Sagður ómótstæðilegur og víkingalegur bláskjár 24. september 2006 06:30 Björgólfur Þór Björgólfsson. Stór blá augu, ómótstæðilegt bros og víkingalegt atgervi gera Björgólf kynþokkafyllstan auðjöfra í flokkun fjármálatímaritsins Financial Times. Björgólfur Thor Björgólfsson er kynþokkafyllsti auðjöfur heims, að því er kemur fram í upptalningu viðskiptablaðsins Financial Times á kostum ríkustu manna heimsins. Í umsögn blaðsins segir að þessi ríkasti milljarðamæringur Íslands og 350. ríkasti maður heims hafi stór blá augu og bros sem slái vopn úr höndum fólks. Þá sé víkingalegt atgervi hans bæði geðfellt og mikilfenglegt. Velgengni Björgólfs er sögð hafa leitt til orðaleikja um víkingauppruna hans og að sjálfsögðu auki hún á kyntöfra hans. Auðjöfrarnir á lista Financial Times eru settir í ýmsa óhefðbundna flokka. Þar á meðal er kanadíski raftækjamógúllinn Robert Miller, sem þykir líklegastur auðjöfra til að verða ódauðlegur. Miller er sagður nógu ríkur til að geta lagt fé í ólíklegan og hugsanlega vonlausan málstað. Er vísað í orðróm um að Miller hyggist láta frysta sig eftir dauða sinn svo hægt verði að endurlífga hann í framtíðinni. Philip Knight, Bandaríkjamaðurinn á bak við sportvörurisann Nike, fær þann vafasama titil að vera verst klæddi auðjöfurinn. Hann er talinn vel að titlinum kominn þar sem hann klæðist iðulega kúrekahatti, krumpuðum fötum og skordýralegum sólgleraugum. Frjóasti milljarðamæringurinn er hinn 94 ára gamli Saleh Bin Abdul Aziz Al Rajhi, bankaeigandi og athafnamaður frá Sádi-Arabíu. Enginn milljarðamæringur á lista fjármálatímaritsins Forbes yfir ríkasta fólk í heimi á jafn mörg börn og Al-Rajhi, sem á sextíu börn og sjö eiginkonur. Þar sem hann er 84. ríkasti maður í heimi á hann þó ekki í vandræðum með að sjá barnahersingunni farborða. Mestur viðsnúningur hefur orðið á högum J.K. Rowling, að mati Financial Times, en hana þekkja margir sem höfund bókanna um Harry Potter. Fyrstu bókina skrifaði Rowling á notaða ritvél og lifði á meðan á bótum sem einstæð móðir. Ári síðar seldi hún handritið og í kjölfarið varð hún fyrsta manneskjan til að verða milljarðamæringur á því að skrifa bækur. Fárið í kringum bækurnar hefur náð farsakenndum hæðum í ár, að því er kemur fram í umsögn tímaritsins, eftir að smástirni var nefnt eftir Rowling. Einnig var beinagrind risaeðlu nefnd Dracorex hogwartsia, sem er tilvísun í bækurnar. Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson er kynþokkafyllsti auðjöfur heims, að því er kemur fram í upptalningu viðskiptablaðsins Financial Times á kostum ríkustu manna heimsins. Í umsögn blaðsins segir að þessi ríkasti milljarðamæringur Íslands og 350. ríkasti maður heims hafi stór blá augu og bros sem slái vopn úr höndum fólks. Þá sé víkingalegt atgervi hans bæði geðfellt og mikilfenglegt. Velgengni Björgólfs er sögð hafa leitt til orðaleikja um víkingauppruna hans og að sjálfsögðu auki hún á kyntöfra hans. Auðjöfrarnir á lista Financial Times eru settir í ýmsa óhefðbundna flokka. Þar á meðal er kanadíski raftækjamógúllinn Robert Miller, sem þykir líklegastur auðjöfra til að verða ódauðlegur. Miller er sagður nógu ríkur til að geta lagt fé í ólíklegan og hugsanlega vonlausan málstað. Er vísað í orðróm um að Miller hyggist láta frysta sig eftir dauða sinn svo hægt verði að endurlífga hann í framtíðinni. Philip Knight, Bandaríkjamaðurinn á bak við sportvörurisann Nike, fær þann vafasama titil að vera verst klæddi auðjöfurinn. Hann er talinn vel að titlinum kominn þar sem hann klæðist iðulega kúrekahatti, krumpuðum fötum og skordýralegum sólgleraugum. Frjóasti milljarðamæringurinn er hinn 94 ára gamli Saleh Bin Abdul Aziz Al Rajhi, bankaeigandi og athafnamaður frá Sádi-Arabíu. Enginn milljarðamæringur á lista fjármálatímaritsins Forbes yfir ríkasta fólk í heimi á jafn mörg börn og Al-Rajhi, sem á sextíu börn og sjö eiginkonur. Þar sem hann er 84. ríkasti maður í heimi á hann þó ekki í vandræðum með að sjá barnahersingunni farborða. Mestur viðsnúningur hefur orðið á högum J.K. Rowling, að mati Financial Times, en hana þekkja margir sem höfund bókanna um Harry Potter. Fyrstu bókina skrifaði Rowling á notaða ritvél og lifði á meðan á bótum sem einstæð móðir. Ári síðar seldi hún handritið og í kjölfarið varð hún fyrsta manneskjan til að verða milljarðamæringur á því að skrifa bækur. Fárið í kringum bækurnar hefur náð farsakenndum hæðum í ár, að því er kemur fram í umsögn tímaritsins, eftir að smástirni var nefnt eftir Rowling. Einnig var beinagrind risaeðlu nefnd Dracorex hogwartsia, sem er tilvísun í bækurnar.
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira