Bretar með hótanir vegna hvalveiðanna 21. október 2006 08:00 Hvalur 9 Hvalskipið hefur nú verið á miðunum í fjóra sólarhringa án þess að setja í hval. Sjávarútvegsráðherra segir kollega sinn hafa í illa dulbúnum hótunum við Íslendinga vegna veiðanna. MYND/GVA Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að erfitt sé annað en að skilja orð Bens Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Breta, í fjölmiðlum undanfarið en sem dulbúna hótun. Bradshaw sagði Íslendinga barnalega ef þeir ímynduðu sér að ákvörðun um að hefja atvinnuhvalveiðar myndi ekki hafa áhrif á tvíhliða samskipti þjóðanna. Einar spyr sig hvort Bradshaw hafi haft uppi svipuð mótmæli við hvalveiðiþjóðirnar Japan, Bandaríkin, Noreg og Rússland. „Ég trúi ekki öðru en hann hafi verið samkvæmur sjálfum sér og hafi haft uppi svipuð varnaðarorð um áhrif hvalveiða þessara þjóða á tvíhliðasamskipti við Breta,“ segir sjávarútvegsráðherra. Aðspurður segist Einar ekki geta gert sér það í hugarlund hvernig þetta myndi hafa áhrif á samskipti þjóðanna. „Ég veit það ekki og vil ekki vera með neinar getgátur í þeim efnum.“ Hitt segist Einar hafa vitað lengi að Ben Bradshaw sé eindregið á móti hvalveiðum. „Breski sendiherrann túlkaði það þannig að breska ríkisstjórnin væri á móti hvalveiðum af öllu tagi og á þá greinilega við að Bretar séu ekki fylgjandi sjálfbærri auðlindanýtingu. Það er heilmikil yfirlýsing í sjálfu sér og hlýtur að stugga við raunverulegum náttúruverndarsinnum í heiminum.“ Bradshaw hefur í orðræðu sinni um atvinnuhvalveiðar Íslendinga á síðustu dögum kosið að nýta ekki upplýsingar vísindamanna um stofnstærð hvala við Íslandsstrendur; upplýsingar sem Atlantshafssjávarspendýraráðið (NAMMCO) og vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa staðfest að séu réttar. Þetta segir Einar vera mjög eftirtektarvert. „Það liggur fyrir vísindalegt mat þeirra sem best til þekkja og ljóst að ef breski ráðherrann kýs að virða þessar upplýsingar að vettugi og tala út frá öðru sem ekki eru vísindalegar staðreyndir þá er ekki að furða að hann hafi lent inn á þær villugötur sem raun ber vitni.“ Einar telur að það sama megi segja um mótmæli Evrópusambandsins sem í gær fordæmdu hvalveiðar Íslendinga. „Það getur ekki verið að svo virðuleg stofnun byggi á bestu fáanlegu vísindalegri þekkingu um hvalveiðar fyrst hún ályktar með þeim hætti sem hún gerir. Mér finnst viðbrögð Bandaríkjanna hins vegar hófstillt á margan hátt.“ Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að erfitt sé annað en að skilja orð Bens Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Breta, í fjölmiðlum undanfarið en sem dulbúna hótun. Bradshaw sagði Íslendinga barnalega ef þeir ímynduðu sér að ákvörðun um að hefja atvinnuhvalveiðar myndi ekki hafa áhrif á tvíhliða samskipti þjóðanna. Einar spyr sig hvort Bradshaw hafi haft uppi svipuð mótmæli við hvalveiðiþjóðirnar Japan, Bandaríkin, Noreg og Rússland. „Ég trúi ekki öðru en hann hafi verið samkvæmur sjálfum sér og hafi haft uppi svipuð varnaðarorð um áhrif hvalveiða þessara þjóða á tvíhliðasamskipti við Breta,“ segir sjávarútvegsráðherra. Aðspurður segist Einar ekki geta gert sér það í hugarlund hvernig þetta myndi hafa áhrif á samskipti þjóðanna. „Ég veit það ekki og vil ekki vera með neinar getgátur í þeim efnum.“ Hitt segist Einar hafa vitað lengi að Ben Bradshaw sé eindregið á móti hvalveiðum. „Breski sendiherrann túlkaði það þannig að breska ríkisstjórnin væri á móti hvalveiðum af öllu tagi og á þá greinilega við að Bretar séu ekki fylgjandi sjálfbærri auðlindanýtingu. Það er heilmikil yfirlýsing í sjálfu sér og hlýtur að stugga við raunverulegum náttúruverndarsinnum í heiminum.“ Bradshaw hefur í orðræðu sinni um atvinnuhvalveiðar Íslendinga á síðustu dögum kosið að nýta ekki upplýsingar vísindamanna um stofnstærð hvala við Íslandsstrendur; upplýsingar sem Atlantshafssjávarspendýraráðið (NAMMCO) og vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa staðfest að séu réttar. Þetta segir Einar vera mjög eftirtektarvert. „Það liggur fyrir vísindalegt mat þeirra sem best til þekkja og ljóst að ef breski ráðherrann kýs að virða þessar upplýsingar að vettugi og tala út frá öðru sem ekki eru vísindalegar staðreyndir þá er ekki að furða að hann hafi lent inn á þær villugötur sem raun ber vitni.“ Einar telur að það sama megi segja um mótmæli Evrópusambandsins sem í gær fordæmdu hvalveiðar Íslendinga. „Það getur ekki verið að svo virðuleg stofnun byggi á bestu fáanlegu vísindalegri þekkingu um hvalveiðar fyrst hún ályktar með þeim hætti sem hún gerir. Mér finnst viðbrögð Bandaríkjanna hins vegar hófstillt á margan hátt.“
Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira