Hvalkjötið selt til manneldis í Japan 23. október 2006 07:15 Hvalskurður Langreyður er mikil skepna eins og sést best þegar hún er skorin. Þeir sem komu að því að skera hvalinn voru greinilega vanir menn. MYND/Vilhelm Hvalur 9 kom til hafnar í Hvalfirði klukkan hálf tíu í gærmorgun með fyrstu langreyðina af þeim níu sem heimild hefur verið gefin til að veiða. Talið er að um þrjú hundruð manns hafi verið komnir að hvalstöðinni til að fylgjast með komu skipsins og verkun hvalsins. Byrjað var að grófskera hann um klukkustund eftir að hann var hífður upp á verkunarplanið en fínvinnsla og frysting hófst í hraðfrystistöð HB Granda á Akranesi þegar líða tók á daginn. Langreyðurin reyndist tuttugu metra löng og þrjátíu og tveimur sentimetrum betur en hún þótti horuð. Hún er talin vera rúm sextíu tonn að þyngd. Það var sannkölluð hátíðastemning við hvalstöðina þegar Hvalur 9 lagði að bryggju. Þeir fjölmörgu sem höfðu lagt leið sína upp í Hvalfjörð klöppuðu lengi og vel fyrir áhöfn skipsins þegar það lagði að bryggju og bros var á hverju andliti. Margir hittu gamla vini og kunningja í fyrsta skipti í langan tíma og það var haft á orði að stemningin væri eins og á ættarmóti. Þó voru einnig margir í hópnum sem voru að upplifa löndun hvals í fyrsta skipti og fannst mikið til koma. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., lét sig ekki vanta og hafði í mörg horn að líta. „Þetta er hátíðisdagur og það er gaman hvað allt hefur gengið vel. Þessi hvalur mætti þó vera feitari en hann er eins og búast mætti við á þessum árstíma.“ Kristján segir að kjötið af hvalnum verði selt á Japansmarkað og japanskur hvalkjötskaupmaður sem var í för með Kristjáni er sagður hafa sleikt út um þegar hvalskurðurinn byrjaði. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með löndun hvalsins. „Þetta er góður dagur og heilmikil stund að sjá fyrsta hvalinn renna hérna upp planið. Maður finnur að tilhlökkun ríkir og þessu verður fagnað víða um land.“ Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Hvalur 9 kom til hafnar í Hvalfirði klukkan hálf tíu í gærmorgun með fyrstu langreyðina af þeim níu sem heimild hefur verið gefin til að veiða. Talið er að um þrjú hundruð manns hafi verið komnir að hvalstöðinni til að fylgjast með komu skipsins og verkun hvalsins. Byrjað var að grófskera hann um klukkustund eftir að hann var hífður upp á verkunarplanið en fínvinnsla og frysting hófst í hraðfrystistöð HB Granda á Akranesi þegar líða tók á daginn. Langreyðurin reyndist tuttugu metra löng og þrjátíu og tveimur sentimetrum betur en hún þótti horuð. Hún er talin vera rúm sextíu tonn að þyngd. Það var sannkölluð hátíðastemning við hvalstöðina þegar Hvalur 9 lagði að bryggju. Þeir fjölmörgu sem höfðu lagt leið sína upp í Hvalfjörð klöppuðu lengi og vel fyrir áhöfn skipsins þegar það lagði að bryggju og bros var á hverju andliti. Margir hittu gamla vini og kunningja í fyrsta skipti í langan tíma og það var haft á orði að stemningin væri eins og á ættarmóti. Þó voru einnig margir í hópnum sem voru að upplifa löndun hvals í fyrsta skipti og fannst mikið til koma. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., lét sig ekki vanta og hafði í mörg horn að líta. „Þetta er hátíðisdagur og það er gaman hvað allt hefur gengið vel. Þessi hvalur mætti þó vera feitari en hann er eins og búast mætti við á þessum árstíma.“ Kristján segir að kjötið af hvalnum verði selt á Japansmarkað og japanskur hvalkjötskaupmaður sem var í för með Kristjáni er sagður hafa sleikt út um þegar hvalskurðurinn byrjaði. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með löndun hvalsins. „Þetta er góður dagur og heilmikil stund að sjá fyrsta hvalinn renna hérna upp planið. Maður finnur að tilhlökkun ríkir og þessu verður fagnað víða um land.“
Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira