Í könnun sem gerð var á öllum leikskólum í Reykjavík nú um mánaðamótin kemur í ljós að enn vantar starfsfólk í 83 stöðugildi.
Nú vantar þrjá eða fleiri til starfa á sjö leikskólum í borginni en fyrir nokkrum vikum voru þessir leikskólar sautján talsins.
Flesta vantar til starfa á leikskólum í Miðbæ, Hlíðum, Árbæ og Grafarholti.
Á bilinu 36-39 leikskólastöður hafa verið auglýstar í Fréttablaðinu síðustu þrjár helgar.