Landspítala gert að hagræða enn frekar 22. október 2006 08:45 Fjárveitingar Landspítalans á milli ára á föstu verðlagi ársins 2006 hafa staðið í stað síðan árið 1999. Þetta staðfestir Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans. Á sama tíma hefur þjónusta spítalans aukist jafnt og þétt en á fjárlögum ársins 2007 fara stjórnvöld fram á að spítalinn lækki áætlaðan rekstrarkostnað sinn frá árinu 2006. Ekki er tekið tillit til óhagstæðrar gengisþróunar, áhrifa þenslu á vinnumarkaði og aukinna launatengdra gjalda frá því rekstraráætlun ársins 2006 var gerð. Þegar starfsemistölur Landspítalans frá árinu 2000 til 2005 eru skoðaðar kemur í ljós að dagdeildarkomum á spítalann hefur fjölgað um 11.313 á tímabilinu og göngudeildarkomum um 54.556. Kransæðavíkkunum hefur fjölgað um 226 á sama tímabili og hjartaþræðingum um rúmlega þúsund. Þær voru 699 árið 2000 en 1.707 árið 2005. Aðgerð eins og kransæðavíkkun kostar frá átta til tólfhundruð þúsund krónur eftir því hversu aðgerðin er flókin en hjartaþræðing rúmar 400.000 krónur. Magnús Pétursson segir að samhengi hljóti að þurfa að vera á milli íbúafjölgunar og meiri þjónustu sem ætlast er til að spítalinn veiti og þeirra fjármuna sem settir eru í starfsemina. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skera niður kostnað við starfsemina á sama tíma og þjónustan eykst jafnt og þétt. Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga, segir að mögulegt hafi verið að auka þjónustu spítalans á þessu tímabili vegna samlegðaráhrifa af sameiningu Landspítalans og Borgarspítalans. Við fækkuðum stjórnendum þegar við sameinuðum deildir, fækkuðum vöktum og fleira sem gerði okkur þetta kleift. Nú má segja að samlegðaráhrifin séu fullnýtt því sameiningin er búin. Anna segir að næsta stóra tækifæri til hagræðingar verði þegar nýtt háskólasjúkrahús verður tekið í notkun. Það verður mikil hagræðing af því að sameina bráðamóttökurnar og skurðstofurnar en það verður auðvitað ekki strax. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri tækni og eigna, segir byggingu svokallaðs bráðakjarna nýs háskólasjúkrahúss hefjast að öllum líkindum 2009 og taka um þrjú ár. Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Fjárveitingar Landspítalans á milli ára á föstu verðlagi ársins 2006 hafa staðið í stað síðan árið 1999. Þetta staðfestir Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans. Á sama tíma hefur þjónusta spítalans aukist jafnt og þétt en á fjárlögum ársins 2007 fara stjórnvöld fram á að spítalinn lækki áætlaðan rekstrarkostnað sinn frá árinu 2006. Ekki er tekið tillit til óhagstæðrar gengisþróunar, áhrifa þenslu á vinnumarkaði og aukinna launatengdra gjalda frá því rekstraráætlun ársins 2006 var gerð. Þegar starfsemistölur Landspítalans frá árinu 2000 til 2005 eru skoðaðar kemur í ljós að dagdeildarkomum á spítalann hefur fjölgað um 11.313 á tímabilinu og göngudeildarkomum um 54.556. Kransæðavíkkunum hefur fjölgað um 226 á sama tímabili og hjartaþræðingum um rúmlega þúsund. Þær voru 699 árið 2000 en 1.707 árið 2005. Aðgerð eins og kransæðavíkkun kostar frá átta til tólfhundruð þúsund krónur eftir því hversu aðgerðin er flókin en hjartaþræðing rúmar 400.000 krónur. Magnús Pétursson segir að samhengi hljóti að þurfa að vera á milli íbúafjölgunar og meiri þjónustu sem ætlast er til að spítalinn veiti og þeirra fjármuna sem settir eru í starfsemina. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skera niður kostnað við starfsemina á sama tíma og þjónustan eykst jafnt og þétt. Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga, segir að mögulegt hafi verið að auka þjónustu spítalans á þessu tímabili vegna samlegðaráhrifa af sameiningu Landspítalans og Borgarspítalans. Við fækkuðum stjórnendum þegar við sameinuðum deildir, fækkuðum vöktum og fleira sem gerði okkur þetta kleift. Nú má segja að samlegðaráhrifin séu fullnýtt því sameiningin er búin. Anna segir að næsta stóra tækifæri til hagræðingar verði þegar nýtt háskólasjúkrahús verður tekið í notkun. Það verður mikil hagræðing af því að sameina bráðamóttökurnar og skurðstofurnar en það verður auðvitað ekki strax. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri tækni og eigna, segir byggingu svokallaðs bráðakjarna nýs háskólasjúkrahúss hefjast að öllum líkindum 2009 og taka um þrjú ár.
Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira