Herleysinu fagnað 2. október 2006 06:30 Á miðnesheiði Mikill fjöldi herstöðvaandstæðinga fór í skoðunarferð um varnarliðssvæðið í fylgd leiðsögumanna og kyrjaði baráttusöngva þrátt fyrir bann við háreysti.Fréttablaðið/Víkurfréttir Í kringum 70 herstöðvaandstæðingar fylktu liði til Suðurnesja í gær og skoðuðu herstöðina á Miðnesheiði, fyrstir almennra borgara eftir að Bandaríkjaher yfirgaf svæðið í gær. Ferðin var farin á vegum Samtaka herstöðvaandstæðina og fór hópurinn um varnarsvæðið fyrrverandi í fylgd leiðsögumanns sem sýndi þeim markverðustu og menguðustu staði þess. Hópurinn hóf einnig upp raust sína af og til og kyrjaði alkunna baráttusöngva sína. Eftir að Bandaríkjaher hvarf á brott hefur slagorð samtakanna þó tekið breytingum, og í stað hins gamalkunna „Ísland úr NATÓ - herinn á brott" stóð á skiltum þeirra slagorðið „Ísland úr NATÓ - herinn frá Írak". Svæðið telst þó enn vera varnarsvæði og því var hópnum gert að lúta ströngum reglum sem bönnuðu meðal annars háreysti og ósæmilega háttsemi. „Þetta var mikill gleðidagur," sagði Atli Gíslason, lögfræðingur og varaþingmaður vinstri grænna, sem var í ferðinni. „Manni auðnaðist sú gæfa að lifa þennan dásamlega dag og veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og voru greinilega mjög hamingjusamir með að herinn væri farinn." En brotthvarfi varnarliðsins var fagnað víðar. Þjóðarhreyfingin - með lýðræði hélt almennan borgarafund og hátíð á NASA við Austurvöll í gær af því tilefni, sem bar nafnið „Vopnin kvödd". Vopnin kvödd Jón Baldvin Hannibalsson flutti hátíðarræðu fyrir fullu húsi á NASA við Austurvöll. Fréttablaðið / vilhelm Á fundinum flutti Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, innblásna hátíðarræðu auk þess sem ýmsir listamenn stigu á svið. Rithöfundurinn Pétur Gunnarsson flutti ávarp, og læknirinn og varaþingkona Sjálfstæðisflokksins Katrín Fjeldsted las ljóð sem, Matthías Johannessen orti í tilefni dagsins, og ber nafnið „1. október". „Því var svo vel tekið að hún var beðin að koma á sviðið að lesa það aftur," sagði Hans Kristján Árnason, einn forvígismanna Þjóðarhreyfingarinnar. Hann kvaðst ánægður með samkomuna. „Það var ljómandi vel mætt og samdóma álit allra að þetta hafi verið með smekklegustu samkomum sem haldnar hafa verið." Þá segir hann ræður þeirra Jóns Baldvins og Péturs tímamótaræður sem eflaust endi í sögubókunum. Innlent Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Sjá meira
Í kringum 70 herstöðvaandstæðingar fylktu liði til Suðurnesja í gær og skoðuðu herstöðina á Miðnesheiði, fyrstir almennra borgara eftir að Bandaríkjaher yfirgaf svæðið í gær. Ferðin var farin á vegum Samtaka herstöðvaandstæðina og fór hópurinn um varnarsvæðið fyrrverandi í fylgd leiðsögumanns sem sýndi þeim markverðustu og menguðustu staði þess. Hópurinn hóf einnig upp raust sína af og til og kyrjaði alkunna baráttusöngva sína. Eftir að Bandaríkjaher hvarf á brott hefur slagorð samtakanna þó tekið breytingum, og í stað hins gamalkunna „Ísland úr NATÓ - herinn á brott" stóð á skiltum þeirra slagorðið „Ísland úr NATÓ - herinn frá Írak". Svæðið telst þó enn vera varnarsvæði og því var hópnum gert að lúta ströngum reglum sem bönnuðu meðal annars háreysti og ósæmilega háttsemi. „Þetta var mikill gleðidagur," sagði Atli Gíslason, lögfræðingur og varaþingmaður vinstri grænna, sem var í ferðinni. „Manni auðnaðist sú gæfa að lifa þennan dásamlega dag og veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og voru greinilega mjög hamingjusamir með að herinn væri farinn." En brotthvarfi varnarliðsins var fagnað víðar. Þjóðarhreyfingin - með lýðræði hélt almennan borgarafund og hátíð á NASA við Austurvöll í gær af því tilefni, sem bar nafnið „Vopnin kvödd". Vopnin kvödd Jón Baldvin Hannibalsson flutti hátíðarræðu fyrir fullu húsi á NASA við Austurvöll. Fréttablaðið / vilhelm Á fundinum flutti Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, innblásna hátíðarræðu auk þess sem ýmsir listamenn stigu á svið. Rithöfundurinn Pétur Gunnarsson flutti ávarp, og læknirinn og varaþingkona Sjálfstæðisflokksins Katrín Fjeldsted las ljóð sem, Matthías Johannessen orti í tilefni dagsins, og ber nafnið „1. október". „Því var svo vel tekið að hún var beðin að koma á sviðið að lesa það aftur," sagði Hans Kristján Árnason, einn forvígismanna Þjóðarhreyfingarinnar. Hann kvaðst ánægður með samkomuna. „Það var ljómandi vel mætt og samdóma álit allra að þetta hafi verið með smekklegustu samkomum sem haldnar hafa verið." Þá segir hann ræður þeirra Jóns Baldvins og Péturs tímamótaræður sem eflaust endi í sögubókunum.
Innlent Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Sjá meira