Ferskir frá Köben 18. október 2006 15:15 forgotten lores Hiphop-sveitin vinsæla spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld. MYND/Anton Hiphop-sveitin Forgotten Lores spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni á Nasa í kvöld. Tveir meðlimir sveitarinnar, Class B og Dj Intro, hafa verið búsettir í Kaupmannahöfn að undanförnu og því er ekki á hverjum degi sem hún spilar hér á landi. Class B, eða Baddi, segist hafa flutt til Kaupmannahafnar til að breyta um umhverfi. Ég var kominn með leið á að búa í Reykjavík. Ég og Addi Intro höfum verið að dunda okkur saman þar, segir Baddi. Bætir hann því við að restin af Forgotten Lores hafi flogið til Danmerkur í sumar og saman hafi þeir tekið upp efni á aðra plötuna. Hefur hún fengið vinnuheitið Frá heimsenda og er væntanleg á næstu vikum. Fyrri plata sveitarinnar, Týndi hlekkurinn, kom út 2003. Forgotten Lores er að spila á Airwaves í fimmta sinn í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 00.15. Við erum ekki með live-bandinu í þetta sinn. Við erum þrír að rappa og tveir dj-ar. Við erum með taktana okkar og platan er þannig. Hún er aðeins léttari en sú síðasta, sem var svolítið þung á köflum, segir hann. Það hefur alltaf verið mjög gaman að spila á Airwaves. Það er svolítil vinna og stress sem því fylgir en þegar upp er staðið er það mjög skemmtilegt. Eftir Airwaves-hátíðina fyrir tveimur árum fengu þeir félagar óvenjulegt boð um að spila í Washington. Lið sem sá okkur á Airwaves fannst við svo skemmtilegir að það bauð okkur að spila í jólasamkvæmi. Það var rosagaman. Fleiri slík boð hefur ekki rekið á fjörur Forgotten Lores síðan þá en hver veit hvað hátíðin í ár ber í skauti sér? Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hiphop-sveitin Forgotten Lores spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni á Nasa í kvöld. Tveir meðlimir sveitarinnar, Class B og Dj Intro, hafa verið búsettir í Kaupmannahöfn að undanförnu og því er ekki á hverjum degi sem hún spilar hér á landi. Class B, eða Baddi, segist hafa flutt til Kaupmannahafnar til að breyta um umhverfi. Ég var kominn með leið á að búa í Reykjavík. Ég og Addi Intro höfum verið að dunda okkur saman þar, segir Baddi. Bætir hann því við að restin af Forgotten Lores hafi flogið til Danmerkur í sumar og saman hafi þeir tekið upp efni á aðra plötuna. Hefur hún fengið vinnuheitið Frá heimsenda og er væntanleg á næstu vikum. Fyrri plata sveitarinnar, Týndi hlekkurinn, kom út 2003. Forgotten Lores er að spila á Airwaves í fimmta sinn í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 00.15. Við erum ekki með live-bandinu í þetta sinn. Við erum þrír að rappa og tveir dj-ar. Við erum með taktana okkar og platan er þannig. Hún er aðeins léttari en sú síðasta, sem var svolítið þung á köflum, segir hann. Það hefur alltaf verið mjög gaman að spila á Airwaves. Það er svolítil vinna og stress sem því fylgir en þegar upp er staðið er það mjög skemmtilegt. Eftir Airwaves-hátíðina fyrir tveimur árum fengu þeir félagar óvenjulegt boð um að spila í Washington. Lið sem sá okkur á Airwaves fannst við svo skemmtilegir að það bauð okkur að spila í jólasamkvæmi. Það var rosagaman. Fleiri slík boð hefur ekki rekið á fjörur Forgotten Lores síðan þá en hver veit hvað hátíðin í ár ber í skauti sér?
Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“