Upplýsingaflæði milli landa hefði hindrað hryðjuverk 23. september 2006 08:00 hryðjuverkin í madríd Eftir á að hyggja sjá menn nú að koma hefði mátt í veg fyrir hryðjuverkin í Bandaríkjunum og Evrópulöndum, hefðu allar upplýsingar sem fyrir lágu borist greiðlega milli öryggisþjónusta. Ef upplýsingar sem lágu fyrir hjá öryggisdeildum hinna ýmsu landa þegar hryðjuverkin í Bandaríkjunum, Balí, London og Madríd voru framin hefðu skilað sér í miðlægan gagnagrunn hefði verið hægt að koma í veg fyrir þau. Þetta kemur fram í áður óbirtri skýrslu sem Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, lauk nýverið við, en hún fjallaði um Öryggisþjónustu ríkisins, upplýsingagreiningu og öryggismat. Skýrsluna vann Arnar fyrir dómsmálaráðuneytið og Ríkislögreglustjóra, en hún er jafnframt lokaverkefni hans í meistaranámi við Háskóla Íslands. Arnar viðaði að sér ýmsu efni við vinnslu verkefnisins og kynnti sér meðal annars innra starf öryggis- og greiningardeilda Europol og öryggislögreglunnar í Danmörku, svo og stefnu Evrópusambandsins gegn hryðjuverkum. Arnar bendir á að mörg dæmi hafi legið fyrir um togstreitu, samkeppni og valdabaráttu innan löggæslu- og öryggisþjónustusviðs. Meðal annars vegna þess hafi verið gerðar verulegar breytingar á greiningar- og matsaðferðum sumra öryggisþjónustustofnana í Evrópu og stofnaðar sérstakar miðlægar stofnanir sem tóku á móti, greindu og mátu upplýsingar frá öllum sem starfa á sviði öryggismála til þess að ná sem heildstæðastri mynd af þeim ógnum sem steðjuðu að tilteknu landi á hverjum tíma. „Ytri ógnir sem steðja að á Vesturlöndum hafa tekið á sig nýja mynd,“ segir hann enn fremur. „Nú telja flest Vesturlönd að hryðjuverk séu sú ógn sem mest hætta stafar af. Markviss, öflug og vönduð upplýsingagreining á vegum öryggisþjónustustofnana sé lykillinn að vörnum gegn þeirri ógn.“ Þá segir Arnar „afar mikilvægt að tryggja að slík starfsemi vinni ekki gegn hagsmunum almennings eða verði verkfæri í höndum ráðamanna.“ Hvað varðar stöðu mála hér á landi segir Arnar að vöntun á lagaákvæðum og skráðum réttarheimildum varðandi öryggismálaverkefni hafi verið mjög til trafala. Það hafi einnig skapað réttaróvissu bæði gagnvart þeim viðfangsefnum sem öryggismálasvið hjá Ríkislögreglustjóra hafi þurft að sinna og starfsfólki þar. Arnar metur það svo að starfsmenn við öryggis- og greiningardeild sem stofnuð yrði hjá embætti Ríkislögreglustjórans hér á landi þyrftu að vera í það minnsta tólf. Þar af væru fimm lögreglumenn og fimm sérfræðingar á tilteknum sviðum. Innlent Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Ef upplýsingar sem lágu fyrir hjá öryggisdeildum hinna ýmsu landa þegar hryðjuverkin í Bandaríkjunum, Balí, London og Madríd voru framin hefðu skilað sér í miðlægan gagnagrunn hefði verið hægt að koma í veg fyrir þau. Þetta kemur fram í áður óbirtri skýrslu sem Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, lauk nýverið við, en hún fjallaði um Öryggisþjónustu ríkisins, upplýsingagreiningu og öryggismat. Skýrsluna vann Arnar fyrir dómsmálaráðuneytið og Ríkislögreglustjóra, en hún er jafnframt lokaverkefni hans í meistaranámi við Háskóla Íslands. Arnar viðaði að sér ýmsu efni við vinnslu verkefnisins og kynnti sér meðal annars innra starf öryggis- og greiningardeilda Europol og öryggislögreglunnar í Danmörku, svo og stefnu Evrópusambandsins gegn hryðjuverkum. Arnar bendir á að mörg dæmi hafi legið fyrir um togstreitu, samkeppni og valdabaráttu innan löggæslu- og öryggisþjónustusviðs. Meðal annars vegna þess hafi verið gerðar verulegar breytingar á greiningar- og matsaðferðum sumra öryggisþjónustustofnana í Evrópu og stofnaðar sérstakar miðlægar stofnanir sem tóku á móti, greindu og mátu upplýsingar frá öllum sem starfa á sviði öryggismála til þess að ná sem heildstæðastri mynd af þeim ógnum sem steðjuðu að tilteknu landi á hverjum tíma. „Ytri ógnir sem steðja að á Vesturlöndum hafa tekið á sig nýja mynd,“ segir hann enn fremur. „Nú telja flest Vesturlönd að hryðjuverk séu sú ógn sem mest hætta stafar af. Markviss, öflug og vönduð upplýsingagreining á vegum öryggisþjónustustofnana sé lykillinn að vörnum gegn þeirri ógn.“ Þá segir Arnar „afar mikilvægt að tryggja að slík starfsemi vinni ekki gegn hagsmunum almennings eða verði verkfæri í höndum ráðamanna.“ Hvað varðar stöðu mála hér á landi segir Arnar að vöntun á lagaákvæðum og skráðum réttarheimildum varðandi öryggismálaverkefni hafi verið mjög til trafala. Það hafi einnig skapað réttaróvissu bæði gagnvart þeim viðfangsefnum sem öryggismálasvið hjá Ríkislögreglustjóra hafi þurft að sinna og starfsfólki þar. Arnar metur það svo að starfsmenn við öryggis- og greiningardeild sem stofnuð yrði hjá embætti Ríkislögreglustjórans hér á landi þyrftu að vera í það minnsta tólf. Þar af væru fimm lögreglumenn og fimm sérfræðingar á tilteknum sviðum.
Innlent Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira