Segir sjávarflóðahættu í Reykjavík vera vanmetna 24. september 2006 05:30 Strandlengjan við Skúlagötu. Skipulagsfræðingur segir varnargarða vitlausu megin við Sæbrautina. Sjávarflóðahætta er vanmetin í Reykjavík að sögn Trausta Valssonar skipulagsfræðings, en hann hélt erindi á föstudaginn um áhrif loftslagsbreytinga á skipulag í Reykjavík á málþingi vegna árlegrar samgönguviku. Trausti segir að sjávarflóðavarnir við strendur Reykjavíkur séu miklum mun minni en annars staðar á landinu og nefnir þar sérstaklega Stokkseyri og Eyrarbakka. Hann telur ástæðurnar vera fyrst og fremst þær að menn hafi ekki viljað hafa varnirnar hærri til að skerða ekki útsýni fólks út til hafsins. Trausti segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm gegn flóðum og nefnir þar helst Skúlagötustrandlengjuna. „Það er varnargarður við Sæbraut en hann er landmegin við hana og er raunverulega hannaður sem hljóðvörn. Ef það ætti að vera alvöru varnargarður þyrfti hann að vera samfelldur og sjávarmegin við brautina.“ Trausti Valsson Segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm fyrir flóðum. Trausti segir vandann á höfuðborgarsvæðinu vera margvíslegan. „Í fyrsta lagi er almenn hækkun á sjávaryfirborði í heiminum. Spár segja að það muni hækka um fimmtíu til níutíu sentímetra á þessari öld. Svo er svæðið sem Reykjavík og nágrenni stendur á að síga um fimmtán sentímetra á öld. Við það bætist að hér eru ónógar sjávarvarnir. Þá er verið að byggja íbúðarbyggðir víða á höfuðborgarsvæðinu á landfyllingum. Að mínu mati og miðað við spár um sjávarhæðarhækkun eru þær fyllingar of lágar. Ef maður bætir metra ofan á sjávarhæðina við Reykjavík þá er sjórinn náttúrulega kominn inn á land á mörgum stöðum og upp á landfyllingarnar.“ Að auki bendir Trausti á að stærsta flóð sem orðið hafi á svæðinu, Básendaflóð árið 1799, sé ekki tekið með inn í mat á flóðahættu. „Menn sögðu að slíkt flóð gæti ekki komið nema á nokkur þúsund ára fresti og því þyrfti ekkert að byggja varnir vegna þeirra,“ en í því flóði flæddi meðal annars yfir alla Kvosina. Hann telur flóðahættuna mögulega vera nær okkur en fólk gruni. „Í fyrra eða hitteðfyrra munaði engu að mjög kröpp lægð sem rak á undan sér flóðbylgju hefði farið inn í Faxaflóann og komið á Reykjavík. Því hefur verið haldið fram að það hafi einungis þurft hundrað kílómetra tilfærslu á þessari lægð til að hér hafi orðið mjög mikið flóð víða á höfuðborgarsvæðinu.“ Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Sjávarflóðahætta er vanmetin í Reykjavík að sögn Trausta Valssonar skipulagsfræðings, en hann hélt erindi á föstudaginn um áhrif loftslagsbreytinga á skipulag í Reykjavík á málþingi vegna árlegrar samgönguviku. Trausti segir að sjávarflóðavarnir við strendur Reykjavíkur séu miklum mun minni en annars staðar á landinu og nefnir þar sérstaklega Stokkseyri og Eyrarbakka. Hann telur ástæðurnar vera fyrst og fremst þær að menn hafi ekki viljað hafa varnirnar hærri til að skerða ekki útsýni fólks út til hafsins. Trausti segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm gegn flóðum og nefnir þar helst Skúlagötustrandlengjuna. „Það er varnargarður við Sæbraut en hann er landmegin við hana og er raunverulega hannaður sem hljóðvörn. Ef það ætti að vera alvöru varnargarður þyrfti hann að vera samfelldur og sjávarmegin við brautina.“ Trausti Valsson Segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm fyrir flóðum. Trausti segir vandann á höfuðborgarsvæðinu vera margvíslegan. „Í fyrsta lagi er almenn hækkun á sjávaryfirborði í heiminum. Spár segja að það muni hækka um fimmtíu til níutíu sentímetra á þessari öld. Svo er svæðið sem Reykjavík og nágrenni stendur á að síga um fimmtán sentímetra á öld. Við það bætist að hér eru ónógar sjávarvarnir. Þá er verið að byggja íbúðarbyggðir víða á höfuðborgarsvæðinu á landfyllingum. Að mínu mati og miðað við spár um sjávarhæðarhækkun eru þær fyllingar of lágar. Ef maður bætir metra ofan á sjávarhæðina við Reykjavík þá er sjórinn náttúrulega kominn inn á land á mörgum stöðum og upp á landfyllingarnar.“ Að auki bendir Trausti á að stærsta flóð sem orðið hafi á svæðinu, Básendaflóð árið 1799, sé ekki tekið með inn í mat á flóðahættu. „Menn sögðu að slíkt flóð gæti ekki komið nema á nokkur þúsund ára fresti og því þyrfti ekkert að byggja varnir vegna þeirra,“ en í því flóði flæddi meðal annars yfir alla Kvosina. Hann telur flóðahættuna mögulega vera nær okkur en fólk gruni. „Í fyrra eða hitteðfyrra munaði engu að mjög kröpp lægð sem rak á undan sér flóðbylgju hefði farið inn í Faxaflóann og komið á Reykjavík. Því hefur verið haldið fram að það hafi einungis þurft hundrað kílómetra tilfærslu á þessari lægð til að hér hafi orðið mjög mikið flóð víða á höfuðborgarsvæðinu.“
Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira