Akureyringar kafsigldu dapra Breiðhyltinga 9. október 2006 07:15 Það var rífandi stemmning KA-heimilinu á Akureyri í gær þegar samnefnt lið bæjarnafninu tók á móti ÍR í fyrsta heimaleiknum sem sameinað lið KA og Þórs. Greinilegt er með öllu að þessir sameinuðu kraftar hafa nú myndað sterkt handboltalið sem er með dyggann stuðning allra bæjarbúa með sér og er ljóst að það verður erfitt fyrir öll lið að mæta í gryfjuna sem KA-heimilið er. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en í stöðunni 5-5 skildust leiðir og heimamenn tóku að síga fram úr. Þeir bættu við forystu sína jafnt og þétt og eftir frábæran kafla undir lok fyrri hálfleiks höfðu þeir yfir 17-9 en með frábærri vörn hrökk markvarslan i gang og Akureyringar skoruðu meðal annars sex mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Munurinn hélst í síðari hálfleiknum, Norðanmenn náðu mest ellefu marka forskoti og það gekk hvorki né rak hjá Breiðhyltingum sem létu skapið algjörlega hlaupa með sig í gönur þar sem þeir eyddu allt of miklu púðri í að kvarta í dómurunum í stað þess að einbeita sér að því að laga laskaðan leik sinn. Þrátt fyrir að slaka örlítið á klónni undir lokin var sigur Akureyringa aldrei í hættu. Samheldnin, með frábæran stuðning áhorfenda á bakvið sig, dreif liðið áfram og liðið hafði að lokum verðskuldaðan níu marka sigur, 33-24. "Ég er ánægður með leikinn í heild sinni en ég hefði viljað enda þetta betur og vinna með meiri mun. Það kom upp ákveðið kæruleysi þegar við vorum komnir með gott forskot en ég er kannski bara svona frekur, maður vill alltaf meira en vissulega er ég ánægður með sigurinn," sagði glaðbeittur Sævar Árnason, þjálfari Akureyrar, áður en hann þakkaði áhorfendum kærlega fyrir stuðninginn. Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Sjá meira
Það var rífandi stemmning KA-heimilinu á Akureyri í gær þegar samnefnt lið bæjarnafninu tók á móti ÍR í fyrsta heimaleiknum sem sameinað lið KA og Þórs. Greinilegt er með öllu að þessir sameinuðu kraftar hafa nú myndað sterkt handboltalið sem er með dyggann stuðning allra bæjarbúa með sér og er ljóst að það verður erfitt fyrir öll lið að mæta í gryfjuna sem KA-heimilið er. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en í stöðunni 5-5 skildust leiðir og heimamenn tóku að síga fram úr. Þeir bættu við forystu sína jafnt og þétt og eftir frábæran kafla undir lok fyrri hálfleiks höfðu þeir yfir 17-9 en með frábærri vörn hrökk markvarslan i gang og Akureyringar skoruðu meðal annars sex mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Munurinn hélst í síðari hálfleiknum, Norðanmenn náðu mest ellefu marka forskoti og það gekk hvorki né rak hjá Breiðhyltingum sem létu skapið algjörlega hlaupa með sig í gönur þar sem þeir eyddu allt of miklu púðri í að kvarta í dómurunum í stað þess að einbeita sér að því að laga laskaðan leik sinn. Þrátt fyrir að slaka örlítið á klónni undir lokin var sigur Akureyringa aldrei í hættu. Samheldnin, með frábæran stuðning áhorfenda á bakvið sig, dreif liðið áfram og liðið hafði að lokum verðskuldaðan níu marka sigur, 33-24. "Ég er ánægður með leikinn í heild sinni en ég hefði viljað enda þetta betur og vinna með meiri mun. Það kom upp ákveðið kæruleysi þegar við vorum komnir með gott forskot en ég er kannski bara svona frekur, maður vill alltaf meira en vissulega er ég ánægður með sigurinn," sagði glaðbeittur Sævar Árnason, þjálfari Akureyrar, áður en hann þakkaði áhorfendum kærlega fyrir stuðninginn.
Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Sjá meira