Aðstandendur fá rangar upplýsingar 7. október 2006 07:00 Aðstandendur vistmanna á áfangastaðnum Ránargötu 12 eru afar óánægðir með aðferðir og upplýsingagjöf Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík (SSR) vegna rannsóknar á meintu fjármálamisferli sem upp kom á staðnum í ágúst 2005. Í bréfi sem SSR sendi aðstandendum þann 23. mars 2006 stendur að aðstandendum og íbúum áfangastaðarins hefði verið kynntur alvarleiki málsins og að SSR muni leggja fram kæru eigi síðar en í maí á þessu ári. Aðstandandi sem Fréttablaðið ræddi við segir að honum hafi hvorki borist neinar upplýsingar um hversu umfangsmikið misferlið var né hvar málið væri statt í kerfinu í dag. Ljóst væri þó að kæra hefði enn ekki verið lögð fram. Hann segist margsinnis hafa lagt fram kvörtun til félagsmálaráðuneytisins vegna málsins og síðast 18. september síðastliðinn. Fjórum dögum síðar hafi honum borist bréf frá SSR þar sem segir orðrétt að Rannsókn á meintu fjármálamisferli fyrrverandi forstöðumanns Áfangastaðarins Ránargötu 12 hefur verið til rannsóknar hjá Ríkisendurskoðun. Okkur barst greinargerð frá þeim þann 21. sept. sl.. Þegar það orðalag var borið undir Sigurð Þórðarson ríkisendurskoðanda sagði hann að ekki hefði farið fram nein eiginleg rannsókn á þessu máli né hafi nokkurri greinargerð með niðurstöðu í málinu verið skilað. Við vitum af þessu máli og það er í vinnslu á milli okkar og svæðisskrifstofunnar. En við erum ekkert búnir að ljúka því og höfum ekkert látið fara frá okkur um efnislega niðurstöðu. Þegar Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri SSR, var spurður um hvort málavextir hefðu verið kynntir aðstandendum vildi hann ekkert segja um það. Hann neitar því að misvísandi upplýsingar hafi verið veittar um stöðu málsins í fyrra bréfinu þrátt fyrir að í því segi að aðstandendum hafi verið tilkynnt um alvarleika málsins og að lögð yrði fram kæra í maí. Sömu sögu er að segja um fullyrðingar þess efnis að Ríkisendurskoðun hafi haft málið til rannsóknar og skilað þeim greinargerð eins og kom fram í síðara bréfinu. Hann segir það einfaldlega mismunandi hvaða skilning menn leggi í orð eins og greinargerð. Innlent Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Aðstandendur vistmanna á áfangastaðnum Ránargötu 12 eru afar óánægðir með aðferðir og upplýsingagjöf Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík (SSR) vegna rannsóknar á meintu fjármálamisferli sem upp kom á staðnum í ágúst 2005. Í bréfi sem SSR sendi aðstandendum þann 23. mars 2006 stendur að aðstandendum og íbúum áfangastaðarins hefði verið kynntur alvarleiki málsins og að SSR muni leggja fram kæru eigi síðar en í maí á þessu ári. Aðstandandi sem Fréttablaðið ræddi við segir að honum hafi hvorki borist neinar upplýsingar um hversu umfangsmikið misferlið var né hvar málið væri statt í kerfinu í dag. Ljóst væri þó að kæra hefði enn ekki verið lögð fram. Hann segist margsinnis hafa lagt fram kvörtun til félagsmálaráðuneytisins vegna málsins og síðast 18. september síðastliðinn. Fjórum dögum síðar hafi honum borist bréf frá SSR þar sem segir orðrétt að Rannsókn á meintu fjármálamisferli fyrrverandi forstöðumanns Áfangastaðarins Ránargötu 12 hefur verið til rannsóknar hjá Ríkisendurskoðun. Okkur barst greinargerð frá þeim þann 21. sept. sl.. Þegar það orðalag var borið undir Sigurð Þórðarson ríkisendurskoðanda sagði hann að ekki hefði farið fram nein eiginleg rannsókn á þessu máli né hafi nokkurri greinargerð með niðurstöðu í málinu verið skilað. Við vitum af þessu máli og það er í vinnslu á milli okkar og svæðisskrifstofunnar. En við erum ekkert búnir að ljúka því og höfum ekkert látið fara frá okkur um efnislega niðurstöðu. Þegar Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri SSR, var spurður um hvort málavextir hefðu verið kynntir aðstandendum vildi hann ekkert segja um það. Hann neitar því að misvísandi upplýsingar hafi verið veittar um stöðu málsins í fyrra bréfinu þrátt fyrir að í því segi að aðstandendum hafi verið tilkynnt um alvarleika málsins og að lögð yrði fram kæra í maí. Sömu sögu er að segja um fullyrðingar þess efnis að Ríkisendurskoðun hafi haft málið til rannsóknar og skilað þeim greinargerð eins og kom fram í síðara bréfinu. Hann segir það einfaldlega mismunandi hvaða skilning menn leggi í orð eins og greinargerð.
Innlent Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira