Ferðalagi síbrotamanna er lokið 22. september 2006 07:45 Tveir ungir menn hafa verið úrskurðaðir í síbrotagæslu í Héraðsdómi Reykjaness til 20. desember, en þeir voru handteknir á stolinni jeppabifreið í Reykjavík í fyrrinótt. Um er að ræða sömu mennina og brutust inn í félagsheimilið Árnes í Gnúpverjahreppi og fjölmarga sumarbústaði í Borgarfirði fyrr í vikunni. Mennirnir fóru inn í ólæst hús í Breiðholti á þriðjudagskvöld og stálu þaðan lyklum af Lexus-jeppa sem er metinn á um 5 milljónir króna, en þeim hafði verið sleppt úr haldi lögreglunnar á Selfossi fyrr um daginn. Ólögráða stúlka sem hafði tekið þátt í fyrri afbrotum þeirra var ekki með þeim að þessu sinni. Lögreglan kom að mönnunum sofandi í jeppanum í fyrrinótt en þegar þeir urðu lögreglu varir reyndu þeir að stinga af. Sá eltingarleikur endaði með því að þeir óku bifreiðinni á húsvegg og skemmdist hann töluvert. Nokkuð af ætluðu þýfi fannst í bifreiðinni, en hún er sú þriðja sem mennirnir hafa stolið á tæpri viku. Mennirnir eru fæddir 1985 og 1988 og eiga langan sakaferil að baki. Þeir eru grunaðir um fjölmörg innbrot og þjófnaði í Keflavík á síðustu vikum og hafa verið afhentir lögreglu þar. Þá hefur lögreglan í Kópavogi staðfest að mennirnir liggi undir grun vegna ýmissa afbrota þar. Ferð þeirra um landið hófst í Reykjavík í síðustu viku þegar þeir stálu bíl og keyrðu út úr borginni í norðurátt. Þeir brutust inn í að minnsta kosti fjóra sumarbústaði í Borgarfirði og stálu þaðan ýmsum munum auk þess sem þeir ollu töluverðum skemmdum á bústöðunum. Samkvæmt lögreglunni í Borgarnesi er enn verið að rannsaka hvort slóð þeirra liggi víðar í umdæminu. Næsti þekkti viðkomustaður þeirra var Húsavík. Þar urðu þeir að öllum líkindum bensínlausir og stálu því öðrum bíl. Mennirnir yfirgáfu þó ekki bæinn fyrr en þeir höfðu brotist inn í tvo bíla og stolið þaðan fjölda geisladiska og öðru smálegu. Þá fundust munir úr sumarbústaðainnbrotunum í bílnum sem þeir skildu eftir. Samkvæmt Húsavíkurlögreglunni héldu þeir þaðan til baka í átt að höfuðborginni. Á bílnum sem þeir stálu á Húsavík óku þeir að Selfossi þar sem þeir voru handteknir á þriðjudagsmorguninn eins og fyrr segir. Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Tveir ungir menn hafa verið úrskurðaðir í síbrotagæslu í Héraðsdómi Reykjaness til 20. desember, en þeir voru handteknir á stolinni jeppabifreið í Reykjavík í fyrrinótt. Um er að ræða sömu mennina og brutust inn í félagsheimilið Árnes í Gnúpverjahreppi og fjölmarga sumarbústaði í Borgarfirði fyrr í vikunni. Mennirnir fóru inn í ólæst hús í Breiðholti á þriðjudagskvöld og stálu þaðan lyklum af Lexus-jeppa sem er metinn á um 5 milljónir króna, en þeim hafði verið sleppt úr haldi lögreglunnar á Selfossi fyrr um daginn. Ólögráða stúlka sem hafði tekið þátt í fyrri afbrotum þeirra var ekki með þeim að þessu sinni. Lögreglan kom að mönnunum sofandi í jeppanum í fyrrinótt en þegar þeir urðu lögreglu varir reyndu þeir að stinga af. Sá eltingarleikur endaði með því að þeir óku bifreiðinni á húsvegg og skemmdist hann töluvert. Nokkuð af ætluðu þýfi fannst í bifreiðinni, en hún er sú þriðja sem mennirnir hafa stolið á tæpri viku. Mennirnir eru fæddir 1985 og 1988 og eiga langan sakaferil að baki. Þeir eru grunaðir um fjölmörg innbrot og þjófnaði í Keflavík á síðustu vikum og hafa verið afhentir lögreglu þar. Þá hefur lögreglan í Kópavogi staðfest að mennirnir liggi undir grun vegna ýmissa afbrota þar. Ferð þeirra um landið hófst í Reykjavík í síðustu viku þegar þeir stálu bíl og keyrðu út úr borginni í norðurátt. Þeir brutust inn í að minnsta kosti fjóra sumarbústaði í Borgarfirði og stálu þaðan ýmsum munum auk þess sem þeir ollu töluverðum skemmdum á bústöðunum. Samkvæmt lögreglunni í Borgarnesi er enn verið að rannsaka hvort slóð þeirra liggi víðar í umdæminu. Næsti þekkti viðkomustaður þeirra var Húsavík. Þar urðu þeir að öllum líkindum bensínlausir og stálu því öðrum bíl. Mennirnir yfirgáfu þó ekki bæinn fyrr en þeir höfðu brotist inn í tvo bíla og stolið þaðan fjölda geisladiska og öðru smálegu. Þá fundust munir úr sumarbústaðainnbrotunum í bílnum sem þeir skildu eftir. Samkvæmt Húsavíkurlögreglunni héldu þeir þaðan til baka í átt að höfuðborginni. Á bílnum sem þeir stálu á Húsavík óku þeir að Selfossi þar sem þeir voru handteknir á þriðjudagsmorguninn eins og fyrr segir.
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira