Hafnarvigtin á útopnu 3. október 2006 06:15 ÓMAR MÁR JÓNSSON Allt á hárréttri leið. „Þetta er allt á hárréttri leið,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, um sjóstangaveiðiferðamennskuna sem var reynd í fyrsta skipti á Vestfjörðum í sumar. „Þegar við fórum út í þetta töldum við gott ef við næðum 2-300 manns í fyrstu tilraun, en það var fullbókað í allt sumar og rúmlega níu hundruð manns sem heimsóttu okkur.“ Sjóstangaveiðimennirnir eru þýskir, koma í vikuferðir til Súðavíkur og Tálknafjarðar, veiða á sérútbúnum bátum og gista í þorpunum, tveir til fimm manns í hóp. Ómar segir ferðamennina hafa dásamað aðstöðuna. „Þeir sem þekkja svona frá Noregi eru miklu ánægðari með aðstöðuna hér og ekki skemmir veiðin fyrir. Þeir eru mest að fá þorsk, en ef þeir fá steinbít eða stóra lúðu er ferðinni reddað. Þá stilla þeir sér upp með fiskinn og taka myndir. Hver gestur má taka með sér tuttugu kíló af flökuðum fiski og allir veiddu auðveldlega upp í þann skammt.“ Ómar segir gestina hafa verið mikla vinnukarla. „Þeir eru mjög fókuseraðir á veiðina og voru ekkert að velta því fyrir sér hvað væri fyrir utan Súðavík. Þeir eru eiginlega eins og Íslendingar á sólarströnd sem nota síðustu tvo tímana áður en flogið er heim til að liggja í sólbaði, nema hvað Þjóðverjarnir veiða fram á síðustu mínútu. Þetta eru góðir ferðamenn, kurteisir og þægilegir, en kannski full íhaldssamir á budduna.“ Þótt aðalbókunartíminn sé ekki byrjaður eru um þúsund manns þegar búnir að bóka ferðir næsta sumar. Þá bætast við tvö byggðarlög sem bjóða upp á þessa þjónustu, Bíldudalur og Suðureyri. „Þetta er eitthvað magnaðasta ferðaþjónustuverkefni síðustu ára á Vestfjörðum,“ segir Ómar að lokum, ánægður með sumarið og bjartsýnn á framhaldið. Innlent Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar Sjá meira
„Þetta er allt á hárréttri leið,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, um sjóstangaveiðiferðamennskuna sem var reynd í fyrsta skipti á Vestfjörðum í sumar. „Þegar við fórum út í þetta töldum við gott ef við næðum 2-300 manns í fyrstu tilraun, en það var fullbókað í allt sumar og rúmlega níu hundruð manns sem heimsóttu okkur.“ Sjóstangaveiðimennirnir eru þýskir, koma í vikuferðir til Súðavíkur og Tálknafjarðar, veiða á sérútbúnum bátum og gista í þorpunum, tveir til fimm manns í hóp. Ómar segir ferðamennina hafa dásamað aðstöðuna. „Þeir sem þekkja svona frá Noregi eru miklu ánægðari með aðstöðuna hér og ekki skemmir veiðin fyrir. Þeir eru mest að fá þorsk, en ef þeir fá steinbít eða stóra lúðu er ferðinni reddað. Þá stilla þeir sér upp með fiskinn og taka myndir. Hver gestur má taka með sér tuttugu kíló af flökuðum fiski og allir veiddu auðveldlega upp í þann skammt.“ Ómar segir gestina hafa verið mikla vinnukarla. „Þeir eru mjög fókuseraðir á veiðina og voru ekkert að velta því fyrir sér hvað væri fyrir utan Súðavík. Þeir eru eiginlega eins og Íslendingar á sólarströnd sem nota síðustu tvo tímana áður en flogið er heim til að liggja í sólbaði, nema hvað Þjóðverjarnir veiða fram á síðustu mínútu. Þetta eru góðir ferðamenn, kurteisir og þægilegir, en kannski full íhaldssamir á budduna.“ Þótt aðalbókunartíminn sé ekki byrjaður eru um þúsund manns þegar búnir að bóka ferðir næsta sumar. Þá bætast við tvö byggðarlög sem bjóða upp á þessa þjónustu, Bíldudalur og Suðureyri. „Þetta er eitthvað magnaðasta ferðaþjónustuverkefni síðustu ára á Vestfjörðum,“ segir Ómar að lokum, ánægður með sumarið og bjartsýnn á framhaldið.
Innlent Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar Sjá meira