September-umferðin Dagur B. Eggertsson skrifar 23. september 2006 05:00 Miklabrautin undirstrikaði mikilvægi sitt í umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins í vikunni þegar vörubíll með tengivagn valt og dreifði gleri þvert yfir götuna. Atburðurinn undirstrikar mikilvægi þess að Sundabraut komi án tafar og að Öskjuhlíðargöng verði forgangsverkefni frekar en mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut-Miklubraut. Með Sundabraut og Öskjuhlíðargöngum fengi umferðarflæðið þrjá meginása frá austri til vesturs í stað þess að Miklabraut einni sé ætlað það hlutverk. Það er því furðulegt að einu viðbrögð borgarstjóra í málinu hafi verið þau að lögreglan hafi átt að vera fljótari að sópa. Skilaboðin eru einföld: Sundabraut strax og Öskjuhlíðargöng í forgang. Þetta er stefna Samfylkingarinnar. Þetta á ekki að vera erfitt að skilja. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það þó ekki. Það er viðkvæmt að viðurkenna að ofuráhersla meirhlutans á Miklubraut eru mistök. Eftir vel heppnaðar aðgerðir á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar árið 2005 eru þau miklu öruggari og afkasta meiru en áður. Flöskuhálsarnir eru nú miklu frekar á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar annars vegar og hins vegar á Kringlumýrarbraut vegna bíla úr Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ sem myndu nýta sér Öskjuhlíðargöng á leið í og úr miðborginni. Sundabraut, Öskjuhlíðargöng og stokkalausn á Miklubraut við Miklatún eru því allt verkefni sem eiga að koma á undan mislægum gatnamótum á Kringlumýrarbraut-Miklubraut. Slík aðgerð myndi einungis auka vandann við Lönguhlíð og raunar draga enn frekari umferð inn á þetta svæði og búa til flöskuhálsa á öllum næstu gatnamótum. Athuganir Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar sýndu enda fram á það að alls þyrfti mislægar framkvæmdir fyrir á annan tug milljarða á öllum næstu götuhornum ef mislæg gatnamót á Miklubraut-Kringlumýrarbraut ættu að greiða fyrir umferð. Þar með sætum við uppi með eina allsherjar hörmung í hjarta borgarinnar, Houston - Reykjavík, takk fyrir. Og litlu betra umferðarkerfi í ofanálag - aðeins einn meginás frá austri til vesturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Miklabrautin undirstrikaði mikilvægi sitt í umferðarkerfi höfuðborgarsvæðisins í vikunni þegar vörubíll með tengivagn valt og dreifði gleri þvert yfir götuna. Atburðurinn undirstrikar mikilvægi þess að Sundabraut komi án tafar og að Öskjuhlíðargöng verði forgangsverkefni frekar en mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut-Miklubraut. Með Sundabraut og Öskjuhlíðargöngum fengi umferðarflæðið þrjá meginása frá austri til vesturs í stað þess að Miklabraut einni sé ætlað það hlutverk. Það er því furðulegt að einu viðbrögð borgarstjóra í málinu hafi verið þau að lögreglan hafi átt að vera fljótari að sópa. Skilaboðin eru einföld: Sundabraut strax og Öskjuhlíðargöng í forgang. Þetta er stefna Samfylkingarinnar. Þetta á ekki að vera erfitt að skilja. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það þó ekki. Það er viðkvæmt að viðurkenna að ofuráhersla meirhlutans á Miklubraut eru mistök. Eftir vel heppnaðar aðgerðir á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar árið 2005 eru þau miklu öruggari og afkasta meiru en áður. Flöskuhálsarnir eru nú miklu frekar á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar annars vegar og hins vegar á Kringlumýrarbraut vegna bíla úr Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ sem myndu nýta sér Öskjuhlíðargöng á leið í og úr miðborginni. Sundabraut, Öskjuhlíðargöng og stokkalausn á Miklubraut við Miklatún eru því allt verkefni sem eiga að koma á undan mislægum gatnamótum á Kringlumýrarbraut-Miklubraut. Slík aðgerð myndi einungis auka vandann við Lönguhlíð og raunar draga enn frekari umferð inn á þetta svæði og búa til flöskuhálsa á öllum næstu gatnamótum. Athuganir Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar sýndu enda fram á það að alls þyrfti mislægar framkvæmdir fyrir á annan tug milljarða á öllum næstu götuhornum ef mislæg gatnamót á Miklubraut-Kringlumýrarbraut ættu að greiða fyrir umferð. Þar með sætum við uppi með eina allsherjar hörmung í hjarta borgarinnar, Houston - Reykjavík, takk fyrir. Og litlu betra umferðarkerfi í ofanálag - aðeins einn meginás frá austri til vesturs.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun