Raforka dýrari hér en víðast í V-Evrópu 3. október 2006 06:45 maður klífur háspennumastur Stóriðja nýtur betri kjara á raforkukaupum en almenningur. Skilyrði fyrir slíkum samningum er að það komi ekki niður á raforkuverði til almennings, að sögn sérfræðings hjá Landsvirkjun. „Það er algengur misskilningur hjá fólki að það sé ódýrt raforkuverð á Íslandi. Upphitun er vissulega hræódýr en hið sama á ekki við um raforkuna sem er að vissu leyti ástæða fyrir því að við sóum henni,“ segir Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkustofnunar. Í nýrri skýrslu Orkustofnunar um orkumál á Íslandi kemur fram að raforkuverð til heimila hérlendis er vel yfir meðallagi miðað við þau lönd í Vestur-Evrópu sem notuð eru til samanburðar. „Það sem veldur því að stórum hluta að við komum ekki betur út í verðsamanburði er að við búum í stóru landi miðað við íbúafjölda og erum með dreifða byggð. Dreifing og flutningur á raforku á Íslandi er því dýr,“ segir Haukur Eggertsson, sérfræðingur hjá Orkustofnun. „En á móti kemur líka að orkuverð til heimilanna er heldur ekkert mikið ódýrara en það sem gengur og gerist. Og það er verðlagning Landsvirkjunar sem ræður því, á hvaða verði þeir selja raforkuna til sölufyrirtækja í dag.“ Haukur segir enn fremur ekkert leyndarmál að stóriðjan nýtur betri kjara en almenningsveitur þegar kemur að orku frá Landsvirkjun. Edvard G. Guðnason, sérfræðingur hjá Landsvirkjun, segir raforkuverð Landsvirkjunar til smásala vera sambærilegt miðað við verð til smásala í Evrópu og jafnvel lægra. „Til dæmis hefur raforkuverð á hinum Norðurlöndunum hækkað mikið á undanförnum misserum, meðal annars vegna vatnsskorts til að knýja orkuver og lokun kjarnorkuvera.“ Þeir samningar sem gerðir hafa verið vegna stóriðju standa fyllilega undir sér og þeim kostnaði sem þeir eiga að bera, að sögn Edvards. „Enda hefur það verið skilyrði fyrir að gera þá samninga að þeir eigi ekki að hafa áhrif á raforku til almennings.“ Edvard telur að raforkuverð hér á landi muni ekki hækka að raungildi hér á næstum árum á meðan almennt hækkandi orkuverð í heiminum muni hækka verðið erlendis. Sigurður Ingi segir raforkuverð hafa farið lækkandi undanfarið. „Og það eru forsendur til staðar til að það verði ódýrara hlutfallslega heldur en í Evrópu. Þar eru menn að reyna að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa en við erum svo heppin að vera með 100 prósenta raforkuframleiðslu í endurnýjanlegum orkugjöfum. Mikið af raforkuframleiðslu í Evrópu er fengið úr jarðvegseldsneyti á borð við kol og olíu. Og verðið á jarðvegseldsneyti er á uppleið eins og við vitum.“ Sigurður Ingi telur líkur á því að í framtíðinni skilji leiðir í samanburði við Evrópuríki Íslandi í hag þannig að raforkuverð hér verði ódýrara en í Evrópu. Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
„Það er algengur misskilningur hjá fólki að það sé ódýrt raforkuverð á Íslandi. Upphitun er vissulega hræódýr en hið sama á ekki við um raforkuna sem er að vissu leyti ástæða fyrir því að við sóum henni,“ segir Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkustofnunar. Í nýrri skýrslu Orkustofnunar um orkumál á Íslandi kemur fram að raforkuverð til heimila hérlendis er vel yfir meðallagi miðað við þau lönd í Vestur-Evrópu sem notuð eru til samanburðar. „Það sem veldur því að stórum hluta að við komum ekki betur út í verðsamanburði er að við búum í stóru landi miðað við íbúafjölda og erum með dreifða byggð. Dreifing og flutningur á raforku á Íslandi er því dýr,“ segir Haukur Eggertsson, sérfræðingur hjá Orkustofnun. „En á móti kemur líka að orkuverð til heimilanna er heldur ekkert mikið ódýrara en það sem gengur og gerist. Og það er verðlagning Landsvirkjunar sem ræður því, á hvaða verði þeir selja raforkuna til sölufyrirtækja í dag.“ Haukur segir enn fremur ekkert leyndarmál að stóriðjan nýtur betri kjara en almenningsveitur þegar kemur að orku frá Landsvirkjun. Edvard G. Guðnason, sérfræðingur hjá Landsvirkjun, segir raforkuverð Landsvirkjunar til smásala vera sambærilegt miðað við verð til smásala í Evrópu og jafnvel lægra. „Til dæmis hefur raforkuverð á hinum Norðurlöndunum hækkað mikið á undanförnum misserum, meðal annars vegna vatnsskorts til að knýja orkuver og lokun kjarnorkuvera.“ Þeir samningar sem gerðir hafa verið vegna stóriðju standa fyllilega undir sér og þeim kostnaði sem þeir eiga að bera, að sögn Edvards. „Enda hefur það verið skilyrði fyrir að gera þá samninga að þeir eigi ekki að hafa áhrif á raforku til almennings.“ Edvard telur að raforkuverð hér á landi muni ekki hækka að raungildi hér á næstum árum á meðan almennt hækkandi orkuverð í heiminum muni hækka verðið erlendis. Sigurður Ingi segir raforkuverð hafa farið lækkandi undanfarið. „Og það eru forsendur til staðar til að það verði ódýrara hlutfallslega heldur en í Evrópu. Þar eru menn að reyna að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa en við erum svo heppin að vera með 100 prósenta raforkuframleiðslu í endurnýjanlegum orkugjöfum. Mikið af raforkuframleiðslu í Evrópu er fengið úr jarðvegseldsneyti á borð við kol og olíu. Og verðið á jarðvegseldsneyti er á uppleið eins og við vitum.“ Sigurður Ingi telur líkur á því að í framtíðinni skilji leiðir í samanburði við Evrópuríki Íslandi í hag þannig að raforkuverð hér verði ódýrara en í Evrópu.
Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira