Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var viðstaddur opnun nýrra höfuðstöðva Baugs í London í gær og flutti ávarp við athöfnina.
Höfuðstöðvarnar verða miðstöð allrar starfsemi fyrirtækisins á Bretlandseyjum. Meðal helstu fjárfestinga Baugs Group í Bretlandi eru félögin Iceland, verslanakeðjan og heildverslunin Booker, Mosaic Fashions Ltd., sem eiga og reka Karen Millen, Oasis, Whistles og Coast kventískuvöruverslanir, matvælafyrirtækið Woodward, Goldsmiths skartgripakeðjan og Hamleys leikfangaverslanir svo eitthvað sé nefnt.