Bjartsýnt fólk kaupir tónlist 3. október 2006 02:00 pjetur við tónlistar-dvd deildina Líklega besta úrval landsins. MYND/Elma Guðmundsdóttir Tónspil er einhver albesta plötubúð landsins, sem væri kannski ekki í frásögur færandi ef búðin væri ekki í Neskaupstað. Pjetur Hallgrímsson hefur rekið verslunina síðan árið 1987. Hann segir að fólk úr höfuðborginni reki upp stór augu þegar það uppgötvi búðina og spyrji af hverju hún sé ekki í bænum. „Ég ætlaði fyrst að setja upp billjardstofu," segir Pjetur. „Þá var mikil billjardvakning á landinu og það vantaði stofu í bæinn. Ég var kominn með leyfi til að hafa stofuna í sama húsnæði og apótekið, en apótekaranum leist ekkert á þetta og sá fyrir sér sukk og svínarí sem illa passaði apótekararekstrinum. Hann hafði forkaupsrétt að húsinu og nýtti sér hann. Ég hafði alltaf hugsað mér að hafa plötuhorn í billjardstofunni og braut því odd af oflæti mínu og fór og talaði við apótekarann. Þannig festist ég í netinu og hef verið með plötubúð síðan." Búðin hefur verið á fjórum stöðum, alltaf í leiguhúsnæði þangað til í fyrra þegar Pjetur flutti búðina í eigið pláss. „Ég legg mikla áherslu á tónlistar-dvd og er líklega með besta úrval landsins, um 800 titla. Diskatitlarnir eru um 4.000 og spanna alla söguna þótt ég sé sterkastur í tímabilinu 1960-1980. Svo er maður að rótast í ýmsu. Ég sel hljóðfæri, er bók- og bleksali bæjarins, er með ýmis raftæki og er umboðsmaður Símans hérna. Svo rek ég gistiheimili á efri hæðinni." Pjetur er þess fullviss að búðin hafi haft mikil menningarleg áhrif á byggðarlagið. „Þessir guttar sem voru eins og gráir kettir í búðinni eru núna orðnir fullorðnir menn og segja að sinn smekkur hefði orðið ansi ólíkur ef búðarinnar hefði ekki notið við." Kúnnahópurinn er stór og fjölbreyttur, fólk af svæðinu, sjómenn og útlendingar. „Það var ótrúlega mikið af þeim í sumar og mikið spurt um íslenska tónlist. Ég reyni að sinna henni vel og er með eitthvað um 700 íslenska titla." Hvað með áhrif af virkjunar- og stóriðjuframkvæmdunum? „Ég sé nú lítið verkamennina hérna í búðinni, en áhrifin eru að það er miklu meiri bjartsýni hér á svæðinu en var. Hér höfðu ekki verið byggð hús árum saman en nú spretta þau upp eins og gorkúlur. Blekið var varla þornað á samningnum þegar húsnæðisverðið rauk upp og fólk fór að mála og dytta að húsunum sínum. Veltan hjá mér hefur aukist svo það er greinlegt að bjartsýnt fólk kaupir frekar tónlist en svartsýnt." Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Sjá meira
Tónspil er einhver albesta plötubúð landsins, sem væri kannski ekki í frásögur færandi ef búðin væri ekki í Neskaupstað. Pjetur Hallgrímsson hefur rekið verslunina síðan árið 1987. Hann segir að fólk úr höfuðborginni reki upp stór augu þegar það uppgötvi búðina og spyrji af hverju hún sé ekki í bænum. „Ég ætlaði fyrst að setja upp billjardstofu," segir Pjetur. „Þá var mikil billjardvakning á landinu og það vantaði stofu í bæinn. Ég var kominn með leyfi til að hafa stofuna í sama húsnæði og apótekið, en apótekaranum leist ekkert á þetta og sá fyrir sér sukk og svínarí sem illa passaði apótekararekstrinum. Hann hafði forkaupsrétt að húsinu og nýtti sér hann. Ég hafði alltaf hugsað mér að hafa plötuhorn í billjardstofunni og braut því odd af oflæti mínu og fór og talaði við apótekarann. Þannig festist ég í netinu og hef verið með plötubúð síðan." Búðin hefur verið á fjórum stöðum, alltaf í leiguhúsnæði þangað til í fyrra þegar Pjetur flutti búðina í eigið pláss. „Ég legg mikla áherslu á tónlistar-dvd og er líklega með besta úrval landsins, um 800 titla. Diskatitlarnir eru um 4.000 og spanna alla söguna þótt ég sé sterkastur í tímabilinu 1960-1980. Svo er maður að rótast í ýmsu. Ég sel hljóðfæri, er bók- og bleksali bæjarins, er með ýmis raftæki og er umboðsmaður Símans hérna. Svo rek ég gistiheimili á efri hæðinni." Pjetur er þess fullviss að búðin hafi haft mikil menningarleg áhrif á byggðarlagið. „Þessir guttar sem voru eins og gráir kettir í búðinni eru núna orðnir fullorðnir menn og segja að sinn smekkur hefði orðið ansi ólíkur ef búðarinnar hefði ekki notið við." Kúnnahópurinn er stór og fjölbreyttur, fólk af svæðinu, sjómenn og útlendingar. „Það var ótrúlega mikið af þeim í sumar og mikið spurt um íslenska tónlist. Ég reyni að sinna henni vel og er með eitthvað um 700 íslenska titla." Hvað með áhrif af virkjunar- og stóriðjuframkvæmdunum? „Ég sé nú lítið verkamennina hérna í búðinni, en áhrifin eru að það er miklu meiri bjartsýni hér á svæðinu en var. Hér höfðu ekki verið byggð hús árum saman en nú spretta þau upp eins og gorkúlur. Blekið var varla þornað á samningnum þegar húsnæðisverðið rauk upp og fólk fór að mála og dytta að húsunum sínum. Veltan hjá mér hefur aukist svo það er greinlegt að bjartsýnt fólk kaupir frekar tónlist en svartsýnt."
Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Sjá meira