Karlmenn á Austurlandi vinna mest 8. október 2006 05:30 Við vegavinnu. Heildarlaun karla í fullu starfi eru um tvö hundruð sjötíu og níu þúsund krónur á mánuði og meðal dagvinnulaun þeirra í fullu starfi eru um hundrað áttatíu og sjö þúsund krónur. Konurnar sitja eftir í launum. Þessi mynd er tekin af mönnum við vegavinnu í sumar og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Meira en helmingur félagsmanna í Starfsgreinasambandi Íslands telur að hann standi betur fjárhagslega nú en fyrir þremur árum. Mikill meirihluti hefur fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hærra matvöruverði. Þetta kemur fram í niðurstöðum launa- og kjarakönnunar Starfsgreinasambandsins sem kynntar voru á föstudag. Ríflega sextíu prósent svarenda telja að fjárhagsleg staða þeirra í dag sé heldur eða miklu betri en hún var fyrir þremur árum og yfir áttatíu prósent hafa fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hækkun á matvöruverði. Heildarlaun þeirra sem eru í fullu starfi eru tæp tvö hundruð fjörutíu og fjögur þúsund krónur að meðaltali, karlar eru þá með tæp tvö hundruð sjötíu og níu þúsund í heildarlaun og konur hundrað áttatíu og átta þúsund. Meðal dagvinnulaun karla í fullu starfi eru tæp hundrað áttatíu og sjö þúsund og kvenna tæp hundrað og fimmtíu þúsund. Umönnunarhópurinn innan Starfsgreinasambandsins er ósáttastur við launin sín og konur eru ósáttari en karlar. Vinnutíminn er langur hjá félagsmönnum Eflingar. Hjá þeim sem eru í fullu starfi eru meðalvinnustundir tæplega fimmtíu á viku og meðalyfirvinnustundir tólf. Íbúar á Austurlandi skera sig úr fyrir langan vinnutíma en þeir vinna að meðaltali tæplega sautján yfirvinnustundir á viku. Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Eflingar, segir að könnunin staðfesti langan vinnutíma félagsmanna. „Það er eitthvað sem við þurfum klárlega horfa á. Í könnuninni fáum við líka staðfestan launamun kynjanna, konurnar sitja aðeins eftir og það er eitthvað sem við þurfum skoða betur,“ segir hún. Í könnuninni kemur fram að mun færri konur en karlar hafa óskað eftir launahækkun síðustu tólf mánuði umfram samningsbundnar eða áður ákveðnar launahækkanir, eða einungis tuttugu og eitt prósent kvenna á móti þrjátíu og þremur prósentum karla. Mikill meirihluti þeirra sem óskuðu eftir launahækkun fékk hækkun í kjölfarið. Tekið var þrjú þúsund og fimm hundruð manna úrtak úr félagaskrám Starfsgreinasambandsins. Svarhlutfall var 50,4 prósent. Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira
Meira en helmingur félagsmanna í Starfsgreinasambandi Íslands telur að hann standi betur fjárhagslega nú en fyrir þremur árum. Mikill meirihluti hefur fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hærra matvöruverði. Þetta kemur fram í niðurstöðum launa- og kjarakönnunar Starfsgreinasambandsins sem kynntar voru á föstudag. Ríflega sextíu prósent svarenda telja að fjárhagsleg staða þeirra í dag sé heldur eða miklu betri en hún var fyrir þremur árum og yfir áttatíu prósent hafa fundið mikið fyrir hækkandi verðbólgu og þá helst í hækkun á matvöruverði. Heildarlaun þeirra sem eru í fullu starfi eru tæp tvö hundruð fjörutíu og fjögur þúsund krónur að meðaltali, karlar eru þá með tæp tvö hundruð sjötíu og níu þúsund í heildarlaun og konur hundrað áttatíu og átta þúsund. Meðal dagvinnulaun karla í fullu starfi eru tæp hundrað áttatíu og sjö þúsund og kvenna tæp hundrað og fimmtíu þúsund. Umönnunarhópurinn innan Starfsgreinasambandsins er ósáttastur við launin sín og konur eru ósáttari en karlar. Vinnutíminn er langur hjá félagsmönnum Eflingar. Hjá þeim sem eru í fullu starfi eru meðalvinnustundir tæplega fimmtíu á viku og meðalyfirvinnustundir tólf. Íbúar á Austurlandi skera sig úr fyrir langan vinnutíma en þeir vinna að meðaltali tæplega sautján yfirvinnustundir á viku. Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Eflingar, segir að könnunin staðfesti langan vinnutíma félagsmanna. „Það er eitthvað sem við þurfum klárlega horfa á. Í könnuninni fáum við líka staðfestan launamun kynjanna, konurnar sitja aðeins eftir og það er eitthvað sem við þurfum skoða betur,“ segir hún. Í könnuninni kemur fram að mun færri konur en karlar hafa óskað eftir launahækkun síðustu tólf mánuði umfram samningsbundnar eða áður ákveðnar launahækkanir, eða einungis tuttugu og eitt prósent kvenna á móti þrjátíu og þremur prósentum karla. Mikill meirihluti þeirra sem óskuðu eftir launahækkun fékk hækkun í kjölfarið. Tekið var þrjú þúsund og fimm hundruð manna úrtak úr félagaskrám Starfsgreinasambandsins. Svarhlutfall var 50,4 prósent.
Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira