Verndun götumyndar Lindargötu aflétt 6. október 2006 07:30 LINDARGATA Verndun götumyndar á þessu svæði við Lindargötu hefur verið aflétt, samkvæmt samþykktum borgarráðs og skipulagsráðs. Verndun götumyndar á húseignunum á Lindargötu 21, 23 og 25 hefur verið aflétt. Þetta var samþykkt í skipulagsráði og í borgarráði nýverið, að sögn Helgu Bragadóttur skipulagsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Eigendur umræddra húsa hafa tjáð Fréttablaðinu að athafnamenn hefðu bankað upp á hjá þeim og viljað kaupa eignir þeirra á markaðsverði. Fengu þeir vikufrest til þess að svara tilboðunum. Fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við í gær lögðu áherslu á að mikilvægt væri fyrir húseigendur sem fengju tilboð af þessu tagi að leita ráðgjafar hjá löggildum fasteignasölum áður en þeir gengju til samninga. Verðgildi eignar í miðborginni gæti snarhækkað ef útlit væri fyrir að leyfi fengist til að rífa gamalt hús og setja niður meira byggingarmagn á lóðinni. Það hafa borist fyrirspurnir frá eigendum einhverra af þessum gömlu húsum um hvort flytja megi þau í burtu, segir Helga. Ekki hafa borist beiðnir um breytingar á deiliskipulagi á þessum lóðum, né heldur beiðnir um niðurrif húsa, en þær fara til byggingarfulltrúa. Slíkar umsóknir eru metnar hverju sinni, en vissulega eru reitir með eldri húsum í miðborginni sem við viljum gjarnan halda í. Helga segir að deiliskipulagið sem er í gildi fyrir Lindargötu 21, 23 og 25 nú kveði á um sama byggingarmagn og gömlu húsin séu. Sækja þurfi um breytingu á deiliskipulagi ef setja eigi niður meira byggingarmagn á lóðunum. Ljóst er að hugur ýmissa stendur til þess að fjölga íbúðum á tilteknum lóðum við Lindargötu. Til dæmis er nú til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa umsókn um breytingar á deiliskipulagi á Lindargötu 28, 30 og 32. Þar standa nú hús, en samkvæmt deiliskipulagi mega þau víkja. Verið er að sækja um að byggja meira á umræddum lóðum heldur en gert er ráð fyrir í deiliskipulagi, en þær umsóknir eru lagðar inn fyrir hönd lóðahafa. Innlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
Verndun götumyndar á húseignunum á Lindargötu 21, 23 og 25 hefur verið aflétt. Þetta var samþykkt í skipulagsráði og í borgarráði nýverið, að sögn Helgu Bragadóttur skipulagsfulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Eigendur umræddra húsa hafa tjáð Fréttablaðinu að athafnamenn hefðu bankað upp á hjá þeim og viljað kaupa eignir þeirra á markaðsverði. Fengu þeir vikufrest til þess að svara tilboðunum. Fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við í gær lögðu áherslu á að mikilvægt væri fyrir húseigendur sem fengju tilboð af þessu tagi að leita ráðgjafar hjá löggildum fasteignasölum áður en þeir gengju til samninga. Verðgildi eignar í miðborginni gæti snarhækkað ef útlit væri fyrir að leyfi fengist til að rífa gamalt hús og setja niður meira byggingarmagn á lóðinni. Það hafa borist fyrirspurnir frá eigendum einhverra af þessum gömlu húsum um hvort flytja megi þau í burtu, segir Helga. Ekki hafa borist beiðnir um breytingar á deiliskipulagi á þessum lóðum, né heldur beiðnir um niðurrif húsa, en þær fara til byggingarfulltrúa. Slíkar umsóknir eru metnar hverju sinni, en vissulega eru reitir með eldri húsum í miðborginni sem við viljum gjarnan halda í. Helga segir að deiliskipulagið sem er í gildi fyrir Lindargötu 21, 23 og 25 nú kveði á um sama byggingarmagn og gömlu húsin séu. Sækja þurfi um breytingu á deiliskipulagi ef setja eigi niður meira byggingarmagn á lóðunum. Ljóst er að hugur ýmissa stendur til þess að fjölga íbúðum á tilteknum lóðum við Lindargötu. Til dæmis er nú til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa umsókn um breytingar á deiliskipulagi á Lindargötu 28, 30 og 32. Þar standa nú hús, en samkvæmt deiliskipulagi mega þau víkja. Verið er að sækja um að byggja meira á umræddum lóðum heldur en gert er ráð fyrir í deiliskipulagi, en þær umsóknir eru lagðar inn fyrir hönd lóðahafa.
Innlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira