefnilega alltaf að breyta stjórnendunum sem hafa mikil áhrif á fólkið í kringum sig. Eftir höfðinu dansa limirnir. Hann segir þó margt starfsfólk hafa hæfileika til að aðlagast nýjum aðstæðum og breyttu hugarfari. Ármann segist fyrst og fremst líta til þess að starfsfólk sameinaðs banka hafi líkan hugsanagang og gengur og gerist innan Kaupþings. Við hugsum fyrst og fremst um að ráða og halda í fólk sem er mjög drifið, kann og vill ná árangri. Ef það býr yfir þeim eiginleikum þá á það vel við okkar menningu. Hann segir jafnframt hæfileika til þess að byggja upp persónuleg sambönd gríðarlega mikilvægan eiginleika sem leitað sé eftir í starfsfólki. Íslensk fyrirtæki hafa farið nokkuð ólíkar leiðir að sinni útrás hvað varðar samþættingu eftir samruna. Að mati Ármanns er að sama skapi mjög misjafnt hversu stórt hlutverk fyrirtækjamenningin hefur spilað í þessari þróun. Stefnan hjá Kaupþingi verður alltaf, í það minnsta til lengri tíma litið, að búa til eitt fyrirtæki með sameiginlega menningu. Í mörgum öðrum tilfellum hefur útrásin byggst á því að kaupa fyrirtæki og láta þeim eftir að stjórna sínum rekstri. Á þann hátt held ég að menning fyrirtækisins breytist lítið. Jafnvel þótt Íslendingarnir hafi þá menn í stjórn og stjórnin hafi einhver áhrif, þá verður það ekki nóg til að breyta rótgrónum kúltúr fyrirtækis. Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Fyrir um fjórum árum fóru þeir Ármann Þorvaldsson og Helgi Bergs fyrir hönd Kaupþings til London til að undirbúa starfsemi bankans í Bretlandi. Þremur árum og sjötíu starfsmönnum síðar keypti Kaupþing bankann Singer & Friedlander, sem hefur verið sameinaður við Kaupþing í Bretlandi undir nafninu Kaupthing Singer & Friedlander og er Ármann forstjóri sameinaðs banka. Undir honum starfa nú 500 manns, sem komu frá Singer & Friedlander, um 70 manns sem komu frá Kaupþingi í Bretlandi og um 50 sem hafa verið ráðnir til starfa eftir sameininguna. Viðhorf til vinnu og menning bankanna tveggja var mjög ólík. Undanfarið ár hefur Ármann því unnið hörðum höndum að því að breyta menningu Singer & Friedlanders, sem fyrir metnaðarfulla Kaupþingsmenninguna þótti heldur til þunglamaleg. Síðan um áramótin hefur Kaupþing ráðið 150 manns til starfa og 110 hafa hætt eða verið sagt upp. Starfsmannabreytingar segir Ármann hafa verið óhjákvæmilegar, enda sé mjög erfitt að breyta kúltúr án þess að breyta um starfsfólk. Frá því að við sameinuðumst hafa margir nýir framkvæmdastjórar bæst í hópinn og aðrir þurft að fara fyrir vikið. Stærsta málið er nefnilega alltaf að breyta stjórnendunum sem hafa mikil áhrif á fólkið í kringum sig. Eftir höfðinu dansa limirnir. Hann segir þó margt starfsfólk hafa hæfileika til að aðlagast nýjum aðstæðum og breyttu hugarfari. Ármann segist fyrst og fremst líta til þess að starfsfólk sameinaðs banka hafi líkan hugsanagang og gengur og gerist innan Kaupþings. Við hugsum fyrst og fremst um að ráða og halda í fólk sem er mjög drifið, kann og vill ná árangri. Ef það býr yfir þeim eiginleikum þá á það vel við okkar menningu. Hann segir jafnframt hæfileika til þess að byggja upp persónuleg sambönd gríðarlega mikilvægan eiginleika sem leitað sé eftir í starfsfólki. Íslensk fyrirtæki hafa farið nokkuð ólíkar leiðir að sinni útrás hvað varðar samþættingu eftir samruna. Að mati Ármanns er að sama skapi mjög misjafnt hversu stórt hlutverk fyrirtækjamenningin hefur spilað í þessari þróun. Stefnan hjá Kaupþingi verður alltaf, í það minnsta til lengri tíma litið, að búa til eitt fyrirtæki með sameiginlega menningu. Í mörgum öðrum tilfellum hefur útrásin byggst á því að kaupa fyrirtæki og láta þeim eftir að stjórna sínum rekstri. Á þann hátt held ég að menning fyrirtækisins breytist lítið. Jafnvel þótt Íslendingarnir hafi þá menn í stjórn og stjórnin hafi einhver áhrif, þá verður það ekki nóg til að breyta rótgrónum kúltúr fyrirtækis.
Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira