Fimmtán mótmælendur hafa verið ákærðir fyrir að halda til inni á lokuðu vinnusvæði við Kárahnjúka og neita að hlýða skipunum lögreglu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Austurlands í gær. Þrír Íslendingar eru meðal ákærðu en tólf útlendingar.
Ákærðu er sögð hafa framið meint lögbrot í sumar er þau voru að mótmæla virkjanaframkvæmdunum við Kárahnjúka. Lögreglan á Egilsstöðum fer með stjórn á svæðinu en mótmælendurnir hlekkjuðu sig meðal annars við vinnuvélar sem notaðar voru við vinnu á framkvæmdasvæðinu. Ekki hefur tekist að birta öllum efni ákærunnar þar sem hluti þeirra er farinn af landinu.