Hegðun skólabarna mótuð 3. október 2006 06:15 börn í ingunnarskóla Nemendurnir halda á merkjum sem þau safna sér inn með góðri hegðun og geta síðan skipt út fyrir verðlaun. Nýlega var staddur hér á landi Dr. Jeffrey Sprague frá Háskólanum í Oregon. Tilgangur ferðarinnar var að kynna PBS-hugmyndafræðina (positive behavior support) sem gengur út á að móta hegðun skólabarna á uppbyggilegan hátt. PBS hefur verið notað í Bandaríkjunum í 15 ár og er nú notað í yfir þrjú þúsund skólum þar í landi og víða annars staðar í veröldinni. Kannanir sýna að í þeim skólum þar sem PBS er notað ber minna á óæskilegri hegðun. Jeffrey segir markmið PBS að minnka hegðun sem er til vandræða svo sem andfélagslega- og afbrotahegðun. Þegar PBS var fyrst notað var áherslan einstaklingsmiðuð en hefur þróast út í vinnu með stærri hópa, svo sem skóla og leikskóla. Segja má að PBS sé að mestu fyrirbyggjandi kerfi þar sem tekið er á hegðunarvandamálum áður en þau verða óyfirstíganleg. Jeffrey segir hvern skóla fyrir sig þurfa að skilgreina þá hegðun sem leggja á áherslu á, eins og að fara eftir fyrirmælum, að trufla ekki kennsluna eða vera vingjarnlegur. Sýnt hefur verið fram á að þeir nemendur sem unnið hafa eftir PBS séu ólíklegri til að leiðast út í afbrotahegðun, vímuefnaneyslu og önnur vandamál síðar meir. Þá hefur verið sýnt fram á að notkun PBS hafi jákvæð áhrif á árangur barna í skóla. Sex skólar í Reykjavík nota, eða eru að kynna sér, PBS-kerfið og segir Margrét Birna Þórarinsdóttir, sálfræðingur í þjónustumiðstöð Breiðholts, að uppsetning kerfisins krefjist mikils undirbúnings og samstöðu kennara innan skólanna. Það er skilyrði að minnsta kosti 85 prósent starfsmanna skólanna vilji vinna samkvæmt PBS áður en hugmynafræðin er tekin upp í viðkomandi skóla. Þá þarf hver skóli fyrir sig að útskýra fyrir nemendum til hvers er ætlast af þeim ásamt því að styðja við æskilega hegðun. Ennfremur er mikilvægt að börnin viti hvað bíði þeirra ef þau fara ekki eftir settum reglum og hvaða umbun þau hljóti ef vel gengur. Ingunnarskóli er einn þeirra skóla sem notar PBS-agakerfið. Þar er reynslan mjög góð og segir Svandís Sturludóttir námsráðgjafi að neikvæð hegðun í skólanum hafi farið minnkandi eftir að það var tekið upp. Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Nýlega var staddur hér á landi Dr. Jeffrey Sprague frá Háskólanum í Oregon. Tilgangur ferðarinnar var að kynna PBS-hugmyndafræðina (positive behavior support) sem gengur út á að móta hegðun skólabarna á uppbyggilegan hátt. PBS hefur verið notað í Bandaríkjunum í 15 ár og er nú notað í yfir þrjú þúsund skólum þar í landi og víða annars staðar í veröldinni. Kannanir sýna að í þeim skólum þar sem PBS er notað ber minna á óæskilegri hegðun. Jeffrey segir markmið PBS að minnka hegðun sem er til vandræða svo sem andfélagslega- og afbrotahegðun. Þegar PBS var fyrst notað var áherslan einstaklingsmiðuð en hefur þróast út í vinnu með stærri hópa, svo sem skóla og leikskóla. Segja má að PBS sé að mestu fyrirbyggjandi kerfi þar sem tekið er á hegðunarvandamálum áður en þau verða óyfirstíganleg. Jeffrey segir hvern skóla fyrir sig þurfa að skilgreina þá hegðun sem leggja á áherslu á, eins og að fara eftir fyrirmælum, að trufla ekki kennsluna eða vera vingjarnlegur. Sýnt hefur verið fram á að þeir nemendur sem unnið hafa eftir PBS séu ólíklegri til að leiðast út í afbrotahegðun, vímuefnaneyslu og önnur vandamál síðar meir. Þá hefur verið sýnt fram á að notkun PBS hafi jákvæð áhrif á árangur barna í skóla. Sex skólar í Reykjavík nota, eða eru að kynna sér, PBS-kerfið og segir Margrét Birna Þórarinsdóttir, sálfræðingur í þjónustumiðstöð Breiðholts, að uppsetning kerfisins krefjist mikils undirbúnings og samstöðu kennara innan skólanna. Það er skilyrði að minnsta kosti 85 prósent starfsmanna skólanna vilji vinna samkvæmt PBS áður en hugmynafræðin er tekin upp í viðkomandi skóla. Þá þarf hver skóli fyrir sig að útskýra fyrir nemendum til hvers er ætlast af þeim ásamt því að styðja við æskilega hegðun. Ennfremur er mikilvægt að börnin viti hvað bíði þeirra ef þau fara ekki eftir settum reglum og hvaða umbun þau hljóti ef vel gengur. Ingunnarskóli er einn þeirra skóla sem notar PBS-agakerfið. Þar er reynslan mjög góð og segir Svandís Sturludóttir námsráðgjafi að neikvæð hegðun í skólanum hafi farið minnkandi eftir að það var tekið upp.
Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira