Blikar skutust upp í fimmta sætið 24. september 2006 08:30 Fyrir lokaumferðina í Landsbankadeildinni í gær var ljóst að Breiðablik væri öruggt með sæti sitt ef liðinu tækist að sigra Keflavík á heimavelli sínum. Sú varð raunin og Blikar unnu góðan og mjög svo verðskuldaðan 2-1 sigur. Gestirnir höfðu ekki að neinu að keppa í leiknum því ljóst var að liðið myndi enda í fjórða sætinu, sama hvernig færi á Kópavogsvelli. Þeir leika bikarúrslitaleik um næstu helgi og hvíldu þeir fyrirliða sinn, Guðmund Steinarsson, í þessum leik en hann er einu spjaldi frá því að fara í leikbann. Fyrsta marktilraunin kom á elleftu mínútu þegar Arnar Grétarsson átti skot úr aukaspyrnu sem fór naumlega framhjá. Stuttu seinna fékk Hallgrímur Jónasson ágætis færi á hinum enda vallarins en skalli hans fór yfir. Það var svo Magnús Páll Gunnarsson sem kom Blikum yfir eftir sautján mínútna leik þegar hann skoraði eftir sendingu bakvarðarins Árna Kristins Gunnarssonar. Örfáum mínútum síðar var hann svo nálægt því að skora aftur en þá skallaði hann framhjá eftir fyrirgjöf frá Steinþóri Þorsteinssyni sem átti mjög góðan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eftir tæpan hálftíma var Branislav Milicevic dæmdur brotlegur innan teigs og Arnar Grétarsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni, hans fyrsta og eina mark á tímabilinu. Seinni hálfleikurinn var ótrúlega bragðdaufur, Keflvíkingar voru meira með boltann en náðu ekkert að skapa sér. Ellert Hreinsson fékk besta færi heimamanna þegar hann var nánast sloppinn í gegn en Kenneth Gustafsson sýndi fína vörn og bjargaði. Pedr Podzemsky lék í hjarta varnarinnar hjá Blikum í þessum leik og varð hann fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í leiknum. Það breytti þó ekki því að Breiðablik vann leikinn enda mun betra liðið í leiknum í gær. Blikar enduðu í fimmta sæti deildarinnar þrátt fyrir að hafa verið í fallhættu fyrir leikinn og endurspeglar það kannski hvernig deildin hefur verið í sumar. Það er því ljóst að við fáum Kópavogsslag á næsta tímabili í Landsbankadeildinni en HK er komið upp í úrvalsdeildina í fyrsta sinn í sögu félagsins. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Fótbolti Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Fyrir lokaumferðina í Landsbankadeildinni í gær var ljóst að Breiðablik væri öruggt með sæti sitt ef liðinu tækist að sigra Keflavík á heimavelli sínum. Sú varð raunin og Blikar unnu góðan og mjög svo verðskuldaðan 2-1 sigur. Gestirnir höfðu ekki að neinu að keppa í leiknum því ljóst var að liðið myndi enda í fjórða sætinu, sama hvernig færi á Kópavogsvelli. Þeir leika bikarúrslitaleik um næstu helgi og hvíldu þeir fyrirliða sinn, Guðmund Steinarsson, í þessum leik en hann er einu spjaldi frá því að fara í leikbann. Fyrsta marktilraunin kom á elleftu mínútu þegar Arnar Grétarsson átti skot úr aukaspyrnu sem fór naumlega framhjá. Stuttu seinna fékk Hallgrímur Jónasson ágætis færi á hinum enda vallarins en skalli hans fór yfir. Það var svo Magnús Páll Gunnarsson sem kom Blikum yfir eftir sautján mínútna leik þegar hann skoraði eftir sendingu bakvarðarins Árna Kristins Gunnarssonar. Örfáum mínútum síðar var hann svo nálægt því að skora aftur en þá skallaði hann framhjá eftir fyrirgjöf frá Steinþóri Þorsteinssyni sem átti mjög góðan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eftir tæpan hálftíma var Branislav Milicevic dæmdur brotlegur innan teigs og Arnar Grétarsson skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni, hans fyrsta og eina mark á tímabilinu. Seinni hálfleikurinn var ótrúlega bragðdaufur, Keflvíkingar voru meira með boltann en náðu ekkert að skapa sér. Ellert Hreinsson fékk besta færi heimamanna þegar hann var nánast sloppinn í gegn en Kenneth Gustafsson sýndi fína vörn og bjargaði. Pedr Podzemsky lék í hjarta varnarinnar hjá Blikum í þessum leik og varð hann fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í leiknum. Það breytti þó ekki því að Breiðablik vann leikinn enda mun betra liðið í leiknum í gær. Blikar enduðu í fimmta sæti deildarinnar þrátt fyrir að hafa verið í fallhættu fyrir leikinn og endurspeglar það kannski hvernig deildin hefur verið í sumar. Það er því ljóst að við fáum Kópavogsslag á næsta tímabili í Landsbankadeildinni en HK er komið upp í úrvalsdeildina í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Fótbolti Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann