Próflaus ökumaður á stolnum bíl keyrði út af í Borgarfirði í gær. Bílveltan varð við Dalsmynni í Norðurárdal síðdegis í gærdag.
Grunur leikur á að bílstjórinn, sem var 16 ára stúlka, hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Einn farþegi var í bílnum og reyndist hann með útrunnið ökuskírteini.
Við leit í bílnum fundust hnífar og kylfur og var ökumaðurinn handtekinn.
Samkvæmt upplýsingum vakthafandi lögreglumanns var bíllinn töluvert skemmdur en engin slys urðu á fólki.