Ferðalagi síbrotamanna er lokið 22. september 2006 07:45 Tveir ungir menn hafa verið úrskurðaðir í síbrotagæslu í Héraðsdómi Reykjaness til 20. desember, en þeir voru handteknir á stolinni jeppabifreið í Reykjavík í fyrrinótt. Um er að ræða sömu mennina og brutust inn í félagsheimilið Árnes í Gnúpverjahreppi og fjölmarga sumarbústaði í Borgarfirði fyrr í vikunni. Mennirnir fóru inn í ólæst hús í Breiðholti á þriðjudagskvöld og stálu þaðan lyklum af Lexus-jeppa sem er metinn á um 5 milljónir króna, en þeim hafði verið sleppt úr haldi lögreglunnar á Selfossi fyrr um daginn. Ólögráða stúlka sem hafði tekið þátt í fyrri afbrotum þeirra var ekki með þeim að þessu sinni. Lögreglan kom að mönnunum sofandi í jeppanum í fyrrinótt en þegar þeir urðu lögreglu varir reyndu þeir að stinga af. Sá eltingarleikur endaði með því að þeir óku bifreiðinni á húsvegg og skemmdist hann töluvert. Nokkuð af ætluðu þýfi fannst í bifreiðinni, en hún er sú þriðja sem mennirnir hafa stolið á tæpri viku. Mennirnir eru fæddir 1985 og 1988 og eiga langan sakaferil að baki. Þeir eru grunaðir um fjölmörg innbrot og þjófnaði í Keflavík á síðustu vikum og hafa verið afhentir lögreglu þar. Þá hefur lögreglan í Kópavogi staðfest að mennirnir liggi undir grun vegna ýmissa afbrota þar. Ferð þeirra um landið hófst í Reykjavík í síðustu viku þegar þeir stálu bíl og keyrðu út úr borginni í norðurátt. Þeir brutust inn í að minnsta kosti fjóra sumarbústaði í Borgarfirði og stálu þaðan ýmsum munum auk þess sem þeir ollu töluverðum skemmdum á bústöðunum. Samkvæmt lögreglunni í Borgarnesi er enn verið að rannsaka hvort slóð þeirra liggi víðar í umdæminu. Næsti þekkti viðkomustaður þeirra var Húsavík. Þar urðu þeir að öllum líkindum bensínlausir og stálu því öðrum bíl. Mennirnir yfirgáfu þó ekki bæinn fyrr en þeir höfðu brotist inn í tvo bíla og stolið þaðan fjölda geisladiska og öðru smálegu. Þá fundust munir úr sumarbústaðainnbrotunum í bílnum sem þeir skildu eftir. Samkvæmt Húsavíkurlögreglunni héldu þeir þaðan til baka í átt að höfuðborginni. Á bílnum sem þeir stálu á Húsavík óku þeir að Selfossi þar sem þeir voru handteknir á þriðjudagsmorguninn eins og fyrr segir. Innlent Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Tveir ungir menn hafa verið úrskurðaðir í síbrotagæslu í Héraðsdómi Reykjaness til 20. desember, en þeir voru handteknir á stolinni jeppabifreið í Reykjavík í fyrrinótt. Um er að ræða sömu mennina og brutust inn í félagsheimilið Árnes í Gnúpverjahreppi og fjölmarga sumarbústaði í Borgarfirði fyrr í vikunni. Mennirnir fóru inn í ólæst hús í Breiðholti á þriðjudagskvöld og stálu þaðan lyklum af Lexus-jeppa sem er metinn á um 5 milljónir króna, en þeim hafði verið sleppt úr haldi lögreglunnar á Selfossi fyrr um daginn. Ólögráða stúlka sem hafði tekið þátt í fyrri afbrotum þeirra var ekki með þeim að þessu sinni. Lögreglan kom að mönnunum sofandi í jeppanum í fyrrinótt en þegar þeir urðu lögreglu varir reyndu þeir að stinga af. Sá eltingarleikur endaði með því að þeir óku bifreiðinni á húsvegg og skemmdist hann töluvert. Nokkuð af ætluðu þýfi fannst í bifreiðinni, en hún er sú þriðja sem mennirnir hafa stolið á tæpri viku. Mennirnir eru fæddir 1985 og 1988 og eiga langan sakaferil að baki. Þeir eru grunaðir um fjölmörg innbrot og þjófnaði í Keflavík á síðustu vikum og hafa verið afhentir lögreglu þar. Þá hefur lögreglan í Kópavogi staðfest að mennirnir liggi undir grun vegna ýmissa afbrota þar. Ferð þeirra um landið hófst í Reykjavík í síðustu viku þegar þeir stálu bíl og keyrðu út úr borginni í norðurátt. Þeir brutust inn í að minnsta kosti fjóra sumarbústaði í Borgarfirði og stálu þaðan ýmsum munum auk þess sem þeir ollu töluverðum skemmdum á bústöðunum. Samkvæmt lögreglunni í Borgarnesi er enn verið að rannsaka hvort slóð þeirra liggi víðar í umdæminu. Næsti þekkti viðkomustaður þeirra var Húsavík. Þar urðu þeir að öllum líkindum bensínlausir og stálu því öðrum bíl. Mennirnir yfirgáfu þó ekki bæinn fyrr en þeir höfðu brotist inn í tvo bíla og stolið þaðan fjölda geisladiska og öðru smálegu. Þá fundust munir úr sumarbústaðainnbrotunum í bílnum sem þeir skildu eftir. Samkvæmt Húsavíkurlögreglunni héldu þeir þaðan til baka í átt að höfuðborginni. Á bílnum sem þeir stálu á Húsavík óku þeir að Selfossi þar sem þeir voru handteknir á þriðjudagsmorguninn eins og fyrr segir.
Innlent Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira