Pyntingalögin eru hrikalegt bakslag 23. október 2006 07:00 Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, telur lög Bandaríkjaforseta sem heimila starfsemi leynifangelsa, harkalegar yfirheyrsluaðferðir og sérstakan herdómstól yfir meintum hryðjuverkamönnum skelfileg og ótrúlegt að þau skuli hafa hlotið samþykki. Þetta er tákn um alvarlega tilhneigingu hjá Bandaríkjamönnum. Það er mikil hætta fólgin í vinnubrögðum af þessu tagi eins og margítrekuð reynsla hefur sýnt, segir hann og kveðst þar hugsa um mannréttindamál, árangur af réttargæslu og almenna mannúð. Jóni finnst koma til greina að hugleiða það að íslensk stjórnvöld mótmæli þessari lagasetningu. Bjarni Benediktsson, formaður forsætisnefndar Alþingis, telur athyglisvert að repúblikanar hafi gert málamiðlun í sínum röðum áður en málið fékk framgang. Mér sýnist þeir hafa lagt áherslu á að fara varlega, skýra réttarástandið og fara að alþjóðlegum skuldbindingum, segir hann. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur lagasetninguna: Hrikalegt bakslag í mannréttindamálum í Bandaríkjunum og tekur undir harkalega gagnrýni ACLU, stærstu og virtustu mannréttindasamtakanna, sem segja hana brjóta gegn bandarísku stjórnarskránni, grafa undan réttarríkinu og sanngjarnri málsmeðferð. Þessi löggjöf er í raun enn einn naglinn í líkkistu þessarar stjórnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefur fylgst með málinu með hroll niður eftir bakinu. Ég deili þeirri skoðun flestra að þarna sé haldið inn á stórhættulega og nánast ómanneskjulega braut. Bandaríkjamenn eru að reyna að búa til nýjan hóp, réttlausa vígamenn, utan við lög og rétt. Ef það heppnast þá er sá hópur að sumu leyti verr settur en dýr því um meðferð dýra gilda þó allavega dýraverndunarlög í siðuðum löndum, segir hann. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur lögin: Ganga gegn öllum gildum sem menn hafa reynt að innleiða varðandi mannréttindasjónarmið og rétt fólks til að lúta ekki illri meðferð, segir hann. Mér finnst þetta niðurlægjandi, ekki bara fyrir Bandaríkjamenn heldur finnst mér niðurlægjandi að svona stefna skuli yfirleitt finnast meðal siðmenntaðra ríkja í veröldinni. Innlent Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, telur lög Bandaríkjaforseta sem heimila starfsemi leynifangelsa, harkalegar yfirheyrsluaðferðir og sérstakan herdómstól yfir meintum hryðjuverkamönnum skelfileg og ótrúlegt að þau skuli hafa hlotið samþykki. Þetta er tákn um alvarlega tilhneigingu hjá Bandaríkjamönnum. Það er mikil hætta fólgin í vinnubrögðum af þessu tagi eins og margítrekuð reynsla hefur sýnt, segir hann og kveðst þar hugsa um mannréttindamál, árangur af réttargæslu og almenna mannúð. Jóni finnst koma til greina að hugleiða það að íslensk stjórnvöld mótmæli þessari lagasetningu. Bjarni Benediktsson, formaður forsætisnefndar Alþingis, telur athyglisvert að repúblikanar hafi gert málamiðlun í sínum röðum áður en málið fékk framgang. Mér sýnist þeir hafa lagt áherslu á að fara varlega, skýra réttarástandið og fara að alþjóðlegum skuldbindingum, segir hann. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur lagasetninguna: Hrikalegt bakslag í mannréttindamálum í Bandaríkjunum og tekur undir harkalega gagnrýni ACLU, stærstu og virtustu mannréttindasamtakanna, sem segja hana brjóta gegn bandarísku stjórnarskránni, grafa undan réttarríkinu og sanngjarnri málsmeðferð. Þessi löggjöf er í raun enn einn naglinn í líkkistu þessarar stjórnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefur fylgst með málinu með hroll niður eftir bakinu. Ég deili þeirri skoðun flestra að þarna sé haldið inn á stórhættulega og nánast ómanneskjulega braut. Bandaríkjamenn eru að reyna að búa til nýjan hóp, réttlausa vígamenn, utan við lög og rétt. Ef það heppnast þá er sá hópur að sumu leyti verr settur en dýr því um meðferð dýra gilda þó allavega dýraverndunarlög í siðuðum löndum, segir hann. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur lögin: Ganga gegn öllum gildum sem menn hafa reynt að innleiða varðandi mannréttindasjónarmið og rétt fólks til að lúta ekki illri meðferð, segir hann. Mér finnst þetta niðurlægjandi, ekki bara fyrir Bandaríkjamenn heldur finnst mér niðurlægjandi að svona stefna skuli yfirleitt finnast meðal siðmenntaðra ríkja í veröldinni.
Innlent Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira