Hann ætlaði að drepa mig 21. september 2006 07:15 Þorleifur Eggertsson Bjargaði lífi sínu með því að taka til fótanna. MYND/Brink „Hann tók upp hnífinn, ógnaði mér og sagði mér að afhenda sér peningana,“ segir Þorleifur Eggertsson, eigandi Leifasjoppu við Iðufell í Breiðholti, en hann var að störfum í söluturninum þegar ránstilraun var gerð þar á þriðjudagskvöld. „Ég neitaði honum, en þá sagðist hann ætla að stinga mig á hol og stökk yfir búðarborðið. Ég reyndi að hlaupa út um bakdyr en hann náði mér næstum því í dyragættinni. Hann lét peningakassann vera. Hann einbeitti sér alveg að mér. Það er eiginlega skuggalegast í þessu því hann kom til að ná í peningana. En hann var síðan ekkert að pæla í þeim.“ Maðurinn hafði komið inn í söluturninn á tólfta tímanum og beðið eftir því að verða einn með Þorleifi áður en hann lét til skarar skríða. Hann var vopnaður hnífi og huldi andlit sitt með hvítum klút. Á eftirlitsmyndbandi úr söluturninum sést maðurinn stökkva yfir búðarborðið, hlaupa framhjá peningakassanum og veita Þorleifi eftirför með hnífinn á lofti. Í atburðarásinni gerir hann enga tilraun til þess að tæma peningakassann heldur einbeitir sér að því að ná Þorleifi. Þorleifur segir að svo virðist sem maðurinn hafi hætt við þegar þeir voru komnir út. „Þá hljóp hann bara í burtu. En þegar ég var að opna dyrnar var hann alveg í bakinu á mér. Það munaði engu.“ Að sögn Þorleifs voru einungis um 4.500 krónur í kassanum þetta kvöld og því ljóst að maðurinn hefði ekki haft mikið upp úr krafsinu. Hann segir það mikla mildi að hafa sloppið óskaddaður frá þessu en viðurkennir þó að hann hafi ekki sofið mikið um nóttina. Þorleifur segist trúa því að maðurinn hafi ætlað að drepa sig. „Hann var ekkert að reyna að ná í peningana. Það sést þegar maður skoðar myndbandið.“ Tveir menn og ein kona voru handtekin við Höfðabakka stuttu síðar á stolnum bíl, grunuð um ránstilraunina. Þau eru öll um tvítugt. Bílnum sem þau óku hafði verið stolið á Selfossi fyrr um kvöldið. Einn hinna handteknu er þekktur af lögreglu fyrir ýmis afbrot. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík var fólkið í annarlegu ástandi þegar það var handtekið og beið enn yfirheyrslu síðast þegar fréttist. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
„Hann tók upp hnífinn, ógnaði mér og sagði mér að afhenda sér peningana,“ segir Þorleifur Eggertsson, eigandi Leifasjoppu við Iðufell í Breiðholti, en hann var að störfum í söluturninum þegar ránstilraun var gerð þar á þriðjudagskvöld. „Ég neitaði honum, en þá sagðist hann ætla að stinga mig á hol og stökk yfir búðarborðið. Ég reyndi að hlaupa út um bakdyr en hann náði mér næstum því í dyragættinni. Hann lét peningakassann vera. Hann einbeitti sér alveg að mér. Það er eiginlega skuggalegast í þessu því hann kom til að ná í peningana. En hann var síðan ekkert að pæla í þeim.“ Maðurinn hafði komið inn í söluturninn á tólfta tímanum og beðið eftir því að verða einn með Þorleifi áður en hann lét til skarar skríða. Hann var vopnaður hnífi og huldi andlit sitt með hvítum klút. Á eftirlitsmyndbandi úr söluturninum sést maðurinn stökkva yfir búðarborðið, hlaupa framhjá peningakassanum og veita Þorleifi eftirför með hnífinn á lofti. Í atburðarásinni gerir hann enga tilraun til þess að tæma peningakassann heldur einbeitir sér að því að ná Þorleifi. Þorleifur segir að svo virðist sem maðurinn hafi hætt við þegar þeir voru komnir út. „Þá hljóp hann bara í burtu. En þegar ég var að opna dyrnar var hann alveg í bakinu á mér. Það munaði engu.“ Að sögn Þorleifs voru einungis um 4.500 krónur í kassanum þetta kvöld og því ljóst að maðurinn hefði ekki haft mikið upp úr krafsinu. Hann segir það mikla mildi að hafa sloppið óskaddaður frá þessu en viðurkennir þó að hann hafi ekki sofið mikið um nóttina. Þorleifur segist trúa því að maðurinn hafi ætlað að drepa sig. „Hann var ekkert að reyna að ná í peningana. Það sést þegar maður skoðar myndbandið.“ Tveir menn og ein kona voru handtekin við Höfðabakka stuttu síðar á stolnum bíl, grunuð um ránstilraunina. Þau eru öll um tvítugt. Bílnum sem þau óku hafði verið stolið á Selfossi fyrr um kvöldið. Einn hinna handteknu er þekktur af lögreglu fyrir ýmis afbrot. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík var fólkið í annarlegu ástandi þegar það var handtekið og beið enn yfirheyrslu síðast þegar fréttist.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira