Dagný Jónsdóttir, áttundi þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu eftir alþingiskosningarnar næsta vor.
Dagný tilkynnti þessa ákvörðun á kjördæmaþingi Framsóknarflokksins á Djúpavogi.
Dagný segir þessa ákvörðun hafa verið að gerjast í sér í ákveðinn tíma en ákvað að tilkynna þetta í hópi flokksfélaga sinna. „Ég ætla að klára lokaritgerð mína í íslensku eftir að þingsetu lýkur en útiloka ekki endurkomu í stjórnmál síðar.“