Ekkert eftirlit með búnaði símafyrirtækja til hlerana 22. september 2006 07:30 Póst- og fjarskiptastofnun hefur ekki eftirlit með tækjabúnaði sem notaður er til símhlerana, líkt og lög gera ráð fyrir. Þetta staðfesti Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar í gær. Samkvæmt lögum þurfa símafélög að hafa tækjabúnað fyrir hendi sem gerir þeim kleift að hlera og staðsetja símtöl, sé þess óskað með dómsúrskurði. Eftirlitsskylda liggur hjá Póst- og fjarskiptastofnun en í lögum segir að stofnunin eigi að vinna að ráðstöfunum til að vernda persónuupplýsingar og friðhelgi einkalífs. Hrafnkell segir eiginlegt eftirlit með búnaðinum ekki vera fyrir hendi en leggur jafnframt áherslu á að starfsmenn símafélaganna þurfi að fara eftir öllum reglum og bregðast ekki lögbundinni trúnaðarskyldu sinni. Reglurnar eru í lögum um fjarskipti. En það er alveg ljóst að samkvæmt fjarskiptalögum þá hafa stjórnvöld heimild til þess að óska eftir hlerun með dómsúrskurði. Hlerunin er framkvæmd fyrir atbeina viðkomandi fjarskiptafélags annars vegar og síðan lögreglunnar. Það er ekki eftirlit með búnaði símafélaganna á vegum stofnunarinnar, en samkvæmt lögum þá er trúnaðarskylda á starfsmönnum félaganna sem umgangast þennan búnað og ef þeir rjúfa hana með því að nota búnaðinn, þá er það auðvitað skýrt lögbrot. Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd og staðgengill Sigrúnar Jóhannesardóttur forstjóra, segir stofnunina geta óskað eftir því að fylgjast með meðferð persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum. Persónuvernd getur gert úttekt á því hvernig meðferð persónuupplýsinga er háttað hjá fyrirtækjum. Við höfum ekki skoðað upplýsingar er tengjast símnotkun sérstaklega en við erum byrjuð að skoða það hvernig málum er háttað gagnvart netþjónustunni. Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ekki eftirlit með tækjabúnaði sem notaður er til símhlerana, líkt og lög gera ráð fyrir. Þetta staðfesti Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar í gær. Samkvæmt lögum þurfa símafélög að hafa tækjabúnað fyrir hendi sem gerir þeim kleift að hlera og staðsetja símtöl, sé þess óskað með dómsúrskurði. Eftirlitsskylda liggur hjá Póst- og fjarskiptastofnun en í lögum segir að stofnunin eigi að vinna að ráðstöfunum til að vernda persónuupplýsingar og friðhelgi einkalífs. Hrafnkell segir eiginlegt eftirlit með búnaðinum ekki vera fyrir hendi en leggur jafnframt áherslu á að starfsmenn símafélaganna þurfi að fara eftir öllum reglum og bregðast ekki lögbundinni trúnaðarskyldu sinni. Reglurnar eru í lögum um fjarskipti. En það er alveg ljóst að samkvæmt fjarskiptalögum þá hafa stjórnvöld heimild til þess að óska eftir hlerun með dómsúrskurði. Hlerunin er framkvæmd fyrir atbeina viðkomandi fjarskiptafélags annars vegar og síðan lögreglunnar. Það er ekki eftirlit með búnaði símafélaganna á vegum stofnunarinnar, en samkvæmt lögum þá er trúnaðarskylda á starfsmönnum félaganna sem umgangast þennan búnað og ef þeir rjúfa hana með því að nota búnaðinn, þá er það auðvitað skýrt lögbrot. Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd og staðgengill Sigrúnar Jóhannesardóttur forstjóra, segir stofnunina geta óskað eftir því að fylgjast með meðferð persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum. Persónuvernd getur gert úttekt á því hvernig meðferð persónuupplýsinga er háttað hjá fyrirtækjum. Við höfum ekki skoðað upplýsingar er tengjast símnotkun sérstaklega en við erum byrjuð að skoða það hvernig málum er háttað gagnvart netþjónustunni.
Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira