Launamunur milli kynjanna 16 prósent 20. október 2006 06:45 kvennafrídagurinn í fyrra Rannsóknin er eitt af verkefnum félagsmálaráðuneytisins sem talað er um í þingsályktun ríkisstjórnarinnar um jafnréttismál árin 2004 til 2008. Óútskýrður kynbundinn launamunur er nánast hinn sami nú og fyrir tólf árum, eða tæp sextán prósent, þegar tekið hefur verið tillit til starfsstéttar, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma. Þetta kemur fram í niðurstöðum viðamikillar rannsóknar á launamyndun og kynbundnum launamun á Íslandi sem Capacent-rannsóknir gerðu fyrir félagsmálaráðuneytið og kynnt var í gær. Sambærileg rannsókn frá árinu 1994 var notuð til samanburðar. Fram kemur að vinnutími karla og kvenna í fullu starfi hefur styst, konum í fullu starfi hefur fjölgað og viðhorf þeirra til starfs hafa breyst nokkuð. Hefði þetta að öllum líkindum átt að verða til þess að draga úr launamun karla og kvenna sem hefur þó ekki gerst. Heildarlaun karla í fullu starfi samkvæmt rannsókninni nú eru að jafnaði rúmlega 481 þúsund krónur meðan konur voru með rúmar 325 þúsund krónur eða sem samsvarar 67,6 prósentum af launum karlanna. Nú eru fleiri konur í hópi stjórnenda sem fá aukagreiðslur í formi óunninnar yfirvinnu og/eða bílastyrks. Ástæðan er talin sú að karlmenn eru nú mun frekar komnir með fastlaunasamninga þar sem þeir eru með ákveðna upphæð fyrir sína vinnu, burtséð frá lengd vinnutíma. Af þeim sem eru með fastlaunasamninga eru konur með nítján prósent lægri laun heldur en karlmenn. En þar sem ekki er um slíka samninga að ræða er launamunurinn þrettán prósent. Það gefur vísbendingu um að í fastlaunasamningum sé búið að festa kynbundinn launamun. Um það bil helmingur karlmanna er með fastlaunasamning en um átján prósent kvenna. Munur á viðhorfi stjórnenda kom fram í niðurstöðum rannsóknarinnar og kváðust konur nú finna fyrir mun meiri hvatningu frá yfirmönnum sínum miðað við rannsóknina frá árinu 1994. Margir stjórnendur töluðu um kynslóðabreytingu meðal kvenna þar sem yngri konur hefðu allt önnur viðhorf en þær eldri. Mætti segja að þær hefðu tileinkað sér karllægari gildi og væru óhræddar við að gera kröfur. Kom þetta fram hjá stjórnendum bæði opinberra stofnana og einkafyrirtækja. Innlent Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Óútskýrður kynbundinn launamunur er nánast hinn sami nú og fyrir tólf árum, eða tæp sextán prósent, þegar tekið hefur verið tillit til starfsstéttar, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma. Þetta kemur fram í niðurstöðum viðamikillar rannsóknar á launamyndun og kynbundnum launamun á Íslandi sem Capacent-rannsóknir gerðu fyrir félagsmálaráðuneytið og kynnt var í gær. Sambærileg rannsókn frá árinu 1994 var notuð til samanburðar. Fram kemur að vinnutími karla og kvenna í fullu starfi hefur styst, konum í fullu starfi hefur fjölgað og viðhorf þeirra til starfs hafa breyst nokkuð. Hefði þetta að öllum líkindum átt að verða til þess að draga úr launamun karla og kvenna sem hefur þó ekki gerst. Heildarlaun karla í fullu starfi samkvæmt rannsókninni nú eru að jafnaði rúmlega 481 þúsund krónur meðan konur voru með rúmar 325 þúsund krónur eða sem samsvarar 67,6 prósentum af launum karlanna. Nú eru fleiri konur í hópi stjórnenda sem fá aukagreiðslur í formi óunninnar yfirvinnu og/eða bílastyrks. Ástæðan er talin sú að karlmenn eru nú mun frekar komnir með fastlaunasamninga þar sem þeir eru með ákveðna upphæð fyrir sína vinnu, burtséð frá lengd vinnutíma. Af þeim sem eru með fastlaunasamninga eru konur með nítján prósent lægri laun heldur en karlmenn. En þar sem ekki er um slíka samninga að ræða er launamunurinn þrettán prósent. Það gefur vísbendingu um að í fastlaunasamningum sé búið að festa kynbundinn launamun. Um það bil helmingur karlmanna er með fastlaunasamning en um átján prósent kvenna. Munur á viðhorfi stjórnenda kom fram í niðurstöðum rannsóknarinnar og kváðust konur nú finna fyrir mun meiri hvatningu frá yfirmönnum sínum miðað við rannsóknina frá árinu 1994. Margir stjórnendur töluðu um kynslóðabreytingu meðal kvenna þar sem yngri konur hefðu allt önnur viðhorf en þær eldri. Mætti segja að þær hefðu tileinkað sér karllægari gildi og væru óhræddar við að gera kröfur. Kom þetta fram hjá stjórnendum bæði opinberra stofnana og einkafyrirtækja.
Innlent Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira