Núverandi ríkisstjórn hefur ekkert að fela 18. október 2006 07:00 Geir H. Haarde forsætisráðherra telur ekki ástæðu til að ríkisstjórnin aðhafist frekar í hleranamálum. Hann vonar að þeir sem hlut eiga að máli hjálpi til við að upplýsa það. MYND/GVA Geir H. Haarde forsætisráðherra vill að allt sem snertir hleranamál, hvort heldur á dögum kalda stríðsins eða síðar, verði dregið fram í dagsljósið. Það er ekkert að fela og allra síst hefur ríkisstjórnin núverandi eitthvað að fela, sagði Geir í gær. Ríkissaksóknari hefur falið sýslumanninum á Akranesi að rannsaka ætlaðar hleranir á símum utanríkisráðuneytisins á árunum kringum 1993 og sérstök sérfræðinganefnd, skipuð af forsætisráðherra, vinnur að mótun reglna um aðgang fræðimanna að gögnum um hleranir á árunum 1945-1991. Þetta telur Geir nóg að gert að svo stöddu og segir ríkisstjórnina ekki munu aðhafast frekar í málinu. Ekki að svo komnu máli. Ég tel að það sé óþarft úr því að ríkissaksóknari tók þá ákvörðun sem hann tók og nú verður maður bara að vona að allir þeir sem komið hafa fram með ásakanir eða telja sig hafa upplýsingar um þessa þætti sýni samstarfsvilja og hjálpi þeim sem eru að rannsaka máið að upplýsa það. Geir segir eðlilegt að ef fram koma sakir um hugsanlegt refsivert athæfi taki ríkissaksóknari það til athugunar enda sé það hlutverk hans. Síðan verður bara að koma í ljós hvað út úr þeirri rannsókn kemur. Geir segir ennfremur ekki hægt að gagnrýna saksóknara fyrir að sinna skyldum sínum með þessum hætti. Að mati Geirs hefur málum er varða hleranir; annars vegar á tímum kalda stríðsins og hins vegar eftir það verið blandað saman. Málin séu nú hvort með sínum hætti til athugunar. Jafnvel sé rætt um að koma á fót sérstakri deild í Þjóðskjalasafninu með gögnum kaldastríðsáranna. Aðalatriðið er að opna þessi skjöl og fá allt upp á yfirborðið varðandi þetta tímabil. Geir gefur lítið út á efasemdir um að heppilegt sé að lögreglumenn rannsaki mál er hugsanlega varða gjörðir annarra lögreglumanna og segir langsótt að lögreglan á Akranesi hafi átt einhverja aðild að málinu. Og í framhaldi af hugmyndum um að þingskipuð nefnd rannsaki hleranir spyr hann hvort betra sé að pólitíkusar rannsaki pólitíkusa heldur en að lögreglan rannsaki lögregluna. Spurður um vangaveltur um hvort starfssvið sérfræðinganefndarinnar sé of þröngt svarar Geir því til að komi það á daginn verði það athugað. Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra vill að allt sem snertir hleranamál, hvort heldur á dögum kalda stríðsins eða síðar, verði dregið fram í dagsljósið. Það er ekkert að fela og allra síst hefur ríkisstjórnin núverandi eitthvað að fela, sagði Geir í gær. Ríkissaksóknari hefur falið sýslumanninum á Akranesi að rannsaka ætlaðar hleranir á símum utanríkisráðuneytisins á árunum kringum 1993 og sérstök sérfræðinganefnd, skipuð af forsætisráðherra, vinnur að mótun reglna um aðgang fræðimanna að gögnum um hleranir á árunum 1945-1991. Þetta telur Geir nóg að gert að svo stöddu og segir ríkisstjórnina ekki munu aðhafast frekar í málinu. Ekki að svo komnu máli. Ég tel að það sé óþarft úr því að ríkissaksóknari tók þá ákvörðun sem hann tók og nú verður maður bara að vona að allir þeir sem komið hafa fram með ásakanir eða telja sig hafa upplýsingar um þessa þætti sýni samstarfsvilja og hjálpi þeim sem eru að rannsaka máið að upplýsa það. Geir segir eðlilegt að ef fram koma sakir um hugsanlegt refsivert athæfi taki ríkissaksóknari það til athugunar enda sé það hlutverk hans. Síðan verður bara að koma í ljós hvað út úr þeirri rannsókn kemur. Geir segir ennfremur ekki hægt að gagnrýna saksóknara fyrir að sinna skyldum sínum með þessum hætti. Að mati Geirs hefur málum er varða hleranir; annars vegar á tímum kalda stríðsins og hins vegar eftir það verið blandað saman. Málin séu nú hvort með sínum hætti til athugunar. Jafnvel sé rætt um að koma á fót sérstakri deild í Þjóðskjalasafninu með gögnum kaldastríðsáranna. Aðalatriðið er að opna þessi skjöl og fá allt upp á yfirborðið varðandi þetta tímabil. Geir gefur lítið út á efasemdir um að heppilegt sé að lögreglumenn rannsaki mál er hugsanlega varða gjörðir annarra lögreglumanna og segir langsótt að lögreglan á Akranesi hafi átt einhverja aðild að málinu. Og í framhaldi af hugmyndum um að þingskipuð nefnd rannsaki hleranir spyr hann hvort betra sé að pólitíkusar rannsaki pólitíkusa heldur en að lögreglan rannsaki lögregluna. Spurður um vangaveltur um hvort starfssvið sérfræðinganefndarinnar sé of þröngt svarar Geir því til að komi það á daginn verði það athugað.
Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira