Tónlist

Annar Kristall

Afmælisár Mozarts Í ár eru liðin 250 ár frá fæðingu tónskáldsins en menningar­unnendur geta hlýtt á tónsmíðar hans í dag og kynnst lífshlaupi hans á sviði Borgarleikhússins í kvöld.
Afmælisár Mozarts Í ár eru liðin 250 ár frá fæðingu tónskáldsins en menningar­unnendur geta hlýtt á tónsmíðar hans í dag og kynnst lífshlaupi hans á sviði Borgarleikhússins í kvöld.

Aðrir kammertónleikar félaga í Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem kenndir eru við Kristal, fara fram í Listasafni Íslands síðdegis í dag. Á efnisskránni eru verk sem öll eru samin í hefð Vínarklassíkurinnar en þar má finna tónsmíðar eftir Johann Matthias Sperger, Mozart, og Franz Danzi.

Á þessum tónleikum verður sérstök áhersla lögð á tónsmíðar þar sem bassahljóðfærið víolóne nýtur sín. Hljóðfærið er náskylt kontrabassanum en frábrugðið hvað varðar strengjafjölda og stillingar og naut mikillar hylli meðal tónskálda á tímum Vínar­klassíkurinnar.

Flytjendur eru Brjánn Ingason, Emil Friðfinnsson, Hildigunnur Halldórsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Martin Frewer, Svava Bernharðsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir og Dean Ferrel.

Tónleikar hefjast kl 17.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×