Ellert B. Schram hefur lýst yfir að hann gefi kost á sér í prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram þann 11. nóvember næstkomandi.
Ellert býður sig fram án þess að tiltaka eitthvert sérstakt númer í röðinni.
Ellert er formaður 60 plús sem eru samtök eldri borgara innan Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður Íþróttasambands Íslands. Ellert sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á áttunda og níunda áratug seinustu aldar.