Full afköst nást árið 2008 22. október 2006 08:00 Á hnappnum Geir H. Haarde forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og Guðmundur Þóroddsson forstjóri voru samhentir þegar vélarnar voru ræstar. MYND/Stefán Hellisheiðarvirkjun, ný jarðvarmavirkjun Orkuveitu Reykjavíkur, var formlega gangsett í gær. Geir H. Haarde forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, Masafumir Wani frá Mitshubishi-verksmiðjunum og Guðmundur Þóroddsson forstjóri fluttu ávörp í tilefni dagsins að viðstöddu fjölmenni. Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun hafa gengið að óskum og tvær 45 megavatta aflvélar hafa verið keyrðar í tilraunaskyni undanfarnar vikur. 33 megavatta lágþrýstivél verður gangsett á næsta ári og fjórða og fimmta vélasamstæðan ári síðar. Framleiðsla á heitu vatni hefst árið 2009 og er virkjuninni ætlað að anna eftirspurn eftir heitu vatni til ársins 2025. Áætlað er að byggja rafstöð sem framleiðir 270–300 MWe af rafmagni og varmastöð sem afkastar allt að 400 MWth, með sama sniði og gufuaflsvirkjun fyrirtækisins á Nesjavöllum. Skipulag stöðvarhússins er þannig úr garði gert að í miðbyggingu er allt sem er sameiginlegt fyrir allt orkuverið, en hver framleiðslueining verður í sjálfstæðum einingum út frá miðbyggingunni. Vélasalir rafmagnsframleiðslu ganga til suðurs frá miðbyggingunni en varmastöðin til norðurs. Í tengslum við nýtingu jarðvarmans á Hengilssvæðinu hefur Orkuveita Reykjavíkur staðið fyrir umfangsmikilli göngu- og reiðstígagerð á svæðinu. Þá hefur svæðið verið merkt til glöggvunar fyrir ferðafólk og gefin út kort af því. Loks hefur verið auglýst samkeppni um gerð nýs útilistaverks við stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar. Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira
Hellisheiðarvirkjun, ný jarðvarmavirkjun Orkuveitu Reykjavíkur, var formlega gangsett í gær. Geir H. Haarde forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, Masafumir Wani frá Mitshubishi-verksmiðjunum og Guðmundur Þóroddsson forstjóri fluttu ávörp í tilefni dagsins að viðstöddu fjölmenni. Framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun hafa gengið að óskum og tvær 45 megavatta aflvélar hafa verið keyrðar í tilraunaskyni undanfarnar vikur. 33 megavatta lágþrýstivél verður gangsett á næsta ári og fjórða og fimmta vélasamstæðan ári síðar. Framleiðsla á heitu vatni hefst árið 2009 og er virkjuninni ætlað að anna eftirspurn eftir heitu vatni til ársins 2025. Áætlað er að byggja rafstöð sem framleiðir 270–300 MWe af rafmagni og varmastöð sem afkastar allt að 400 MWth, með sama sniði og gufuaflsvirkjun fyrirtækisins á Nesjavöllum. Skipulag stöðvarhússins er þannig úr garði gert að í miðbyggingu er allt sem er sameiginlegt fyrir allt orkuverið, en hver framleiðslueining verður í sjálfstæðum einingum út frá miðbyggingunni. Vélasalir rafmagnsframleiðslu ganga til suðurs frá miðbyggingunni en varmastöðin til norðurs. Í tengslum við nýtingu jarðvarmans á Hengilssvæðinu hefur Orkuveita Reykjavíkur staðið fyrir umfangsmikilli göngu- og reiðstígagerð á svæðinu. Þá hefur svæðið verið merkt til glöggvunar fyrir ferðafólk og gefin út kort af því. Loks hefur verið auglýst samkeppni um gerð nýs útilistaverks við stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar.
Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira