Mörg rannsóknarúrræði fyrir hendi 21. september 2006 07:30 Björg Thorarensen prófessor Mörk milli grunsemda og rökstudds gruns geta verið óljós. Engin skýr eða afdráttarlaus lagaákvæði eru í raun til um að hefja megi rannsókn í „fyrirbyggjandi“ tilgangi ef ekki er til staðar beinn grunur um að brotið sé yfirvofandi eða í undirbúningi. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, spurð um lagalega hlið forvirkra rannsóknarúrræða lögreglu í málum af því tagi sem greint er frá í Fréttablaðinu í dag. Lögregluyfirvöld rannsaka nú mál sem upp hefur komið vegna síendurtekinna heimsókna manns af erlendum uppruna inn á vefsíður þar sem leiðbeiningar er að finna um meðferð sprengiefnis og gerð sprengja. „Hins vegar geta mörkin þarna á milli verið óljós, það er hvort tilefni sé til grunsemda eða rökstuddur grunur sé uppi,“ heldur Björg áfram. „Erfitt er að slá fastri einhverri skilgreiningu um mörkin, en mér þykir dæmi sem Fréttablaðið er með til skoðunar tæplega uppfylla kröfu um að rökstuddur grunur sé til staðar, að svo miklu leyti sem hægt er að segja eitthvað um svo knappa lýsingu á atvikum.“ Björg segir lögregluna ekki hafa í sjálfu sér neinar rýmri lagaheimildir til að rannsaka umrædd brot en önnur alvarleg brot og byggir hún þar á ákvæðum laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. „Ef grunur er uppi um yfirvofandi brot á þessum ákvæðum getur lögregla beitt öllum rannsóknarúrræðum sem talin eru upp einkum í X. og XI. kafla þeirra laga,“ segir Björg, „svo sem haldlagningu á munum, húsleit, handtöku og fleira. Þá er heimilt að beita símhlerunum, fá upplýsingar um notkun síma, beita herbergjahlustun og myndatökum, skv. 86. og 87. gr. laga um meðferð opinberra mála, þar sem þessi brot varða meira en átta ára fangelsi. Loks hefur lögreglan ýmsar aðferðir, svokallaðar „óhefðbundnar“ rannsóknaraðferðir, þar með talið leynilegt eftirlit, eftirfararbúnað, notkun tálbeitu í takmörkuðum mæli og fleira.“ Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Engin skýr eða afdráttarlaus lagaákvæði eru í raun til um að hefja megi rannsókn í „fyrirbyggjandi“ tilgangi ef ekki er til staðar beinn grunur um að brotið sé yfirvofandi eða í undirbúningi. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, spurð um lagalega hlið forvirkra rannsóknarúrræða lögreglu í málum af því tagi sem greint er frá í Fréttablaðinu í dag. Lögregluyfirvöld rannsaka nú mál sem upp hefur komið vegna síendurtekinna heimsókna manns af erlendum uppruna inn á vefsíður þar sem leiðbeiningar er að finna um meðferð sprengiefnis og gerð sprengja. „Hins vegar geta mörkin þarna á milli verið óljós, það er hvort tilefni sé til grunsemda eða rökstuddur grunur sé uppi,“ heldur Björg áfram. „Erfitt er að slá fastri einhverri skilgreiningu um mörkin, en mér þykir dæmi sem Fréttablaðið er með til skoðunar tæplega uppfylla kröfu um að rökstuddur grunur sé til staðar, að svo miklu leyti sem hægt er að segja eitthvað um svo knappa lýsingu á atvikum.“ Björg segir lögregluna ekki hafa í sjálfu sér neinar rýmri lagaheimildir til að rannsaka umrædd brot en önnur alvarleg brot og byggir hún þar á ákvæðum laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. „Ef grunur er uppi um yfirvofandi brot á þessum ákvæðum getur lögregla beitt öllum rannsóknarúrræðum sem talin eru upp einkum í X. og XI. kafla þeirra laga,“ segir Björg, „svo sem haldlagningu á munum, húsleit, handtöku og fleira. Þá er heimilt að beita símhlerunum, fá upplýsingar um notkun síma, beita herbergjahlustun og myndatökum, skv. 86. og 87. gr. laga um meðferð opinberra mála, þar sem þessi brot varða meira en átta ára fangelsi. Loks hefur lögreglan ýmsar aðferðir, svokallaðar „óhefðbundnar“ rannsóknaraðferðir, þar með talið leynilegt eftirlit, eftirfararbúnað, notkun tálbeitu í takmörkuðum mæli og fleira.“
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira