Tveir lögreglumenn hljótavaranlega örorku ár hvert 17. október 2006 03:30 Lögreglan Að meðaltali tveir lögreglumenn á ári hljóta varanlega örorku eftir að hafa slasast í starfi, að sögn Gylfa Thorlacius hæstaréttarlögmanns. Hann fer með stærstan hluta bótamála fyrir lögreglumenn, sem meiðst hafa í starfi, á hendur ríkissjóði. Samkvæmt upplýsingum Gylfa voru uppgerð bótamál af þessu tagi á árabilinu 1999 til 2001 alls 25. Á árunum 2003 til 2004 voru málin samtals 22. Mál er ekki gert upp fyrr en ári eftir að atvikið á sér stað, því afleiðingarnar eru ekki komnar fram fyrr. Í þessum tilvikum, þar sem um er að ræða uppgerð bótamál, hafa viðkomandi lögreglumönnum verið greiddar bætur úr ríkissjóði, á grundvelli ákvæða laga um lögreglumenn, sem segir að þeir eigi að fá bætur fyrir allt tjón sem þeir verði fyrir í starfi, segir Gylfi. Þarna er um að ræða minni háttar mál, kjaftshögg, glóðaraugu og annað álíka upp í varanlegan miska og örorku. Þess ber að geta að það koma ekki öll mál af þessum toga til mín. Lögreglumenn leita til fleiri lögmanna með þau. En mér virðast þetta vera að meðaltali tíu til tólf mál á ári, þar sem lögreglumenn fá fjárhagsbætur úr ríkissjóði vegna meiðsla sem þeir verða fyrir í starfi. Mín tilfinning er sú, að það séu um það bil tvö mál á ári sem eru mjög alvarlegs eðlis vegna átaka sem lögreglumenn lenda í, segir Gylfi. Ég er nýbúinn að gera upp við ríkislögmann eitt slíkra mála vegna lögreglumanns sem lenti í alvarlegum átökum við handtöku á manni á síðasta ári. Lögreglumaðurinn hlaut í þeim tjón sem leiddi til örorku. Á borði mínu er mál annars lögreglumanns sem búið er að meta og þar eru afleiðingarnar einnig varanleg örorka. Í þessu sambandi má rifja upp lauslega athugun sem forráðamenn Landssambands lögreglumanna gerðu á lífaldri látinna félagsmanna. Niðurstaðan var sú, að lögreglumenn lifa að meðaltali tæplega 67 ár, en hinn almenni borgari lifir í rúmlega 79 ár. Lögreglumenn geta nú, einir opinberra starfsmanna, tekið eftirlaun við 65 ára aldur án þess að 95 ára reglan svokallaða liggi þar til grundvallar. Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Að meðaltali tveir lögreglumenn á ári hljóta varanlega örorku eftir að hafa slasast í starfi, að sögn Gylfa Thorlacius hæstaréttarlögmanns. Hann fer með stærstan hluta bótamála fyrir lögreglumenn, sem meiðst hafa í starfi, á hendur ríkissjóði. Samkvæmt upplýsingum Gylfa voru uppgerð bótamál af þessu tagi á árabilinu 1999 til 2001 alls 25. Á árunum 2003 til 2004 voru málin samtals 22. Mál er ekki gert upp fyrr en ári eftir að atvikið á sér stað, því afleiðingarnar eru ekki komnar fram fyrr. Í þessum tilvikum, þar sem um er að ræða uppgerð bótamál, hafa viðkomandi lögreglumönnum verið greiddar bætur úr ríkissjóði, á grundvelli ákvæða laga um lögreglumenn, sem segir að þeir eigi að fá bætur fyrir allt tjón sem þeir verði fyrir í starfi, segir Gylfi. Þarna er um að ræða minni háttar mál, kjaftshögg, glóðaraugu og annað álíka upp í varanlegan miska og örorku. Þess ber að geta að það koma ekki öll mál af þessum toga til mín. Lögreglumenn leita til fleiri lögmanna með þau. En mér virðast þetta vera að meðaltali tíu til tólf mál á ári, þar sem lögreglumenn fá fjárhagsbætur úr ríkissjóði vegna meiðsla sem þeir verða fyrir í starfi. Mín tilfinning er sú, að það séu um það bil tvö mál á ári sem eru mjög alvarlegs eðlis vegna átaka sem lögreglumenn lenda í, segir Gylfi. Ég er nýbúinn að gera upp við ríkislögmann eitt slíkra mála vegna lögreglumanns sem lenti í alvarlegum átökum við handtöku á manni á síðasta ári. Lögreglumaðurinn hlaut í þeim tjón sem leiddi til örorku. Á borði mínu er mál annars lögreglumanns sem búið er að meta og þar eru afleiðingarnar einnig varanleg örorka. Í þessu sambandi má rifja upp lauslega athugun sem forráðamenn Landssambands lögreglumanna gerðu á lífaldri látinna félagsmanna. Niðurstaðan var sú, að lögreglumenn lifa að meðaltali tæplega 67 ár, en hinn almenni borgari lifir í rúmlega 79 ár. Lögreglumenn geta nú, einir opinberra starfsmanna, tekið eftirlaun við 65 ára aldur án þess að 95 ára reglan svokallaða liggi þar til grundvallar.
Innlent Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira