Ný framtíðarskipan lífeyrismála Jóhanna sigurðardóttir skrifar 5. október 2006 05:00 Eitt af forgangsverkefnum í þjóðfélaginu er að bæta kjör lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan hefur á Alþingi sameinast um tillögu til þingsályktunar um nýja framtíðarskipan lífeyrismála. Hér er um grundvallarbreytingar að ræða sem bæta munu mjög hag lífeyrisþega. Lykilatriði í þeirri tillögu er að taka á upp afkomutryggingu sem byggir á skilgreindum neysluútgjöldum lífeyrisþega sem liggja eigi fyrir eigi síðar en 1. desember 2007. Frá 1. janúar 2007 og þar til afkomutryggingu verður komið á verður lágmarkslífeyrir 133 þúsund á mánuði og grunnlífeyrir og tekjutrygging 110 þúsund, að viðbættum vísitölubreytingum. Þessar fjárhæðir munu svo hækka í samræmi við skilgreinda framfærsluþörf lífeyrisþega þegar hún liggur fyrir. Tillögurnar fela í sér tafarlausar kjarabætur þegar á þessu ári og því næsta. Koma þær til viðbótar og ganga mun lengra en ríkisstjórnin hefur fallist á og fram kemur í yfirlýsingu hennar og samtaka aldraðra frá því fyrr í sumar. Tillögur um lífskjara- og afkomutryggingu aldraðra og öryrkja1. Ný tekjutrygging aldraðra verði 85 þús. kr. og öryrkja 86 þús. kr. frá 1. janúar 2007 að viðbættum vísitölubreytingum sem orðið hafa. Frá sama tíma verði dregið úr skerðingaráhrifum tekna þannig að í stað þess að skattskyldar tekjur yfir frítekjumarki skerði tekjutryggingu um 45% þeirra tekna sem umfram eru, verði hlutfallið 35%. Stjórnarflokkarnir vilja einungis lækka hlutfallið í 38.35% og það ekki fyrr en 1. janúar 2008.2. Frítekjur vegna atvinnutekna lífeyrisþega verði 75 þús. kr. á mánuði 1. janúar 2007 sem skerði ekki tekjutryggingu, sem við viljum einnig skoða að nýta vegna tekna úr lífeyrissjóði. Það er þrefalt hærra frítekjumark en ríkisstjórn leggur til, sem er einungis 25 þúsund á mánuði og það ekki fyrr en árið 2010, en um 17 þúsund kr. á mánuði árið 2009. Öryrkjar hafi val í okkar tillögum um þetta nýja frítekjumark eða eldri reglu eftir því hvort er þeim hagstæðara, en þetta nýja frítekjumark er mun hagstæðara en gildandi regla fyrir öryrkja sem eru með tekjur yfir 1,5 milljónum á ári.3. Ráðstöfunarfé (vasapeningar) við dvöl á stofnun hækki um 50% frá 1. júlí 2006. Þannig munu þeir fá greitt tæplega 70 þúsund krónur afturvirkt í 6 mánuði um næstu áramót ef tillögur okkar ná fram að ganga. Sömuleiðis mun frítekjumark gagnvart tekjum þeirra sem dvelja á stofnunum verði hækkað úr 50 þús. kr. í 75 þús. kr. Frá 1. janúar 2008 verði stefnt að því að breyta greiðslufyrirkomulaginu í svipaða veru og gildir fyrir fatlaða á sambýlum. Með því halda aldraðir sem dvelja á stofnunum eftir stærri hluta lífeyristekna sinna, sem tryggir betur reisn og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Ríkisstjórnarflokkarnir vilja einungis hækka ráðstöfunarféð um 25% og það ekki fyrr en 1. janúar n.k.4. Skilgreind verði neysluútgjöld lífeyrisþega sem myndi viðmiðun fyrir grunnlífeyri og tekjutryggingu og afkomutryggingu fyrir þá sem litlar eða engar greiðslur fá úr lífeyrissjóði.5. Afnumin verði að fullu tengsl lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka.6. Öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót þegar farið er á ellilífeyri. Baráttumál lífeyrisþegaHér er lagður grunnur að breyttri framtíðarskipan lífeyrismála, en áætla má að heildarkostnaður við þessar breytingar sé um 6,5 milljarðar króna. Stærsti útgjaldaliðurinn er hækkun nýrrar tekjutryggingar umfram það sem ríkisstjórnarflokkarnir leggja til sem kostar um 3 milljarða króna. Í þessari nýju framtíðarskipan lífeyrismála er að finna margvísleg baráttumál aldraðra og öryrkja gegnum árin, en markmiðið er að lífeyrisþegar hafi viðunandi lífeyrisgreiðslur sem verði ekki undir skilgreindum framfærslukostnaði. Auk þess er brýnt að draga úr þeirri þungu skattbyrði sem lífeyrisþegar hafa mátt sæta í tíð þessarar ríkisstjórnar og að lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum beri sama skatthlutfall og fjármagnstekjuskattur, sem bæta mun verulega stöðu allra lífeyrisþega. Það er verkefni nýrrar ríkisstjórnar á vori komandi. Fyrst þarf þó að koma þessari ríkisstjórn frá völdum, sem hefur lagt aukna skattbyrði á lífeyrisþega og séð til þess að kjör þeirra hafa dregist verulega aftur úr öðrum þjóðfélagshópum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af forgangsverkefnum í þjóðfélaginu er að bæta kjör lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan hefur á Alþingi sameinast um tillögu til þingsályktunar um nýja framtíðarskipan lífeyrismála. Hér er um grundvallarbreytingar að ræða sem bæta munu mjög hag lífeyrisþega. Lykilatriði í þeirri tillögu er að taka á upp afkomutryggingu sem byggir á skilgreindum neysluútgjöldum lífeyrisþega sem liggja eigi fyrir eigi síðar en 1. desember 2007. Frá 1. janúar 2007 og þar til afkomutryggingu verður komið á verður lágmarkslífeyrir 133 þúsund á mánuði og grunnlífeyrir og tekjutrygging 110 þúsund, að viðbættum vísitölubreytingum. Þessar fjárhæðir munu svo hækka í samræmi við skilgreinda framfærsluþörf lífeyrisþega þegar hún liggur fyrir. Tillögurnar fela í sér tafarlausar kjarabætur þegar á þessu ári og því næsta. Koma þær til viðbótar og ganga mun lengra en ríkisstjórnin hefur fallist á og fram kemur í yfirlýsingu hennar og samtaka aldraðra frá því fyrr í sumar. Tillögur um lífskjara- og afkomutryggingu aldraðra og öryrkja1. Ný tekjutrygging aldraðra verði 85 þús. kr. og öryrkja 86 þús. kr. frá 1. janúar 2007 að viðbættum vísitölubreytingum sem orðið hafa. Frá sama tíma verði dregið úr skerðingaráhrifum tekna þannig að í stað þess að skattskyldar tekjur yfir frítekjumarki skerði tekjutryggingu um 45% þeirra tekna sem umfram eru, verði hlutfallið 35%. Stjórnarflokkarnir vilja einungis lækka hlutfallið í 38.35% og það ekki fyrr en 1. janúar 2008.2. Frítekjur vegna atvinnutekna lífeyrisþega verði 75 þús. kr. á mánuði 1. janúar 2007 sem skerði ekki tekjutryggingu, sem við viljum einnig skoða að nýta vegna tekna úr lífeyrissjóði. Það er þrefalt hærra frítekjumark en ríkisstjórn leggur til, sem er einungis 25 þúsund á mánuði og það ekki fyrr en árið 2010, en um 17 þúsund kr. á mánuði árið 2009. Öryrkjar hafi val í okkar tillögum um þetta nýja frítekjumark eða eldri reglu eftir því hvort er þeim hagstæðara, en þetta nýja frítekjumark er mun hagstæðara en gildandi regla fyrir öryrkja sem eru með tekjur yfir 1,5 milljónum á ári.3. Ráðstöfunarfé (vasapeningar) við dvöl á stofnun hækki um 50% frá 1. júlí 2006. Þannig munu þeir fá greitt tæplega 70 þúsund krónur afturvirkt í 6 mánuði um næstu áramót ef tillögur okkar ná fram að ganga. Sömuleiðis mun frítekjumark gagnvart tekjum þeirra sem dvelja á stofnunum verði hækkað úr 50 þús. kr. í 75 þús. kr. Frá 1. janúar 2008 verði stefnt að því að breyta greiðslufyrirkomulaginu í svipaða veru og gildir fyrir fatlaða á sambýlum. Með því halda aldraðir sem dvelja á stofnunum eftir stærri hluta lífeyristekna sinna, sem tryggir betur reisn og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Ríkisstjórnarflokkarnir vilja einungis hækka ráðstöfunarféð um 25% og það ekki fyrr en 1. janúar n.k.4. Skilgreind verði neysluútgjöld lífeyrisþega sem myndi viðmiðun fyrir grunnlífeyri og tekjutryggingu og afkomutryggingu fyrir þá sem litlar eða engar greiðslur fá úr lífeyrissjóði.5. Afnumin verði að fullu tengsl lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka.6. Öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót þegar farið er á ellilífeyri. Baráttumál lífeyrisþegaHér er lagður grunnur að breyttri framtíðarskipan lífeyrismála, en áætla má að heildarkostnaður við þessar breytingar sé um 6,5 milljarðar króna. Stærsti útgjaldaliðurinn er hækkun nýrrar tekjutryggingar umfram það sem ríkisstjórnarflokkarnir leggja til sem kostar um 3 milljarða króna. Í þessari nýju framtíðarskipan lífeyrismála er að finna margvísleg baráttumál aldraðra og öryrkja gegnum árin, en markmiðið er að lífeyrisþegar hafi viðunandi lífeyrisgreiðslur sem verði ekki undir skilgreindum framfærslukostnaði. Auk þess er brýnt að draga úr þeirri þungu skattbyrði sem lífeyrisþegar hafa mátt sæta í tíð þessarar ríkisstjórnar og að lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum beri sama skatthlutfall og fjármagnstekjuskattur, sem bæta mun verulega stöðu allra lífeyrisþega. Það er verkefni nýrrar ríkisstjórnar á vori komandi. Fyrst þarf þó að koma þessari ríkisstjórn frá völdum, sem hefur lagt aukna skattbyrði á lífeyrisþega og séð til þess að kjör þeirra hafa dregist verulega aftur úr öðrum þjóðfélagshópum.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar