Ókeypis skólamáltíðir kosta nærri hálfan milljarð í viðbót 18. október 2006 07:30 Í Fossvogsskóla Krakkarnir í Fossvogsskóla voru ánægð með lambakjötið í hádeginu í gær. Maturinn kostar 5.000 krónur á hvert barn fyrir októbermánuð. MYND/Pjetur Ef grunnskólabörnum í Reykjavík yrði boðið upp á fríar máltíðir í skólanum myndi það auka útgjöld borgarinnar um nærri hálfan milljarð króna. Menntaráð Reykjavíkur ræddi á mánudag tillögu vinstri grænna um að frá og með haustinu 2007 yrði hætt að taka gjald af grunnskólanemendum fyrir hádegismat og vegna dvalar á frístundaheimilum eftir að venjulegum skólatíma lýkur. Július Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, og aðrir fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ráðinu upplýstu að kostnaður borgarinnar myndi aukast um ofangreindan hálfan milljarð við frían hádegismat. Afgreiðslu tillögu vinstri grænna var frestað en meirihlutinn í menntaráði sagði tillöguna gefa tilefni til að fara yfir og tryggja að engin börn þyrftu að sleppa skólamáltíðum af fjárhagslegum ástæðum. Bent var á að þjónustumiðstöðvar byðu félagsleg úrræði þegar þannig stæði á. Fréttir hefðu einnig verið að berast af því að skólastjórnendur og aðrir starfsmenn skóla fylgdust með og brygðust við. „Meirihlutinn tekur nauðsynlegt að kanna hversu mikill fjöldi skólabarna í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki notið skólamáltíða vegna fjárhagsaðstæðna,“ sagði í bókun meirihlutans sem fól sviðsstjóra menntasviðs að athuga þetta mál. Einnig segir meirihluti menntaráðs ástæðu til þess að kanna kostnað við að taka upp systkinaafslátt vegna skólamáltíða og vegna frístundaheimilis. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi vinstri grænna í menntaráði, sagði ánægjulegt að meirihlutinn tæki tillögu um gjaldfrjálsan grunnskóla til jákvæðrar skoðunar. Svandís óskaði síðan eftir því að unnið yrði sundurliðað yfirlit yfir hlut foreldra í kostnaði við hádegismat í grunnskólunum. Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Ef grunnskólabörnum í Reykjavík yrði boðið upp á fríar máltíðir í skólanum myndi það auka útgjöld borgarinnar um nærri hálfan milljarð króna. Menntaráð Reykjavíkur ræddi á mánudag tillögu vinstri grænna um að frá og með haustinu 2007 yrði hætt að taka gjald af grunnskólanemendum fyrir hádegismat og vegna dvalar á frístundaheimilum eftir að venjulegum skólatíma lýkur. Július Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, og aðrir fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ráðinu upplýstu að kostnaður borgarinnar myndi aukast um ofangreindan hálfan milljarð við frían hádegismat. Afgreiðslu tillögu vinstri grænna var frestað en meirihlutinn í menntaráði sagði tillöguna gefa tilefni til að fara yfir og tryggja að engin börn þyrftu að sleppa skólamáltíðum af fjárhagslegum ástæðum. Bent var á að þjónustumiðstöðvar byðu félagsleg úrræði þegar þannig stæði á. Fréttir hefðu einnig verið að berast af því að skólastjórnendur og aðrir starfsmenn skóla fylgdust með og brygðust við. „Meirihlutinn tekur nauðsynlegt að kanna hversu mikill fjöldi skólabarna í grunnskólum Reykjavíkur getur ekki notið skólamáltíða vegna fjárhagsaðstæðna,“ sagði í bókun meirihlutans sem fól sviðsstjóra menntasviðs að athuga þetta mál. Einnig segir meirihluti menntaráðs ástæðu til þess að kanna kostnað við að taka upp systkinaafslátt vegna skólamáltíða og vegna frístundaheimilis. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi vinstri grænna í menntaráði, sagði ánægjulegt að meirihlutinn tæki tillögu um gjaldfrjálsan grunnskóla til jákvæðrar skoðunar. Svandís óskaði síðan eftir því að unnið yrði sundurliðað yfirlit yfir hlut foreldra í kostnaði við hádegismat í grunnskólunum.
Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira