Hafnarvigtin á útopnu 3. október 2006 06:15 ÓMAR MÁR JÓNSSON Allt á hárréttri leið. „Þetta er allt á hárréttri leið,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, um sjóstangaveiðiferðamennskuna sem var reynd í fyrsta skipti á Vestfjörðum í sumar. „Þegar við fórum út í þetta töldum við gott ef við næðum 2-300 manns í fyrstu tilraun, en það var fullbókað í allt sumar og rúmlega níu hundruð manns sem heimsóttu okkur.“ Sjóstangaveiðimennirnir eru þýskir, koma í vikuferðir til Súðavíkur og Tálknafjarðar, veiða á sérútbúnum bátum og gista í þorpunum, tveir til fimm manns í hóp. Ómar segir ferðamennina hafa dásamað aðstöðuna. „Þeir sem þekkja svona frá Noregi eru miklu ánægðari með aðstöðuna hér og ekki skemmir veiðin fyrir. Þeir eru mest að fá þorsk, en ef þeir fá steinbít eða stóra lúðu er ferðinni reddað. Þá stilla þeir sér upp með fiskinn og taka myndir. Hver gestur má taka með sér tuttugu kíló af flökuðum fiski og allir veiddu auðveldlega upp í þann skammt.“ Ómar segir gestina hafa verið mikla vinnukarla. „Þeir eru mjög fókuseraðir á veiðina og voru ekkert að velta því fyrir sér hvað væri fyrir utan Súðavík. Þeir eru eiginlega eins og Íslendingar á sólarströnd sem nota síðustu tvo tímana áður en flogið er heim til að liggja í sólbaði, nema hvað Þjóðverjarnir veiða fram á síðustu mínútu. Þetta eru góðir ferðamenn, kurteisir og þægilegir, en kannski full íhaldssamir á budduna.“ Þótt aðalbókunartíminn sé ekki byrjaður eru um þúsund manns þegar búnir að bóka ferðir næsta sumar. Þá bætast við tvö byggðarlög sem bjóða upp á þessa þjónustu, Bíldudalur og Suðureyri. „Þetta er eitthvað magnaðasta ferðaþjónustuverkefni síðustu ára á Vestfjörðum,“ segir Ómar að lokum, ánægður með sumarið og bjartsýnn á framhaldið. Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
„Þetta er allt á hárréttri leið,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, um sjóstangaveiðiferðamennskuna sem var reynd í fyrsta skipti á Vestfjörðum í sumar. „Þegar við fórum út í þetta töldum við gott ef við næðum 2-300 manns í fyrstu tilraun, en það var fullbókað í allt sumar og rúmlega níu hundruð manns sem heimsóttu okkur.“ Sjóstangaveiðimennirnir eru þýskir, koma í vikuferðir til Súðavíkur og Tálknafjarðar, veiða á sérútbúnum bátum og gista í þorpunum, tveir til fimm manns í hóp. Ómar segir ferðamennina hafa dásamað aðstöðuna. „Þeir sem þekkja svona frá Noregi eru miklu ánægðari með aðstöðuna hér og ekki skemmir veiðin fyrir. Þeir eru mest að fá þorsk, en ef þeir fá steinbít eða stóra lúðu er ferðinni reddað. Þá stilla þeir sér upp með fiskinn og taka myndir. Hver gestur má taka með sér tuttugu kíló af flökuðum fiski og allir veiddu auðveldlega upp í þann skammt.“ Ómar segir gestina hafa verið mikla vinnukarla. „Þeir eru mjög fókuseraðir á veiðina og voru ekkert að velta því fyrir sér hvað væri fyrir utan Súðavík. Þeir eru eiginlega eins og Íslendingar á sólarströnd sem nota síðustu tvo tímana áður en flogið er heim til að liggja í sólbaði, nema hvað Þjóðverjarnir veiða fram á síðustu mínútu. Þetta eru góðir ferðamenn, kurteisir og þægilegir, en kannski full íhaldssamir á budduna.“ Þótt aðalbókunartíminn sé ekki byrjaður eru um þúsund manns þegar búnir að bóka ferðir næsta sumar. Þá bætast við tvö byggðarlög sem bjóða upp á þessa þjónustu, Bíldudalur og Suðureyri. „Þetta er eitthvað magnaðasta ferðaþjónustuverkefni síðustu ára á Vestfjörðum,“ segir Ómar að lokum, ánægður með sumarið og bjartsýnn á framhaldið.
Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira