Lögreglan rannsakar ógn við þjóðaröryggi 21. september 2006 08:00 Lögregluyfirvöld hér á landi rannsaka nú mál sem flokkast undir þjóðaröryggismál, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Í byrjun árs barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um karlmann sem legði sig fram um að kynna sér hvernig búa ætti til sprengjur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur maðurinn, sem er af erlendum uppruna, búið og starfað hér á landi um skeið. Í ljós hafði komið að honum varð tíðförult inn á erlendar vefsíður þar sem voru leiðbeiningar um meðferð sprengiefnis og hvernig búa ætti til sprengjur. Lögreglan í Reykjavík fékk síðan upplýsingar um athafnir mannsins. Þaðan fór málið til embættis ríkislögreglustjóra, þar sem það er til rannsóknar nú. Þetta mun ekki vera fyrsta málið af þessum toga sem upp kemur, en slík mál eru litin mjög alvarlegum augum. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, sagði spurður um málið að hann tjáði sig ekki um einstök mál. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn kvaðst ekki vilja tjá sig. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, vísaði fyrirspurnum Fréttablaðsins til Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hann er erlendis um þessar mundir. Í niðurstöðu matsskýrslu um hryðjuverkavarnir á Íslandi, sem tveir sérfræðingar sem starfa á vegum Evrópusambandsins unnu fyrr á þessu ári, var bent á takmarkaðar heimildir lögregluyfirvalda til að rannsaka mál sem ekki flokkast undir bein brot. Bent var á að engar reglur væru til um beitingu sérstakra rannsóknarúrræða, einkum forvirkra, sem öryggisþjónustur beita venjulega áður en til opinberrar rannsóknar lögreglu kemur. Forvirkar aðgerðir eru því óheimilar að lögum, segir í skýrslunni. „Þegar grunsemdir eru á annað borð til staðar getur lögreglan beitt úrræðum svo sem húsleit, hlerunum, hlustunum, myndatökum og svo framvegis,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, spurð álits á lagalegri hlið rannsóknarúrræða í málum af þessu tagi. Innlent Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Lögregluyfirvöld hér á landi rannsaka nú mál sem flokkast undir þjóðaröryggismál, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Í byrjun árs barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um karlmann sem legði sig fram um að kynna sér hvernig búa ætti til sprengjur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur maðurinn, sem er af erlendum uppruna, búið og starfað hér á landi um skeið. Í ljós hafði komið að honum varð tíðförult inn á erlendar vefsíður þar sem voru leiðbeiningar um meðferð sprengiefnis og hvernig búa ætti til sprengjur. Lögreglan í Reykjavík fékk síðan upplýsingar um athafnir mannsins. Þaðan fór málið til embættis ríkislögreglustjóra, þar sem það er til rannsóknar nú. Þetta mun ekki vera fyrsta málið af þessum toga sem upp kemur, en slík mál eru litin mjög alvarlegum augum. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, sagði spurður um málið að hann tjáði sig ekki um einstök mál. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn kvaðst ekki vilja tjá sig. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, vísaði fyrirspurnum Fréttablaðsins til Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hann er erlendis um þessar mundir. Í niðurstöðu matsskýrslu um hryðjuverkavarnir á Íslandi, sem tveir sérfræðingar sem starfa á vegum Evrópusambandsins unnu fyrr á þessu ári, var bent á takmarkaðar heimildir lögregluyfirvalda til að rannsaka mál sem ekki flokkast undir bein brot. Bent var á að engar reglur væru til um beitingu sérstakra rannsóknarúrræða, einkum forvirkra, sem öryggisþjónustur beita venjulega áður en til opinberrar rannsóknar lögreglu kemur. Forvirkar aðgerðir eru því óheimilar að lögum, segir í skýrslunni. „Þegar grunsemdir eru á annað borð til staðar getur lögreglan beitt úrræðum svo sem húsleit, hlerunum, hlustunum, myndatökum og svo framvegis,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, spurð álits á lagalegri hlið rannsóknarúrræða í málum af þessu tagi.
Innlent Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira