Lögreglan rannsakar ógn við þjóðaröryggi 21. september 2006 08:00 Lögregluyfirvöld hér á landi rannsaka nú mál sem flokkast undir þjóðaröryggismál, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Í byrjun árs barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um karlmann sem legði sig fram um að kynna sér hvernig búa ætti til sprengjur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur maðurinn, sem er af erlendum uppruna, búið og starfað hér á landi um skeið. Í ljós hafði komið að honum varð tíðförult inn á erlendar vefsíður þar sem voru leiðbeiningar um meðferð sprengiefnis og hvernig búa ætti til sprengjur. Lögreglan í Reykjavík fékk síðan upplýsingar um athafnir mannsins. Þaðan fór málið til embættis ríkislögreglustjóra, þar sem það er til rannsóknar nú. Þetta mun ekki vera fyrsta málið af þessum toga sem upp kemur, en slík mál eru litin mjög alvarlegum augum. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, sagði spurður um málið að hann tjáði sig ekki um einstök mál. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn kvaðst ekki vilja tjá sig. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, vísaði fyrirspurnum Fréttablaðsins til Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hann er erlendis um þessar mundir. Í niðurstöðu matsskýrslu um hryðjuverkavarnir á Íslandi, sem tveir sérfræðingar sem starfa á vegum Evrópusambandsins unnu fyrr á þessu ári, var bent á takmarkaðar heimildir lögregluyfirvalda til að rannsaka mál sem ekki flokkast undir bein brot. Bent var á að engar reglur væru til um beitingu sérstakra rannsóknarúrræða, einkum forvirkra, sem öryggisþjónustur beita venjulega áður en til opinberrar rannsóknar lögreglu kemur. Forvirkar aðgerðir eru því óheimilar að lögum, segir í skýrslunni. „Þegar grunsemdir eru á annað borð til staðar getur lögreglan beitt úrræðum svo sem húsleit, hlerunum, hlustunum, myndatökum og svo framvegis,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, spurð álits á lagalegri hlið rannsóknarúrræða í málum af þessu tagi. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Lögregluyfirvöld hér á landi rannsaka nú mál sem flokkast undir þjóðaröryggismál, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Í byrjun árs barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um karlmann sem legði sig fram um að kynna sér hvernig búa ætti til sprengjur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur maðurinn, sem er af erlendum uppruna, búið og starfað hér á landi um skeið. Í ljós hafði komið að honum varð tíðförult inn á erlendar vefsíður þar sem voru leiðbeiningar um meðferð sprengiefnis og hvernig búa ætti til sprengjur. Lögreglan í Reykjavík fékk síðan upplýsingar um athafnir mannsins. Þaðan fór málið til embættis ríkislögreglustjóra, þar sem það er til rannsóknar nú. Þetta mun ekki vera fyrsta málið af þessum toga sem upp kemur, en slík mál eru litin mjög alvarlegum augum. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, sagði spurður um málið að hann tjáði sig ekki um einstök mál. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn kvaðst ekki vilja tjá sig. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, vísaði fyrirspurnum Fréttablaðsins til Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hann er erlendis um þessar mundir. Í niðurstöðu matsskýrslu um hryðjuverkavarnir á Íslandi, sem tveir sérfræðingar sem starfa á vegum Evrópusambandsins unnu fyrr á þessu ári, var bent á takmarkaðar heimildir lögregluyfirvalda til að rannsaka mál sem ekki flokkast undir bein brot. Bent var á að engar reglur væru til um beitingu sérstakra rannsóknarúrræða, einkum forvirkra, sem öryggisþjónustur beita venjulega áður en til opinberrar rannsóknar lögreglu kemur. Forvirkar aðgerðir eru því óheimilar að lögum, segir í skýrslunni. „Þegar grunsemdir eru á annað borð til staðar getur lögreglan beitt úrræðum svo sem húsleit, hlerunum, hlustunum, myndatökum og svo framvegis,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, spurð álits á lagalegri hlið rannsóknarúrræða í málum af þessu tagi.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira