Algjört leyndó hvað er í kúluskítsdrykknum 22. september 2006 06:00 YNGVI RAGNAR KÚLUSKÍTSHÖFÐINGI Með ferskan kúluskít úr Mývatni. MYND/JÓHANN ÍSBERG Hin árlega Kúluskítshátíð var haldin í fjórða skipti um síðustu helgi við Mývatn. Kúluskíturinn, hinn sérkennilegi hringlaga þörungur, vex sem kunnugt er bara á tveimur stöðum í heiminum, í Akan vatninu í Japan og í Mývatni. Þetta tókst ágætlega og er skemmtileg viðbót við haustið hérna hjá okkur, segir Yngvi Ragnar Kristjánsson, upphafsmaður hátíðarinnar. Hann var að vanda kúluskítshöfðinginn í ár. Dagskráin hófst með því að veiðimaður kom í land með kúluskít sem ég varðveitti um helgina. Og hátíðin endaði svo með því að kúluskítnum var skilað í vatnið. Boðið var m.a. upp á kúluskítstengda myndlistarsamkeppni barna, kokkar Sel-hótels buðu til veislu þar sem réttir minntu á kúluskít og nýr kúluskítsdrykkur var kynntur. Það er algjört leyndó hvað er í honum, segir Yngvi, það eina sem ég gef upp er að við notum grænt kokteilber og grænan matarlit. Margt er framundan í Mývatnssveit. Hið árlega villibráðarhlaðborð verður haldið á Sel-hóteli í lok október og íslensku jólasveinarnir þrettán eiga nú opinberlega heima í Dimmuborgum. Öllum pósti til jólasveinsins er beint norður á Mývatn. Stúfur og Kertasníkir eru á ferðamálaráðstefnu í Frakklandi og þeir hafa það bara gott, segir Yngvi. Reyndar kvarta þeir aðeins yfir hitanum enda í ullarfötum að hætti íslenska jólasveinsins. Þegar nær dregur jólum förum við svo af stað með jólasveinaverkefnið okkar þar sem karlarnir þrettán taka á móti börnum í Dimmuborgum. Nýjasti viðburðurinn nyrðra er svo sérstök homma og lesbíuhelgi, sem haldin verður í mars. Við ætlum að sníða eina helgi fyrir þennan markhóp og erum á fullu að púsla dagskránni saman, segir Yngvi en vill að svo stöddu ekki ljóstra frekar upp um atburði helgarinnar.- glh Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Hin árlega Kúluskítshátíð var haldin í fjórða skipti um síðustu helgi við Mývatn. Kúluskíturinn, hinn sérkennilegi hringlaga þörungur, vex sem kunnugt er bara á tveimur stöðum í heiminum, í Akan vatninu í Japan og í Mývatni. Þetta tókst ágætlega og er skemmtileg viðbót við haustið hérna hjá okkur, segir Yngvi Ragnar Kristjánsson, upphafsmaður hátíðarinnar. Hann var að vanda kúluskítshöfðinginn í ár. Dagskráin hófst með því að veiðimaður kom í land með kúluskít sem ég varðveitti um helgina. Og hátíðin endaði svo með því að kúluskítnum var skilað í vatnið. Boðið var m.a. upp á kúluskítstengda myndlistarsamkeppni barna, kokkar Sel-hótels buðu til veislu þar sem réttir minntu á kúluskít og nýr kúluskítsdrykkur var kynntur. Það er algjört leyndó hvað er í honum, segir Yngvi, það eina sem ég gef upp er að við notum grænt kokteilber og grænan matarlit. Margt er framundan í Mývatnssveit. Hið árlega villibráðarhlaðborð verður haldið á Sel-hóteli í lok október og íslensku jólasveinarnir þrettán eiga nú opinberlega heima í Dimmuborgum. Öllum pósti til jólasveinsins er beint norður á Mývatn. Stúfur og Kertasníkir eru á ferðamálaráðstefnu í Frakklandi og þeir hafa það bara gott, segir Yngvi. Reyndar kvarta þeir aðeins yfir hitanum enda í ullarfötum að hætti íslenska jólasveinsins. Þegar nær dregur jólum förum við svo af stað með jólasveinaverkefnið okkar þar sem karlarnir þrettán taka á móti börnum í Dimmuborgum. Nýjasti viðburðurinn nyrðra er svo sérstök homma og lesbíuhelgi, sem haldin verður í mars. Við ætlum að sníða eina helgi fyrir þennan markhóp og erum á fullu að púsla dagskránni saman, segir Yngvi en vill að svo stöddu ekki ljóstra frekar upp um atburði helgarinnar.- glh
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira