Afköst Landspítalans meiri en fjárframlög standa í stað 21. október 2006 07:00 Samanburður á fjárveitingum ríkisins til Landspítalans milli ára á föstu verðlagi 2006 sýnir að rekstrarkostnaður spítalans hefur staðið í stað síðan 1999. Spítalanum er ætlað 3,1 prósentustigi minna fé til rekstursins á næsta ári samanborið við árið 1999. Á sama tíma hefur þjónusta spítalans aukist margfalt. Þetta er niðurstaðan þegar kostnaður við S-merkt lyf, sem voru fyrir árið 2001 greidd af Tryggingastofnun, og stofnkostnaður við Barnaspítalann, er dreginn frá öðrum rekstrargjöldum spítalans. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, staðfestir þetta og segir spítalann í raun vera rekinn á sömu raunkrónutölunni síðustu fimm til sex ár. Hann segir að ríkisendurskoðun hafi bent á þetta í endurskoðun sinni fram til ársins 2005. „Í þessu samhengi er vert að athuga hvað við höfum verið að gera. Þar höfum við mikla fjölgun aðgerða eins og hjartaþræðinga, kransæðavíkkana, mikla fjölgun í komum á dag- og göngudeildir og fleira. Ábatinn birtist ekki í lækkun raunkostnaðarins heldur í meiri þjónustu við skjólstæðinga okkar. Árangurinn er því mjög góður að mínu mati." Magnús segir að kannski sé þetta einfölduð mynd en raunveruleikinn engu að síður. Ef litið er til fjárlaga ársins 2007, þar sem stjórnvöld fara fram á að spítalinn lækki áætlaðan rekstrarkostnað sinn frá árinu 2006, er ekki tekið tillit til óhagstæðrar gengisþróunar, áhrifa þenslu á vinnumarkaði og aukinna launatengdra gjalda frá því rekstursáætlun ársins 2006 var gerð. „Ef stjórnvöld ætla að bæta hallann sem er á rekstrinum í ár þá er rökrétt að þau hækki fjárframlög til næsta árs um samsvarandi upphæð. Ef litið er til raunkrónutölunnar á þessu ári hefðu framlögin þurft að vera töluvert hærri á næsta ári." Magnús segir að aðferðin við áætlanagerð hafi verið sú að lækka framlög til spítalans með ósk um hagræðingu í rekstri á móti. „Það höfum við reynt að gera og ég gagnrýni það ekki. Ég segi samt á móti að líta verður á þjónustuna sem alltaf er að aukast." Magnús bendir jafnframt á að samhengi þurfi að vera á milli íbúafjölgunar og meiri þjónustu sem ætlast er til að spítalinn veiti og þeirra fjármuna sem settir eru í starfsemina. „Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skera niður kostnað við starfsemina á sama tíma og hún eykst jafnt og þétt." Innlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Samanburður á fjárveitingum ríkisins til Landspítalans milli ára á föstu verðlagi 2006 sýnir að rekstrarkostnaður spítalans hefur staðið í stað síðan 1999. Spítalanum er ætlað 3,1 prósentustigi minna fé til rekstursins á næsta ári samanborið við árið 1999. Á sama tíma hefur þjónusta spítalans aukist margfalt. Þetta er niðurstaðan þegar kostnaður við S-merkt lyf, sem voru fyrir árið 2001 greidd af Tryggingastofnun, og stofnkostnaður við Barnaspítalann, er dreginn frá öðrum rekstrargjöldum spítalans. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, staðfestir þetta og segir spítalann í raun vera rekinn á sömu raunkrónutölunni síðustu fimm til sex ár. Hann segir að ríkisendurskoðun hafi bent á þetta í endurskoðun sinni fram til ársins 2005. „Í þessu samhengi er vert að athuga hvað við höfum verið að gera. Þar höfum við mikla fjölgun aðgerða eins og hjartaþræðinga, kransæðavíkkana, mikla fjölgun í komum á dag- og göngudeildir og fleira. Ábatinn birtist ekki í lækkun raunkostnaðarins heldur í meiri þjónustu við skjólstæðinga okkar. Árangurinn er því mjög góður að mínu mati." Magnús segir að kannski sé þetta einfölduð mynd en raunveruleikinn engu að síður. Ef litið er til fjárlaga ársins 2007, þar sem stjórnvöld fara fram á að spítalinn lækki áætlaðan rekstrarkostnað sinn frá árinu 2006, er ekki tekið tillit til óhagstæðrar gengisþróunar, áhrifa þenslu á vinnumarkaði og aukinna launatengdra gjalda frá því rekstursáætlun ársins 2006 var gerð. „Ef stjórnvöld ætla að bæta hallann sem er á rekstrinum í ár þá er rökrétt að þau hækki fjárframlög til næsta árs um samsvarandi upphæð. Ef litið er til raunkrónutölunnar á þessu ári hefðu framlögin þurft að vera töluvert hærri á næsta ári." Magnús segir að aðferðin við áætlanagerð hafi verið sú að lækka framlög til spítalans með ósk um hagræðingu í rekstri á móti. „Það höfum við reynt að gera og ég gagnrýni það ekki. Ég segi samt á móti að líta verður á þjónustuna sem alltaf er að aukast." Magnús bendir jafnframt á að samhengi þurfi að vera á milli íbúafjölgunar og meiri þjónustu sem ætlast er til að spítalinn veiti og þeirra fjármuna sem settir eru í starfsemina. „Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að skera niður kostnað við starfsemina á sama tíma og hún eykst jafnt og þétt."
Innlent Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira