Fyrsta leiguþyrlan komin til landins 8. október 2006 06:30 Flugmönnum heilsað. Þyrlan er af sambærilegri tegund og þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF. Ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hún er af tegundinni Puma og er sambærileg við Super Puma þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF. Þyrlan er sú fyrsta af þremur sem leigðar hafa verið í kjölfar brottfarar þyrlusveitar varnarliðsins. Önnur þyrlan kemur til landsins í næsta mánuði og sú þriðja kemur í maí á næsta ári. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra voru viðstaddir komu þyrlunnar í gær. Landhelgisgæslunni var á dögunum veitt flugrekstrarleyfi frá Flugmálastjórn, sem gerir henni kleift að leigja þyrlurnar. Með komu þyrlunnar hefur Landhelgisgæslan yfir þremur björgunarþyrlum að ráða. Með þyrlunni fylgja flugmenn frá AirLift, en á Íslandi eru ekki nógu margir þyrluflugmenn til að Íslendingar geti séð um að fljúga þyrlunni. Þegar ljóst var að varnarliðið myndi hverfa af landi brott lét Björn Bjarnason hefja leit að leiguþyrlum sem koma áttu í stað þeirra sem varnarliðið tæki með sér. Að sögn forstjóra Landhelgisgæslunnar tekur slík leit yfirleitt eitt til tvö ár en Íslendingum hafi tekist að ganga frá samningum um leigu á rúmum sex mánuðum. Fyrirtækið sem leigir þyrlurnar út er norskt og heitir AirLift. Þyrlurnar þrjár eru leigðar til eins árs í senn. horft til himins Fjöldi manns var saman kominn þegar þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hún er sú þriðja sem Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða, en í maí næstkomandi verða þær orðnar fimm. Með þyrlunni fylgja þyrluflugmenn frá AirLift. „Þetta er mjög góður dagur og það er glæsilegt að ná þessum árangri á svona skömmum tíma, að fá þetta tæki hingað ásamt þyrlunni sem við fáum í nóvember,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. „Þegar við höfðum samband við erlenda aðila og sögðumst þurfa á þyrlu að halda í september var spurt á móti hvort við værum að tala um árið 2007 eða 2008. Menn áttu erfitt með að skilja að við þyrftum þyrlu svona fljótt en það tókst.“ Hann segir að leitað hafi verið um allan heim að þyrlum til að leigja með svona skömmum fyrirvara. „Þessi heimur er ekki stór. Við fórum allsstaðar þar sem þyrlur eru og fengum að lokum þessa.“ „Þessi dagur er stór, ekki hvað síst vegna þess að við skulum vera komin með flugrekstrar- og flugrekendaleyfi,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. „Þetta er upphafið að nýjum tímum í flugsögu Landhelgisgæslunnar. Það má segja að þetta sé mettími í að finna leiguþyrlu.“ Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hún er af tegundinni Puma og er sambærileg við Super Puma þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF. Þyrlan er sú fyrsta af þremur sem leigðar hafa verið í kjölfar brottfarar þyrlusveitar varnarliðsins. Önnur þyrlan kemur til landsins í næsta mánuði og sú þriðja kemur í maí á næsta ári. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra voru viðstaddir komu þyrlunnar í gær. Landhelgisgæslunni var á dögunum veitt flugrekstrarleyfi frá Flugmálastjórn, sem gerir henni kleift að leigja þyrlurnar. Með komu þyrlunnar hefur Landhelgisgæslan yfir þremur björgunarþyrlum að ráða. Með þyrlunni fylgja flugmenn frá AirLift, en á Íslandi eru ekki nógu margir þyrluflugmenn til að Íslendingar geti séð um að fljúga þyrlunni. Þegar ljóst var að varnarliðið myndi hverfa af landi brott lét Björn Bjarnason hefja leit að leiguþyrlum sem koma áttu í stað þeirra sem varnarliðið tæki með sér. Að sögn forstjóra Landhelgisgæslunnar tekur slík leit yfirleitt eitt til tvö ár en Íslendingum hafi tekist að ganga frá samningum um leigu á rúmum sex mánuðum. Fyrirtækið sem leigir þyrlurnar út er norskt og heitir AirLift. Þyrlurnar þrjár eru leigðar til eins árs í senn. horft til himins Fjöldi manns var saman kominn þegar þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hún er sú þriðja sem Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða, en í maí næstkomandi verða þær orðnar fimm. Með þyrlunni fylgja þyrluflugmenn frá AirLift. „Þetta er mjög góður dagur og það er glæsilegt að ná þessum árangri á svona skömmum tíma, að fá þetta tæki hingað ásamt þyrlunni sem við fáum í nóvember,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. „Þegar við höfðum samband við erlenda aðila og sögðumst þurfa á þyrlu að halda í september var spurt á móti hvort við værum að tala um árið 2007 eða 2008. Menn áttu erfitt með að skilja að við þyrftum þyrlu svona fljótt en það tókst.“ Hann segir að leitað hafi verið um allan heim að þyrlum til að leigja með svona skömmum fyrirvara. „Þessi heimur er ekki stór. Við fórum allsstaðar þar sem þyrlur eru og fengum að lokum þessa.“ „Þessi dagur er stór, ekki hvað síst vegna þess að við skulum vera komin með flugrekstrar- og flugrekendaleyfi,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. „Þetta er upphafið að nýjum tímum í flugsögu Landhelgisgæslunnar. Það má segja að þetta sé mettími í að finna leiguþyrlu.“
Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira