Skólplögnin er í vafasömu ástandi 2. október 2006 04:30 Haraldur Magnússon, eftirlitsmaður með fasteignum á varnarsvæðinu, er í hópi þeirra Íslendinga sem þekkja varnarsvæðið og ástand fasteigna þar hvað best. Hann telur skólplögnina „í vafasömu ástandi“ og vatnsleiðslur á mörkum þess að vera ónýtar. MYND/víkurfréttir Ýmis vandkvæði fylgja því að taka við því tæplega fimm þúsund manna sveitarfélagi sem brátt stendur autt á Keflavíkurflugvelli. Haraldur Magnússon, eftirlitsmaður fasteigna hjá varnarliðinu, lét af störfum nú um helgina. Hann segir að íbúðirnar á svæðinu séu tveggja til fimm herbergja og yfirleitt í ágætis ástandi. Sumar hafi verið endurgerðar en aðrar þurfi að laga, til dæmis séu gluggar farnir að leka í sumum gömlu húsanna. „Skólplögnin er í vafasömu ástandi og ýmislegt þarf að laga. Það er til dæmis ekki búið að endurnýja lagnakerfið nema að litlum hluta og nánast ekkert í jörðu," segir hann og telur vatnsleiðslur á mörkum þess að vera ónýtar. „Bandaríkjamennirnir voru með íblöndunarkerfi í vatninu hjá sér og það hefur farið illa með leiðslur og annað." Haraldur bendir á að rafmagninu sé stórlega ábótavant samkvæmt evrópskum stöðlum og undir það tekur Helgi Rafnsson, einn eigenda Rafholts. Helgi segir ekki hægt að komast hjá því að breyta og endurnýja rafmagnið á svæðinu. Hægt sé að hafa brautarljósin og radarinn á sextíu voltum en öllu öðru þurfi að breyta í samræmi við evrópska staðla. „Þetta er stórt verkefni upp á hundruð milljóna ef ekki milljarða króna. Það þarf að athuga hvort hægt sé að endurnýta lagnir í jörðu og væntanlega þyrfti að breyta dreifikerfinu fyrir rafmagnið í jörðinni. Við erum að tala um gríðarlega kostnaðarsama aðgerð og ekki hægt að komast hjá því ef þetta húsnæði á að nýtast við íslenskar aðstæður og samkvæmt íslenskum reglugerðum," segir hann. Engar svalir eru utan á mörgum stigahúsum þannig að engir neyðarútgangar eru í þessum húsum. Haraldur telur að gera þurfi faglega úttekt á fasteignunum á svæðinu og dýrt verði að gera upp sum húsin, það hljóti að kosta tugi milljarða króna. Hann veltir upp þeirri spurningu hvort húsin standist þær kröfur sem Íslendingar gera til bygginga. Enn er óákveðið hvað gert verður við fasteignirnar. Fasteignasalar hafa enga trú á að þær fari á markað enda talið að það myndi hafa slæm áhrif á markaðinn.877 íbúðir Verðmæti fasteignanna á varnarsvæðinu á Reykjanesi nemur líklega minnst tugum milljarða króna sé hægt að koma þeim í verð. Á svæðinu eru flugskýli, hótel, tveir fullbúnir skólar, verslunarhús, þrjú klúbbahús, sjúkrahús, lögreglustöð og svo mætti lengi telja. Blokkaríbúðirnar eru 877 talsins.Til stóð að loka hundrað þeirra og endurgera fyrir nokkur hundruð milljónir króna. Miðað við 777 íbúðir að verðmæti 12-15 milljónir króna hver gæti heildarverðmæti íbúðanna verið á bilinu níu til ellefu milljarðar króna. Þau eins manns herbergi, sem eru á svæðinu, eru ekki tekin með í reikninginn. Innlent Tengdar fréttir Má taka gloss og handáburð Bandarísk stjórnvöld hafa nú endurskoðað hertar reglur frá því í byrjun ágúst og leyfa að einhverju leyti vökva í handfarangri í flugi, ef marka má nýlega frétt norska dagblaðsins Aftenposten. 2. október 2006 05:45 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Ýmis vandkvæði fylgja því að taka við því tæplega fimm þúsund manna sveitarfélagi sem brátt stendur autt á Keflavíkurflugvelli. Haraldur Magnússon, eftirlitsmaður fasteigna hjá varnarliðinu, lét af störfum nú um helgina. Hann segir að íbúðirnar á svæðinu séu tveggja til fimm herbergja og yfirleitt í ágætis ástandi. Sumar hafi verið endurgerðar en aðrar þurfi að laga, til dæmis séu gluggar farnir að leka í sumum gömlu húsanna. „Skólplögnin er í vafasömu ástandi og ýmislegt þarf að laga. Það er til dæmis ekki búið að endurnýja lagnakerfið nema að litlum hluta og nánast ekkert í jörðu," segir hann og telur vatnsleiðslur á mörkum þess að vera ónýtar. „Bandaríkjamennirnir voru með íblöndunarkerfi í vatninu hjá sér og það hefur farið illa með leiðslur og annað." Haraldur bendir á að rafmagninu sé stórlega ábótavant samkvæmt evrópskum stöðlum og undir það tekur Helgi Rafnsson, einn eigenda Rafholts. Helgi segir ekki hægt að komast hjá því að breyta og endurnýja rafmagnið á svæðinu. Hægt sé að hafa brautarljósin og radarinn á sextíu voltum en öllu öðru þurfi að breyta í samræmi við evrópska staðla. „Þetta er stórt verkefni upp á hundruð milljóna ef ekki milljarða króna. Það þarf að athuga hvort hægt sé að endurnýta lagnir í jörðu og væntanlega þyrfti að breyta dreifikerfinu fyrir rafmagnið í jörðinni. Við erum að tala um gríðarlega kostnaðarsama aðgerð og ekki hægt að komast hjá því ef þetta húsnæði á að nýtast við íslenskar aðstæður og samkvæmt íslenskum reglugerðum," segir hann. Engar svalir eru utan á mörgum stigahúsum þannig að engir neyðarútgangar eru í þessum húsum. Haraldur telur að gera þurfi faglega úttekt á fasteignunum á svæðinu og dýrt verði að gera upp sum húsin, það hljóti að kosta tugi milljarða króna. Hann veltir upp þeirri spurningu hvort húsin standist þær kröfur sem Íslendingar gera til bygginga. Enn er óákveðið hvað gert verður við fasteignirnar. Fasteignasalar hafa enga trú á að þær fari á markað enda talið að það myndi hafa slæm áhrif á markaðinn.877 íbúðir Verðmæti fasteignanna á varnarsvæðinu á Reykjanesi nemur líklega minnst tugum milljarða króna sé hægt að koma þeim í verð. Á svæðinu eru flugskýli, hótel, tveir fullbúnir skólar, verslunarhús, þrjú klúbbahús, sjúkrahús, lögreglustöð og svo mætti lengi telja. Blokkaríbúðirnar eru 877 talsins.Til stóð að loka hundrað þeirra og endurgera fyrir nokkur hundruð milljónir króna. Miðað við 777 íbúðir að verðmæti 12-15 milljónir króna hver gæti heildarverðmæti íbúðanna verið á bilinu níu til ellefu milljarðar króna. Þau eins manns herbergi, sem eru á svæðinu, eru ekki tekin með í reikninginn.
Innlent Tengdar fréttir Má taka gloss og handáburð Bandarísk stjórnvöld hafa nú endurskoðað hertar reglur frá því í byrjun ágúst og leyfa að einhverju leyti vökva í handfarangri í flugi, ef marka má nýlega frétt norska dagblaðsins Aftenposten. 2. október 2006 05:45 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Má taka gloss og handáburð Bandarísk stjórnvöld hafa nú endurskoðað hertar reglur frá því í byrjun ágúst og leyfa að einhverju leyti vökva í handfarangri í flugi, ef marka má nýlega frétt norska dagblaðsins Aftenposten. 2. október 2006 05:45