Námsgagnastofnun hindrar samkeppni 21. október 2006 08:45 Námsmeyjar lesa námsbækur Samkeppnishindranir á markaðnum má að miklu leyti rekja til lagaumhverfisins að mati Samkeppniseftirlitsins. Lög um Námsgagnastofnun tóku gildi nokkru fyrir gildistöku samkeppnislaga.fréttablaðið/þök Samkeppniseftirlitið mælist til að Námsgagnastofnun skilji á milli lögbundins rekstrar við að sjá grunnskólum fyrir náms- og kennslugögnum og sölu á útgefnu efni í samkeppni við einkaaðila. Sjálfstæðir útgefendur námsefnis hafa kvartað til samkeppnisyfirvalda yfir að starfshættir og lagaumhverfi Námsgagnastofnunar séu samkeppnishindrandi að því er kemur fram í álitinu. Stofnunin standi í vegi fyrir því að grunnskólar geti nýtt sér efni sem samið er og gefið út af öðrum en þeim. Með kvótakerfi sem stofnunin breyti fyrirvaralaust og að eigin geðþótta sé sjálfstætt starfandi höfundum og útgefendum kennsluefnis gert illmögulegt að koma efni sínu á framfæri við grunnskólanna. Eiríkur Grímsson, skrifstofustjóri Námsgagnastofnunar, er ósáttur við orðalag Samkeppniseftirlitsins. „Stofnunin nýtir ákveðinn hluta af fjárveitingu sinni til að kaupa efni frá öðrum útgefendum sem skólarnir geta síðan sótt í og ákveður stjórn stofnunarinnar hvað þessi kvóti er stór.“ Eiríkur segir að ákveðið hafi verið að fella niður sérkvóta af yngri barna stiginu fyrir nokkrum árum. „Stofnunin bjó við þröngan fjárhag og þörfin metin mest á efri stigum skólakerfisins.“ Ákvörðunin var einnig tekin með hliðsjón af eftirspurn skólanna eftir efninu að sögn Eiríks. „Þannig er villandi og mjög óheppilegt að tala um geðþóttaákvarðanir.“ Guðmundur Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir rekstur einkaaðila hafa einkennst af óöryggi og tortryggni. „Skólastjórnendur þurfa að snúa sér til Námsgagnastofnunar til að fá efni og undir hælinn lagt frá hverjum vörum eru keyptar hverju sinni úr þessum sérkvóta.“ Guðmundur segir að fyrst og fremst sé verið að gera athugasemdir við lagarammann og hvernig ákvarðanir hafa verið teknar um nýtingu sérkvóta. Útgefendur námsefnis kvörtuðu einnig yfir því að Námsgagnastofnun hefði sitt kennsluefni til sölu á almennum markaði á verði sem sé ekki unnt að keppa við að því er segir í áliti Samkeppniseftirlitsins. Eiríkur segir það skýrast af þeirri stærðarhagkvæmni sem Námsgagnastofnun njóti og skili sér í lægra verði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kveðst ekki ósátt við þennan úrskurð Samkeppniseftirlitsins sem sé í samhljómi við hennar áherslur. „Það er ljóst að auka þarf frelsi varðandi útgáfu námsgagna og aðgengi annarra að þessu.“ Frumvarps um námsgögn er að vænta í næsta mánuði að sögn Þorgerðar Katrínar. „Það er nefnd að störfum sem tekur á því sem Samkeppniseftirlitið talar um, eins og með sérkvótann. Ég mun beina því til nefndarinnar að fara yfir þennan úrskurð.“ Innlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Samkeppniseftirlitið mælist til að Námsgagnastofnun skilji á milli lögbundins rekstrar við að sjá grunnskólum fyrir náms- og kennslugögnum og sölu á útgefnu efni í samkeppni við einkaaðila. Sjálfstæðir útgefendur námsefnis hafa kvartað til samkeppnisyfirvalda yfir að starfshættir og lagaumhverfi Námsgagnastofnunar séu samkeppnishindrandi að því er kemur fram í álitinu. Stofnunin standi í vegi fyrir því að grunnskólar geti nýtt sér efni sem samið er og gefið út af öðrum en þeim. Með kvótakerfi sem stofnunin breyti fyrirvaralaust og að eigin geðþótta sé sjálfstætt starfandi höfundum og útgefendum kennsluefnis gert illmögulegt að koma efni sínu á framfæri við grunnskólanna. Eiríkur Grímsson, skrifstofustjóri Námsgagnastofnunar, er ósáttur við orðalag Samkeppniseftirlitsins. „Stofnunin nýtir ákveðinn hluta af fjárveitingu sinni til að kaupa efni frá öðrum útgefendum sem skólarnir geta síðan sótt í og ákveður stjórn stofnunarinnar hvað þessi kvóti er stór.“ Eiríkur segir að ákveðið hafi verið að fella niður sérkvóta af yngri barna stiginu fyrir nokkrum árum. „Stofnunin bjó við þröngan fjárhag og þörfin metin mest á efri stigum skólakerfisins.“ Ákvörðunin var einnig tekin með hliðsjón af eftirspurn skólanna eftir efninu að sögn Eiríks. „Þannig er villandi og mjög óheppilegt að tala um geðþóttaákvarðanir.“ Guðmundur Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir rekstur einkaaðila hafa einkennst af óöryggi og tortryggni. „Skólastjórnendur þurfa að snúa sér til Námsgagnastofnunar til að fá efni og undir hælinn lagt frá hverjum vörum eru keyptar hverju sinni úr þessum sérkvóta.“ Guðmundur segir að fyrst og fremst sé verið að gera athugasemdir við lagarammann og hvernig ákvarðanir hafa verið teknar um nýtingu sérkvóta. Útgefendur námsefnis kvörtuðu einnig yfir því að Námsgagnastofnun hefði sitt kennsluefni til sölu á almennum markaði á verði sem sé ekki unnt að keppa við að því er segir í áliti Samkeppniseftirlitsins. Eiríkur segir það skýrast af þeirri stærðarhagkvæmni sem Námsgagnastofnun njóti og skili sér í lægra verði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kveðst ekki ósátt við þennan úrskurð Samkeppniseftirlitsins sem sé í samhljómi við hennar áherslur. „Það er ljóst að auka þarf frelsi varðandi útgáfu námsgagna og aðgengi annarra að þessu.“ Frumvarps um námsgögn er að vænta í næsta mánuði að sögn Þorgerðar Katrínar. „Það er nefnd að störfum sem tekur á því sem Samkeppniseftirlitið talar um, eins og með sérkvótann. Ég mun beina því til nefndarinnar að fara yfir þennan úrskurð.“
Innlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira