Áhugi Kínverja á Íslandi mikill 23. september 2006 07:00 ÞETTA LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VERA KÍNVERSKT... Varð Chen Zhili, varaforsætisráðherra Kína, að orði þegar hún skoðaði listgripi á þjóðminjasafninu ásamt fylgdarliði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Zhou Ji, menntamálaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag um aukið samstarf á sviði æðri menntunar. Við undirritunina var Chen Zhili, varaforsætisráðherra og æðsti yfirmaður mennta- og vísindamála í Kína. Aðeins er vika frá því að Þorgerður Katrín átti fund með þeim í Peking en þar var grunnur lagður að samkomulaginu. Samkomulagið felur í sér að yfirvöld beggja ríkja ætla í samstarf um að gagnkvæm viðurkenning verði á námi og prófgráðum. Hvatt verði til þess að háskólar landanna efni til samstarfs um nemendaskipti og sameiginlegar prófgráður og að stuðlað verði að bættri aðstöðu til rannsókna og náms á kínversku og íslensku í löndunum tveimur. Líklegt þykir að þetta verði til þess að Kínverjar komi á fót hérlendis svokallaðri Konfúsíus-menningarstofnun eins og gert hefur verið víða um heim. Chen Zhili er ein af valdamestu konum Kína og segir Þorgerður Katrín áhuga Kínverja á samskiptum við Íslendinga afar mikinn, sérstaklega á sviði mennta, menningar og vísinda. „Við verðum að fara af ábyrgð og metnaði inn í þetta samstarf því það getur leitt til stórra og mikilla hluta, til að mynda á sviði umhverfisverndar. Þeir eru að leita til okkar vegna jarðvarmans hér á landi, þekkingar okkar og vísindafólks til þess að geta nýtt sér það heima fyrir. Það ætti að geta leitt mjög jákvæða hluti af sér á sviði umhverfismála,“ segir Þorgerður og bendir á að Íslendingar geti verið stoltir yfir þeim áhuga sem Kínverjar sýni landi og þjóð. Ástæða sé til að fara í þetta samstarf af áhuga og metnaði. Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Zhou Ji, menntamálaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag um aukið samstarf á sviði æðri menntunar. Við undirritunina var Chen Zhili, varaforsætisráðherra og æðsti yfirmaður mennta- og vísindamála í Kína. Aðeins er vika frá því að Þorgerður Katrín átti fund með þeim í Peking en þar var grunnur lagður að samkomulaginu. Samkomulagið felur í sér að yfirvöld beggja ríkja ætla í samstarf um að gagnkvæm viðurkenning verði á námi og prófgráðum. Hvatt verði til þess að háskólar landanna efni til samstarfs um nemendaskipti og sameiginlegar prófgráður og að stuðlað verði að bættri aðstöðu til rannsókna og náms á kínversku og íslensku í löndunum tveimur. Líklegt þykir að þetta verði til þess að Kínverjar komi á fót hérlendis svokallaðri Konfúsíus-menningarstofnun eins og gert hefur verið víða um heim. Chen Zhili er ein af valdamestu konum Kína og segir Þorgerður Katrín áhuga Kínverja á samskiptum við Íslendinga afar mikinn, sérstaklega á sviði mennta, menningar og vísinda. „Við verðum að fara af ábyrgð og metnaði inn í þetta samstarf því það getur leitt til stórra og mikilla hluta, til að mynda á sviði umhverfisverndar. Þeir eru að leita til okkar vegna jarðvarmans hér á landi, þekkingar okkar og vísindafólks til þess að geta nýtt sér það heima fyrir. Það ætti að geta leitt mjög jákvæða hluti af sér á sviði umhverfismála,“ segir Þorgerður og bendir á að Íslendingar geti verið stoltir yfir þeim áhuga sem Kínverjar sýni landi og þjóð. Ástæða sé til að fara í þetta samstarf af áhuga og metnaði.
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira